Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp dóm í Landsréttarmálinu í mars Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 10:56 Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp dóm í Landsréttarmálinu um miðjan mars. Vísir/EPA Þann 12. mars næstkomandi ræðst það hvort skipan dómara við hið nýja dómstig, Landsrétt, standist lög og ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu en þá kveður Mannréttindadómstóllinn í Strassburg upp dóm í málinu. RÚV greindi fyrst frá þessu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður manns sem dæmdur var í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot, vill að dómur umbjóðanda síns verði ómerktur í ljósi þess að ólöglega hefði verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur, dómara við Landsrétt, og fjögurra annarra. Hann segir að umbjóðandi sinn hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð af þessum sökum. Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Landsréttar í máli mannsins í maí á síðasta ári og staðfesti að Arnfríður hefði ekki verið vanhæf til að dæma í málinu. Vilhjálmur skaut málinu samstundis til Mannréttindadómstólsins en það þykir afar sjaldgæft hversu skjóta málsmeðferð málið hefur fengið en ástæðan fyrir er sögð alvarleg réttaróvissa sem gæti skapast vegna málsins. Íslenskir dómstólar hafa dæmt þremur umsækjendum um stöðu dómara við hið nýja dómstig miskabætur og þá hefur íslenska ríkið greitt Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur. Arnfríður var ein þeirra fjögurra dómara af fimmtán sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skipaði við Landsrétt þvert á tillögur hæfisnefndar. Þá var skipan dómara heldur ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Skipanin dómara í Landsrétt hefur verið harðlega gagnrýnd og varð meðal annars til þess að Samfylkingin og Píratar lögðu fram vantrauststillögu gegn Sigríði en hún stóð hana af sér. Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Fagnar því að MDE vilji afgreiða Landsréttarmálið skjótt Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir íslensk stjórnvöld vinna að því að svara fyrirspurnum mannréttindadómstóls Evrópu. 29. júní 2018 14:00 Dómsmálaráðherra gaf skýrslu í Landsréttarmáli Þrír núverandi og fyrrverandi þingmenn gáfu einnig skýrslu í máli tveggja umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt gegn íslenska ríkinu. 12. september 2018 14:00 Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Þann 12. mars næstkomandi ræðst það hvort skipan dómara við hið nýja dómstig, Landsrétt, standist lög og ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu en þá kveður Mannréttindadómstóllinn í Strassburg upp dóm í málinu. RÚV greindi fyrst frá þessu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður manns sem dæmdur var í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot, vill að dómur umbjóðanda síns verði ómerktur í ljósi þess að ólöglega hefði verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur, dómara við Landsrétt, og fjögurra annarra. Hann segir að umbjóðandi sinn hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð af þessum sökum. Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Landsréttar í máli mannsins í maí á síðasta ári og staðfesti að Arnfríður hefði ekki verið vanhæf til að dæma í málinu. Vilhjálmur skaut málinu samstundis til Mannréttindadómstólsins en það þykir afar sjaldgæft hversu skjóta málsmeðferð málið hefur fengið en ástæðan fyrir er sögð alvarleg réttaróvissa sem gæti skapast vegna málsins. Íslenskir dómstólar hafa dæmt þremur umsækjendum um stöðu dómara við hið nýja dómstig miskabætur og þá hefur íslenska ríkið greitt Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur. Arnfríður var ein þeirra fjögurra dómara af fimmtán sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skipaði við Landsrétt þvert á tillögur hæfisnefndar. Þá var skipan dómara heldur ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Skipanin dómara í Landsrétt hefur verið harðlega gagnrýnd og varð meðal annars til þess að Samfylkingin og Píratar lögðu fram vantrauststillögu gegn Sigríði en hún stóð hana af sér.
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Fagnar því að MDE vilji afgreiða Landsréttarmálið skjótt Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir íslensk stjórnvöld vinna að því að svara fyrirspurnum mannréttindadómstóls Evrópu. 29. júní 2018 14:00 Dómsmálaráðherra gaf skýrslu í Landsréttarmáli Þrír núverandi og fyrrverandi þingmenn gáfu einnig skýrslu í máli tveggja umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt gegn íslenska ríkinu. 12. september 2018 14:00 Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Fagnar því að MDE vilji afgreiða Landsréttarmálið skjótt Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir íslensk stjórnvöld vinna að því að svara fyrirspurnum mannréttindadómstóls Evrópu. 29. júní 2018 14:00
Dómsmálaráðherra gaf skýrslu í Landsréttarmáli Þrír núverandi og fyrrverandi þingmenn gáfu einnig skýrslu í máli tveggja umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt gegn íslenska ríkinu. 12. september 2018 14:00
Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47