Samstaða og einhugur í hópi verkfallsfólks Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2019 18:45 Frá baráttufundi á Lækjartorgi í dag. vísir/vilhelm Mikill hugur var í þernum um tuttugu hótela á höfuðborgarsvæðinu og víðar þegar verkfall um sjöhundruð félagsmanna Eflingar skall á í morgun. Starfsmenn gengu víðast hvar út á slaginu klukkan tíu og héldu flestir í troðfulla verkfallsmiðstöð félagsins í Gamla bíói. Eftir að verkfallið var skollið á klukkan tíu í morgun gengu margir starfsmanna hótelanna fylktu liði frá vinnustöðum sínum í verkfallsmiðstöð Eflingar í Gamla bíói sem varð fljótlega fullt af fólki. Þar gat það fyllt út umsóknir um greiðslu úr vinnudeilusjóði og hlýtt á upplýsingaræður á fjölmörgum tungumálum. Sumir komu einnig um langan veg til að sýna stuðning sinn eins og Hifumi Okunuki formaður verkalýðsfélagsins Tozen í Tokyo. „Þetta er ótrúlega stórt verkfall á Íslandi. Okkur fannst mjög mikilvægt að mæta hingað til að fylgjast með þessum aðgerðum,“ sagði Okunuki. En spennan tók að magnast þegar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar mætti í verkfallsmiðstöðuna með starfskonum á Nordika hótelinu.Hvernig er nú stemmingin á fyrsta klukkutímanum? „Stemmingin er mjög góð. Við erum búin að labba alla leið frá Hilton Nordika í þessum frábæra hópi kvenna. Við erum bara mjög glaðar og ánægðar. Hér er bara mikið af brosandi og glöðum konum. Það eru kannski líka skilaboð til íslensks samfélags. Að láglaunakonur á Íslandi hafa tilfinningar og gleðjast yfir því þegar þær fá tækifæri til að sýna samfélaginu mikilvægi sitt,“ sagði Sólveig Anna. Efling hafi fengið fregnir af meintum verkfallsbrotum. „Svo höfum við líka fengið fregnir af því að það væri einhvers konar hræðsluáróður í gangi. Sem er náttúrlega ömurlegt.“Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ávarpar félaga sína í Gamla bíói í dag.vísir/vilhelmÍtrekaði rétt verkafólks í samfélaginu Formaðurinn steig síðan á svið í Gamla bíói og ávarpaði félaga sína á ensku, enda er meirihluti félaga í Eflingu af erlendu bergi brotin. „Þessi dagur snýst um að við eigum allan rétt, alveg sama rétt og ríki maðurinn á því að fá að vera til í þessu samfélagi sem frjálsar manneskjur,“ sagði hún meðal annars í ávarpi sínu. Frá Gamla bíói hélt fylking baráttuglaðra kvenna og karla, fulltrúar þeirra sjö hundruð starfsmanna allra helstu hótelanna á höfuðborgarsvæðinu niður á Lækjartorg, veifandi fánum og borðum og spjöldum með slagorðum eins og „Hótelin eru í okkar höndum.“ Og þótt gustaði nokkuð um mótmælendur var hiti í fólki undir ræðuhöldum bæði íslenskra og erlendra ræðumanna.Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundur, tók til máls á Lækjartorgi í dag.vísir/vilhelmKatrín, við erum enn að bíða Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur ræddi meðal annars fátæktina sem falin hafi verið með skömm. „Af hverju er láglaunastefnan kölluð öfbeldi? Á bara að kalla allt ofbeldi? Er nú allt orðið ofbeldi? Má maður ekkert lengur? Það er ofbeldi þegar ríkt fólk sem hefur allt í hendi sér; peningaöfl, fjölmiðla, menningarstefnu, kvótakerfi, skattaparadísir, vopnaflutninga, flóttamannastefnu og hver stjórnar verðinu á vændi á vændi og eiturlyfjum? Og hver á 17. júní? Víkingasveitin,“ sagði Elísabet. Sophia Silovic er trúnaðarkona og þerna á einu hótelanna og sendi atvinnurekendum ákúru með von um að þeir upplifðu hvernig störf þerna eru þegar þeir gengju í störf þeirra í dag. „Við værum ekki hér í dag nema vegan þess að við höfum verið særð. Ég vona, ég vona innilega, að stjórnenedur og eigendur þeirra hótela sem við gengum út af í dag svitni mikið eins og við gerum á hverjum degi. Ég vona að þeir séu ringlaðir að reyna að leysa úr þeim flækjum sem þeir hafa valdið sjálfum sér,“ sagði Silovic. Rúnar Björn Herrera formaður NPA, notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, minntist orða Katrínar Jakobsdóttur á þingi þegar hún var í stjórnarandstöðu. Þá hafi hún sagt að það ætti ekki að láta fátækt fólk bíða eftir leiðréttingu sinna mála. „Þegar lágtekjufólk og lífeyrisþegar eru beðin að bíða eftir réttlætinu þá er verið að neita þeim um réttlætið. Nú vona ég að forsætisráðherrann vilji einnig gera þessi orð að sínum. Við erum alla vega enn að bíða,“ sagði Rúnar Björn. Sólveig Anna sló svo botninn í ræðuhöld á útifundinum. „Staðan er að breytast. Nú munum við ekki líða þetta ástand lengur. Við munum ekki líða að þeir ríku haldi áfram að safna auði frá störfum okkar,“ sagði formaður Eflingar. