Fyrrum NFL-leikmaðurinn Kellen Winslow er kominn aftur í steininn og mun dúsa þar lengi enda með margar kærur á bakinu.
Honum var stungið aftur í steininn í upphafi vikunnar en hann hafði gengið laus á reynslulausn. Winslow braut gegn 77 ára gamalli konu í líkamsræktarstöð. Hann snerti sjálfa sig fyrir framan hana og þuklaði svo á henni í heitum potti.
Winslow slapp á reynslulausn síðasta sumar en nokkrum dögum síðar hrundu inn sex kærur um kynferðislega glæpi. Allar gegn eldri konum.
Hann hefur verið kærður um að nauðga tveimur konum á sextugsaldri og einnig fyrir að brjótast inn til tveggja kvenna með það í huga að nauðga þeim. Þær eru 71 og 86 ára gamlar. Svo var hann einnig kærður fyrir að bera sig fyrir konum á sextugsaldri.
Hinn 35 ára gamli Winslow var fyrst kærður fyrir nauðgun er hann var 19 ára gamall. Hann lék í NFL-deildinni frá 2004 til 2013. Hann spilaði með Cleveland, Tampa Bay, Seattle, New England og NY Jets sem innherji.

