Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 16:17 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins. Mynd/Samsett María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. María vonast til þess að geta átt „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á fundi í húsakynnum félagsins á morgun, að því er fram kemur í yfirlýsingu.Sjá einnig: Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóðs sem er í stýringu hjá Gamma, sendi hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Í kjölfarið hótaði VR því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, um 4,2 milljarða króna, hætti Kvika ekki við kaup sín á Gamma. Í dag fundaði Ragnar Þór svo með forsvarsmönnum Kviku. Niðurstaða þess fundar var að boða Almenna leigufélagið til fundar á morgun og veltur framtíð Kvikumilljarðanna á viðbrögðum félagsins.Sönn ánægja að fá Ragnar Þór í kaffi María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins segir félagið að mörgu leyti hafa sömu sýn á leigumarkaðinn og Ragnar Þór. „Það væri okkur sönn ánægja ef Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sæi sér fært að kíkja í kaffi til okkar á morgun og fara yfir málin. Við höfum að mörgu leyti sömu sýn á leigumarkaðinn og hann - teljum afar brýnt að byggja upp félagslegt leiguhúsnæði og óhagnaðardrifin félög á borð við Bjarg, Búseta og Félagsstofnun stúdenta – þó að við teljum að fleiri rekstrarform séu einnig nauðsynleg,“ segir í yfirlýsingunni. „Við getum vonandi átt uppbyggilegar umræður um hvernig hægt er að byggja upp hagkvæman og fjölbreyttan leigumarkað til framtíðar.“ Ragnar Þór sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hann vonaðist til að fundurinn með Almenna leigufélaginu yrði haldinn á morgun, þar sem fjögurra daga fresturinn sem VR gaf Kviku og Almenna leigufélaginu til að verða við kröfunum rennur út þann dag. Á fundinum muni VR sýna fram á gögn sem hrekja „glórulausar fullyrðingar Almenna leigufélagsins“. Þessum gögnum verði gert betur skil, láti Almenna leigufélagið ekki af leiguhækkunum sínum. Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07 Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00 Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. María vonast til þess að geta átt „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á fundi í húsakynnum félagsins á morgun, að því er fram kemur í yfirlýsingu.Sjá einnig: Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóðs sem er í stýringu hjá Gamma, sendi hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Í kjölfarið hótaði VR því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, um 4,2 milljarða króna, hætti Kvika ekki við kaup sín á Gamma. Í dag fundaði Ragnar Þór svo með forsvarsmönnum Kviku. Niðurstaða þess fundar var að boða Almenna leigufélagið til fundar á morgun og veltur framtíð Kvikumilljarðanna á viðbrögðum félagsins.Sönn ánægja að fá Ragnar Þór í kaffi María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins segir félagið að mörgu leyti hafa sömu sýn á leigumarkaðinn og Ragnar Þór. „Það væri okkur sönn ánægja ef Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sæi sér fært að kíkja í kaffi til okkar á morgun og fara yfir málin. Við höfum að mörgu leyti sömu sýn á leigumarkaðinn og hann - teljum afar brýnt að byggja upp félagslegt leiguhúsnæði og óhagnaðardrifin félög á borð við Bjarg, Búseta og Félagsstofnun stúdenta – þó að við teljum að fleiri rekstrarform séu einnig nauðsynleg,“ segir í yfirlýsingunni. „Við getum vonandi átt uppbyggilegar umræður um hvernig hægt er að byggja upp hagkvæman og fjölbreyttan leigumarkað til framtíðar.“ Ragnar Þór sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hann vonaðist til að fundurinn með Almenna leigufélaginu yrði haldinn á morgun, þar sem fjögurra daga fresturinn sem VR gaf Kviku og Almenna leigufélaginu til að verða við kröfunum rennur út þann dag. Á fundinum muni VR sýna fram á gögn sem hrekja „glórulausar fullyrðingar Almenna leigufélagsins“. Þessum gögnum verði gert betur skil, láti Almenna leigufélagið ekki af leiguhækkunum sínum.
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07 Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00 Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07
Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00
Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15