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Mikill hugur var í þernum um tuttugu hótela á höfuðborgarsvæðinu og víðar þegar verkfall um sjöhundruð félagsmanna Eflingar skall á í morgun. Starfsmenn gengu víðast hvar út á slaginu klukkan tíu og héldu flestir í troðfulla verkfallsmiðstöð félagsins í Gamla bíói. Eftir að verkfallið var skollið á klukkan tíu í morgun gengu margir starfsmanna hótelanna fylktu liði frá vinnustöðum sínum í verkfallsmiðstöð Eflingar í Gamla bíói sem varð fljótlega fullt af fólki. Þar gat það fyllt út umsóknir um greiðslu úr vinnudeilusjóði og hlýtt á upplýsingaræður á fjölmörgum tungumálum. Sumir komu einnig um langan veg til að sýna stuðning sinn eins og Hifumi Okunuki formaður verkalýðsfélagsins Tozen í Tokyo. „Þetta er ótrúlega stórt verkfall á Íslandi. Okkur fannst mjög mikilvægt að mæta hingað til að fylgjast með þessum aðgerðum,“ sagði Okunuki. En spennan tók að magnast þegar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar mætti í verkfallsmiðstöðuna með starfskonum á Nordika hótelinu.Hvernig er nú stemmingin á fyrsta klukkutímanum? „Stemmingin er mjög góð. Við erum búin að labba alla leið frá Hilton Nordika í þessum frábæra hópi kvenna. Við erum bara mjög glaðar og ánægðar. Hér er bara mikið af brosandi og glöðum konum. Það eru kannski líka skilaboð til íslensks samfélags. Að láglaunakonur á Íslandi hafa tilfinningar og gleðjast yfir því þegar þær fá tækifæri til að sýna samfélaginu mikilvægi sitt,“ sagði Sólveig Anna. Efling hafi fengið fregnir af meintum verkfallsbrotum. „Svo höfum við líka fengið fregnir af því að það væri einhvers konar hræðsluáróður í gangi. Sem er náttúrlega ömurlegt.“Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ávarpar félaga sína í Gamla bíói í dag.vísir/vilhelmÍtrekaði rétt verkafólks í samfélaginu Formaðurinn steig síðan á svið í Gamla bíói og ávarpaði félaga sína á ensku, enda er meirihluti félaga í Eflingu af erlendu bergi brotin. „Þessi dagur snýst um að við eigum allan rétt, alveg sama rétt og ríki maðurinn á því að fá að vera til í þessu samfélagi sem frjálsar manneskjur,“ sagði hún meðal annars í ávarpi sínu. Frá Gamla bíói hélt fylking baráttuglaðra kvenna og karla, fulltrúar þeirra sjö hundruð starfsmanna allra helstu hótelanna á höfuðborgarsvæðinu niður á Lækjartorg, veifandi fánum og borðum og spjöldum með slagorðum eins og „Hótelin eru í okkar höndum.“ Og þótt gustaði nokkuð um mótmælendur var hiti í fólki undir ræðuhöldum bæði íslenskra og erlendra ræðumanna.Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundur, tók til máls á Lækjartorgi í dag.vísir/vilhelmKatrín, við erum enn að bíða Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur ræddi meðal annars fátæktina sem falin hafi verið með skömm. „Af hverju er láglaunastefnan kölluð öfbeldi? Á bara að kalla allt ofbeldi? Er nú allt orðið ofbeldi? Má maður ekkert lengur? Það er ofbeldi þegar ríkt fólk sem hefur allt í hendi sér; peningaöfl, fjölmiðla, menningarstefnu, kvótakerfi, skattaparadísir, vopnaflutninga, flóttamannastefnu og hver stjórnar verðinu á vændi á vændi og eiturlyfjum? Og hver á 17. júní? Víkingasveitin,“ sagði Elísabet. Sophia Silovic er trúnaðarkona og þerna á einu hótelanna og sendi atvinnurekendum ákúru með von um að þeir upplifðu hvernig störf þerna eru þegar þeir gengju í störf þeirra í dag. „Við værum ekki hér í dag nema vegan þess að við höfum verið særð. Ég vona, ég vona innilega, að stjórnenedur og eigendur þeirra hótela sem við gengum út af í dag svitni mikið eins og við gerum á hverjum degi. Ég vona að þeir séu ringlaðir að reyna að leysa úr þeim flækjum sem þeir hafa valdið sjálfum sér,“ sagði Silovic. Rúnar Björn Herrera formaður NPA, notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, minntist orða Katrínar Jakobsdóttur á þingi þegar hún var í stjórnarandstöðu. Þá hafi hún sagt að það ætti ekki að láta fátækt fólk bíða eftir leiðréttingu sinna mála. „Þegar lágtekjufólk og lífeyrisþegar eru beðin að bíða eftir réttlætinu þá er verið að neita þeim um réttlætið. Nú vona ég að forsætisráðherrann vilji einnig gera þessi orð að sínum. Við erum alla vega enn að bíða,“ sagði Rúnar Björn. Sólveig Anna sló svo botninn í ræðuhöld á útifundinum. „Staðan er að breytast. Nú munum við ekki líða þetta ástand lengur. Við munum ekki líða að þeir ríku haldi áfram að safna auði frá störfum okkar,“ sagði formaður Eflingar.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira