Að missa barn úr fíkniefnaneyslu er einu barni of mikið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. mars 2019 18:12 Félags- og barnamálaráðherra ætlar að leggja fram tillögur til breytinga á barnaverndarkerfinu sem meðal annars gera það að verkum að hægt verði að grípa hraðar og fastar inni þegar börn og ungmenni leiðast út í fíkniefnaneyslu. Hann segir að hvert barn sem að við missum út af braut í lífinu með þessum hætti sé einu barni of mikið.Sjá einnig:Fleiri ungmenni sprauta sig í æð Fréttastofan hefur fjallað um fíknivanda barna og ungmenna en helmingi fleiri unglingar yngri en 18 ára höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við árin þar á undan. Þá hafa þrefalt fleiri ungmenni á aldrinum átján til tuttugu ára leitað til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið þar á undan. Forvarnaraðilar segja ástandið grafalvarlegt og tekur félags og barnamálaráðherra undir áhyggjur Barnaverndarstofu, SÁÁ og Rauða krossins.Ásmundur Einar Daðason.Vísir/Stöð 2„Þetta er ofsalega dapurlegt og ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að samfélagið í heild taki höndum saman til þess að, bæði að bregðast hratt við þegar það snýr að meðferðum og öðru og eins gagnvart forvörnum, sagði Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra í samtali við fréttastofu nú síðdegis.Áformað að styrkja meðferðarhlutann enn frekar Ásmundur segir að áformað sé að styrkja enn frekar meðferðarhlutann meðal annars í framkvæmdaáætlun um barnavernd sem ráðherra ætlar að leggja fram á næstu vikum, en með breytingum á barnaverndarkerfinu er meðal annars til skoðunar með hvaða hætti er hægt grípa hraðar og fastar inni þegar börn og ungmenni eru í neyslu. „Heilt yfir held ég að við þurfum bara almennt að auka framboð á úrræðum til ungs fólks sem að leitar sér aðstoðar. Það er það sem við höfum verið að leita eftir að gera, bæði með því að vera styrkja við ný úrræði. Styrkja við úrræði eins og Hugarafl og fleiri aðila þannig að við getum gripið þessa krakka þegar að þau leita sér hjálpar og hjálpin og aðstoðin sé nærri,“ segir Ásmundur. Starfsmenn Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnið Rauða krossins á Íslandi að störfum í miðborginniVísir/Stöð 2Að missa ungan einstakling út af braut í lífinu með þessum hætti er einu barni of mikið Aldurshópurinn 18-20 ára, sem í raun er fallinn út úr eftirliti og út úr barnaverndarkerfinu er til sérstakrar skoðunar hjá ráðuneytinu. „Samkvæmt barnaverndarlögum að þá er heimilt að fylgja einstaklingum eftir sem hafa byrjað meðferð áður en þeir verða átján ára. Þetta er eitt af því sem við erum að skoða núna,“ segir Ásmundur. Til skoðunar er með hvaða hætti er hægt að bjóða úrræði innan barnaverndarkerfisins lengur heldur en orðið er. „Það er þannig að hvert barn sem að við missum og ungur einstaklingur sem að við missum út af braut í lífinu með þessum hætti að það er einu barni of mikið,“ segir Ásmundur. Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þrefalt fleiri ungmenni leita til Frú Ragnheiðar til að fá hreinan sprautubúnað Þrefalt fleiri ungmenni, á aldrinum átján til tuttugu ára, sem sprauta vímuefnum í æð leituðu til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið 2017. 19. mars 2019 11:00 Fleiri ungmenni sprauta sig í æð Fimmtíu og sex ungmenni, undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð og er um vaxandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi. Þá sé regluleg sprautufíkn að aukast almennt en hátt í þrjú hundruð manns sem komu á Vog í fyrra tilheyra þeim hópi. 17. mars 2019 22:15 Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. 18. mars 2019 19:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra ætlar að leggja fram tillögur til breytinga á barnaverndarkerfinu sem meðal annars gera það að verkum að hægt verði að grípa hraðar og fastar inni þegar börn og ungmenni leiðast út í fíkniefnaneyslu. Hann segir að hvert barn sem að við missum út af braut í lífinu með þessum hætti sé einu barni of mikið.Sjá einnig:Fleiri ungmenni sprauta sig í æð Fréttastofan hefur fjallað um fíknivanda barna og ungmenna en helmingi fleiri unglingar yngri en 18 ára höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við árin þar á undan. Þá hafa þrefalt fleiri ungmenni á aldrinum átján til tuttugu ára leitað til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið þar á undan. Forvarnaraðilar segja ástandið grafalvarlegt og tekur félags og barnamálaráðherra undir áhyggjur Barnaverndarstofu, SÁÁ og Rauða krossins.Ásmundur Einar Daðason.Vísir/Stöð 2„Þetta er ofsalega dapurlegt og ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að samfélagið í heild taki höndum saman til þess að, bæði að bregðast hratt við þegar það snýr að meðferðum og öðru og eins gagnvart forvörnum, sagði Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra í samtali við fréttastofu nú síðdegis.Áformað að styrkja meðferðarhlutann enn frekar Ásmundur segir að áformað sé að styrkja enn frekar meðferðarhlutann meðal annars í framkvæmdaáætlun um barnavernd sem ráðherra ætlar að leggja fram á næstu vikum, en með breytingum á barnaverndarkerfinu er meðal annars til skoðunar með hvaða hætti er hægt grípa hraðar og fastar inni þegar börn og ungmenni eru í neyslu. „Heilt yfir held ég að við þurfum bara almennt að auka framboð á úrræðum til ungs fólks sem að leitar sér aðstoðar. Það er það sem við höfum verið að leita eftir að gera, bæði með því að vera styrkja við ný úrræði. Styrkja við úrræði eins og Hugarafl og fleiri aðila þannig að við getum gripið þessa krakka þegar að þau leita sér hjálpar og hjálpin og aðstoðin sé nærri,“ segir Ásmundur. Starfsmenn Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnið Rauða krossins á Íslandi að störfum í miðborginniVísir/Stöð 2Að missa ungan einstakling út af braut í lífinu með þessum hætti er einu barni of mikið Aldurshópurinn 18-20 ára, sem í raun er fallinn út úr eftirliti og út úr barnaverndarkerfinu er til sérstakrar skoðunar hjá ráðuneytinu. „Samkvæmt barnaverndarlögum að þá er heimilt að fylgja einstaklingum eftir sem hafa byrjað meðferð áður en þeir verða átján ára. Þetta er eitt af því sem við erum að skoða núna,“ segir Ásmundur. Til skoðunar er með hvaða hætti er hægt að bjóða úrræði innan barnaverndarkerfisins lengur heldur en orðið er. „Það er þannig að hvert barn sem að við missum og ungur einstaklingur sem að við missum út af braut í lífinu með þessum hætti að það er einu barni of mikið,“ segir Ásmundur.
Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þrefalt fleiri ungmenni leita til Frú Ragnheiðar til að fá hreinan sprautubúnað Þrefalt fleiri ungmenni, á aldrinum átján til tuttugu ára, sem sprauta vímuefnum í æð leituðu til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið 2017. 19. mars 2019 11:00 Fleiri ungmenni sprauta sig í æð Fimmtíu og sex ungmenni, undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð og er um vaxandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi. Þá sé regluleg sprautufíkn að aukast almennt en hátt í þrjú hundruð manns sem komu á Vog í fyrra tilheyra þeim hópi. 17. mars 2019 22:15 Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. 18. mars 2019 19:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Þrefalt fleiri ungmenni leita til Frú Ragnheiðar til að fá hreinan sprautubúnað Þrefalt fleiri ungmenni, á aldrinum átján til tuttugu ára, sem sprauta vímuefnum í æð leituðu til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, árið 2018 miðað við árið 2017. 19. mars 2019 11:00
Fleiri ungmenni sprauta sig í æð Fimmtíu og sex ungmenni, undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð og er um vaxandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi. Þá sé regluleg sprautufíkn að aukast almennt en hátt í þrjú hundruð manns sem komu á Vog í fyrra tilheyra þeim hópi. 17. mars 2019 22:15
Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. 18. mars 2019 19:15