Hátíðartónleikarnir hápunktur afmælisársins Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2019 14:03 Tónleikarnir fara fram í Ísafjarðarkirkju fimmtudaginn 21. mars klukkan 20 og í Langholtskirkju í Reykjavík sunnudaginn 24. mars klukkan 14. Tónlistarskóli Ísafjarðar Tónlistarskóli Ísafjarðar fagnar um þessar mundir 70 ára afmæli og hefur af því tilefni staðið fyrir fjölmörgum tónlistarviðburðum. Hápunktur afmælisársins er svo í þessari viku þegar haldnir verða tvennir hátíðartónleikar, á Ísafirði á fimmtudag og í Reykjavík á sunnudag. Ungverska kammersveitin Müvak, hátíðarkór Tónlistarskóla Ísafjarðar og einsöngvarar sem allir eru fyrrum eða núverandi nemendur skólans auk kennara munu flytja fjölbreytt létt og skemmtileg verk. „Við fengum þessa hugmynd fyrir þremur árum þegar nokkrir nemendur og kennarar skólans tóku þátt í sumarakademíu Tónlistarháskólans í Szeged í Ungverjalandi. Á lokahátíð akademíunnar spilaði þessi frábæra hljómsveit, Müvak, og við vissum að við yrðum að fá hana til að spila á Íslandi,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar. „Undirbúningur fyrir tónleikana hefur legið á margra höndum og það er ævintýri líkast hversu samhentir ólíkir einstkalingar verða þegar markmiðið er að auðga litla samfélagið okkar hér á Ísafirði,“ segir Ingunn. Yfirskrift tónleikanna er chacun à son goût (i. hver hefur sinn smekk) sem vísar í óperettuna Leðurblökuna eftir Strauss, en á efnisskrá tónleikanna eru einmitt þrjú verk úr óperettunni. Þar má einnig finna lög úr vinsælum söngleikjum á borð við Óliver og Hamilton. „Við vildum endilega halda tónleikana bæði á Ísafirði og í Reykjavík til að sem flestir fengju tækifæri til að fagna afmælinu með okkur og auðvitað njóta þessarar skemmtilegu tónlistar í flutningi frábærra listamanna,“ segir Ingunn. Tónleikarnir fara fram í Ísafjarðarkirkju fimmtudaginn 21. mars klukkan 20 og í Langholtskirkju í Reykjavík sunnudaginn 24. mars klukkan 14. Heiðursgestur tónleikanna í Reykjavík er frú Eliza Reid, forsetafrú. Ísafjarðarbær Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Tónlistarskóli Ísafjarðar fagnar um þessar mundir 70 ára afmæli og hefur af því tilefni staðið fyrir fjölmörgum tónlistarviðburðum. Hápunktur afmælisársins er svo í þessari viku þegar haldnir verða tvennir hátíðartónleikar, á Ísafirði á fimmtudag og í Reykjavík á sunnudag. Ungverska kammersveitin Müvak, hátíðarkór Tónlistarskóla Ísafjarðar og einsöngvarar sem allir eru fyrrum eða núverandi nemendur skólans auk kennara munu flytja fjölbreytt létt og skemmtileg verk. „Við fengum þessa hugmynd fyrir þremur árum þegar nokkrir nemendur og kennarar skólans tóku þátt í sumarakademíu Tónlistarháskólans í Szeged í Ungverjalandi. Á lokahátíð akademíunnar spilaði þessi frábæra hljómsveit, Müvak, og við vissum að við yrðum að fá hana til að spila á Íslandi,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar. „Undirbúningur fyrir tónleikana hefur legið á margra höndum og það er ævintýri líkast hversu samhentir ólíkir einstkalingar verða þegar markmiðið er að auðga litla samfélagið okkar hér á Ísafirði,“ segir Ingunn. Yfirskrift tónleikanna er chacun à son goût (i. hver hefur sinn smekk) sem vísar í óperettuna Leðurblökuna eftir Strauss, en á efnisskrá tónleikanna eru einmitt þrjú verk úr óperettunni. Þar má einnig finna lög úr vinsælum söngleikjum á borð við Óliver og Hamilton. „Við vildum endilega halda tónleikana bæði á Ísafirði og í Reykjavík til að sem flestir fengju tækifæri til að fagna afmælinu með okkur og auðvitað njóta þessarar skemmtilegu tónlistar í flutningi frábærra listamanna,“ segir Ingunn. Tónleikarnir fara fram í Ísafjarðarkirkju fimmtudaginn 21. mars klukkan 20 og í Langholtskirkju í Reykjavík sunnudaginn 24. mars klukkan 14. Heiðursgestur tónleikanna í Reykjavík er frú Eliza Reid, forsetafrú.
Ísafjarðarbær Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið