Alfreð: Getur sest á sálina að vinna ekki í langan tíma Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 19. mars 2019 18:01 Alfreð Finnbogason er í leikmannahópi Íslands sem mætir Andorra og Frakklandi í fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM 2020. En það stóð tæpt þar sem að Alfreð hefur verið að glíma við meiðsli og hefur lítið spilað með liði sínu, Augsburg í Þýskalandi, síðustu vikurnar. „Þetta leit ekkert allt of vel út fyrir síðustu helgi. Mér fannst að ég þyrfti að spila einn leik með mínu félagsliði áður en ég gæti gefið kost á mér í landsliðið. Sem betur fer tókst það, ég náði 60 mínútum með Augsuburg um helgina. Það var gott fyrsta skref fyrir mig og við unnum leikinn,“ sagði Alfreð. „Ég kem því hingað með jákvæða strauma, þó svo að ég sé ekki kominn á fullt. Ég mun þó allavega leggja allt sem ég get af mörkum í þessum leik.“ Alfreð segir að það sé í höndum þjálfaranna að ákveða hversu mikið hann spilar en það sé ljóst að hann sé ekki kominn í sitt besta form. „Það væri kannski fullgeyst fyrir mig að byrja tvo leiki á þremur dögum. Við munum því bara skoða hver staðan er þegar líður á vikunni,“ sagði Alfreð en í dag var Viðar Örn Kjartansson kallaður í íslenska landsliðshópinn. Það var þó enginn sem datt út.Alfreð Finnbogason.Getty/ Michael ReganGott að fá annan markaskorara „Satt best að segja veit ég ekki ástæðuna fyrir því að hann var kallaður inn. Við höfum ekki hitt þjálfarana eftir að þetta var tilkynnt. Það er allavega ekkert tengt mér - mér líður vel og er heill. En ég held að það skemmi ekki fyrir að fá einn markaskorara í viðbót í hópinn.“ Alfreð segir að það sé afar góð stemning í landsliðshópnum fyrir nýju verkefni. „Ég finn að menn eru hungraðir að byrja. Þetta hefur verið löng bið og þetta var erfitt haust. Við viljum breyta umtalinu og að það fari að snúast um að við séum að vinna leiki og standa okkur vel. Það er allt í okkar höndum og gríðarlega mikilvægt að byrja þessa undankeppni vel, gegn erfiðum andstæðingi sem við eigum og ætlum að vinna.“Verð ánægður þegar við vinnum á föstudag Ísland hefur ekki unnið leik í fjórtán mánuði og ekki unnið keppnisleik síðan Ísland tryggði sæti sitt á HM í Rússlandi með sigri á Kósóvó á Laugardalsvelli haustið 2017. „Ég verð mjög ánægður þegar við vinnum á föstudaginn og þurfum ekki að svara fyrir þetta lengur. Það er alveg satt, þetta getur sest á sálinu og það pirrar okkur að fara í gegnum heilt fótboltaár án þess að vinna leik,“ sagði Alfreð. „Það er ekki hægt að fela sig á bak við neitt þar. Við viljum gera betur. Nú erum við með nokkra nýja leikmenn og nýjan þjálfara þrátt fyrir að kjarninn sé enn sá sami og áður. Með þessum hópi höfum við unnið fullt af góðum liðum í gegnum árin. Mín trú á þessu liði er slík að ég tel að við munum halda áfram að koma á óvart.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27 Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04 Allir með á æfingu í Peralada Nýr styrktarþjálfari stýrði upphitun fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Spáni í dag. 19. mars 2019 11:30 Sigur hjá Alfreð og félögum Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg báru sigur úr býtum gegn Hannover eftir endurkomu á lokamínútunum í leiknum. 16. mars 2019 16:30 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Alfreð Finnbogason er í leikmannahópi Íslands sem mætir Andorra og Frakklandi í fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM 2020. En það stóð tæpt þar sem að Alfreð hefur verið að glíma við meiðsli og hefur lítið spilað með liði sínu, Augsburg í Þýskalandi, síðustu vikurnar. „Þetta leit ekkert allt of vel út fyrir síðustu helgi. Mér fannst að ég þyrfti að spila einn leik með mínu félagsliði áður en ég gæti gefið kost á mér í landsliðið. Sem betur fer tókst það, ég náði 60 mínútum með Augsuburg um helgina. Það var gott fyrsta skref fyrir mig og við unnum leikinn,“ sagði Alfreð. „Ég kem því hingað með jákvæða strauma, þó svo að ég sé ekki kominn á fullt. Ég mun þó allavega leggja allt sem ég get af mörkum í þessum leik.“ Alfreð segir að það sé í höndum þjálfaranna að ákveða hversu mikið hann spilar en það sé ljóst að hann sé ekki kominn í sitt besta form. „Það væri kannski fullgeyst fyrir mig að byrja tvo leiki á þremur dögum. Við munum því bara skoða hver staðan er þegar líður á vikunni,“ sagði Alfreð en í dag var Viðar Örn Kjartansson kallaður í íslenska landsliðshópinn. Það var þó enginn sem datt út.Alfreð Finnbogason.Getty/ Michael ReganGott að fá annan markaskorara „Satt best að segja veit ég ekki ástæðuna fyrir því að hann var kallaður inn. Við höfum ekki hitt þjálfarana eftir að þetta var tilkynnt. Það er allavega ekkert tengt mér - mér líður vel og er heill. En ég held að það skemmi ekki fyrir að fá einn markaskorara í viðbót í hópinn.“ Alfreð segir að það sé afar góð stemning í landsliðshópnum fyrir nýju verkefni. „Ég finn að menn eru hungraðir að byrja. Þetta hefur verið löng bið og þetta var erfitt haust. Við viljum breyta umtalinu og að það fari að snúast um að við séum að vinna leiki og standa okkur vel. Það er allt í okkar höndum og gríðarlega mikilvægt að byrja þessa undankeppni vel, gegn erfiðum andstæðingi sem við eigum og ætlum að vinna.“Verð ánægður þegar við vinnum á föstudag Ísland hefur ekki unnið leik í fjórtán mánuði og ekki unnið keppnisleik síðan Ísland tryggði sæti sitt á HM í Rússlandi með sigri á Kósóvó á Laugardalsvelli haustið 2017. „Ég verð mjög ánægður þegar við vinnum á föstudaginn og þurfum ekki að svara fyrir þetta lengur. Það er alveg satt, þetta getur sest á sálinu og það pirrar okkur að fara í gegnum heilt fótboltaár án þess að vinna leik,“ sagði Alfreð. „Það er ekki hægt að fela sig á bak við neitt þar. Við viljum gera betur. Nú erum við með nokkra nýja leikmenn og nýjan þjálfara þrátt fyrir að kjarninn sé enn sá sami og áður. Með þessum hópi höfum við unnið fullt af góðum liðum í gegnum árin. Mín trú á þessu liði er slík að ég tel að við munum halda áfram að koma á óvart.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27 Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04 Allir með á æfingu í Peralada Nýr styrktarþjálfari stýrði upphitun fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Spáni í dag. 19. mars 2019 11:30 Sigur hjá Alfreð og félögum Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg báru sigur úr býtum gegn Hannover eftir endurkomu á lokamínútunum í leiknum. 16. mars 2019 16:30 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27
Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04
Allir með á æfingu í Peralada Nýr styrktarþjálfari stýrði upphitun fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Spáni í dag. 19. mars 2019 11:30
Sigur hjá Alfreð og félögum Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg báru sigur úr býtum gegn Hannover eftir endurkomu á lokamínútunum í leiknum. 16. mars 2019 16:30