Togstreita ljóss og myrkurs, en hvað svo? Jónas Sen skrifar 19. mars 2019 07:15 Tónlist Karólínu Eiríksdóttur var einbeitt og full af ákafa, segir gagnrýnandi. Verk eftir Karólínu Eiríksdóttur, Þorstein Hauksson, Önnu Þorvaldsdóttur og John A. Speight. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék. Anna-Maria Helsing stjórnaði. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 14. mars Frægasta tokkata tónbókmenntanna er án efa Tokkata og fúga í d-moll eftir Bach. Hún lék stórt hlutverk í Fantasíu Walts Disney, þessari gömlu. Í Fantasíu sá maður fiðluboga svífa uppi í skýjuðum himni í hljómfalli við tokkötu Bachs. Upplifunin á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið var ekki eins ævintýraleg, en dagskráin byrjaði einmitt á tokkötu, að þessu sinni eftir Karólínu Eiríksdóttur. Engir fiðlubogar svifu í loftinu, en tónlistin var þrátt fyrir það afar skemmtileg. Kraftmiklir slagverkskaflar kölluðust á við langa hljóma, sem í fyrstu voru fábrotnir og naktir, en tóku mjög fljótt á sig þykkari áferð. Í heild var tónlistin einbeitt og full af ákafa, nánast þráhyggjukennd. Leikur hjómsveitarinnar var glæsilegur undir stjórn Önnu-Mariu Helsing. Slagverkið var nákvæmt og kröftugt, þykku hljómarnir mótaðir af nostursemi. Næsta verk á efnisskránni orkaði meira tvímælis. Þetta var sinfónía nr. 2 eftir Þorstein Hauksson. Hún var í átta köflum sem allir munu hafa verið innblásnir af japönskum hækum. Í takt við það var yfirbragð tónlistarinnar austurlenskt á einhvern óljósan máta. Harpa, selesta og skylt slagverk var áberandi, sem skapaði framandi andrúmsloft. Megináherslan var á mýkt og fíngerð blæbrigði; hið smáa var í forgrunni, en lítið um stóra drætti. Útkoman var ávallt áhugaverð, en samt nokkuð sundurlaus. Það vantaði heildarmynd, þráð sem tengdi stuttu kaflana. Tónlistin var meira eins og safn af smáverkum fremur en sinfónía – og svo var hún allt í einu búin. Endirinn var óneitanlega snubbóttur. Eftir hlé var komið að Illumine eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Þar tókust á tvær andstæður, annars vegar kyrrir, tærir hljómar; hins vegar falskir tónar. Í tónleikaskránni stóð að verkið byggist á hugmyndinni um togstreitu ljóss og myrkur, og það var auðheyrt á tónleikunum. Úrvinnslan var þó alltaf mjög einföld, það gerðist ekki mikið, þetta var stemningsverk frekar en frásögn. Ekki var laust við að maður hugsaði: Og hvað svo? Lokatónsmíðin var sinfónía nr. 5 eftir John A. Speight. Ólík þeirri á undan var tónmálið viðburðaríkt, sífellt var eitthvað að gerast, framvindan var hröð og þrungin ákefð. Tónskáldið skrifaði af mikilli kunnáttu fyrir hljómsveitina, raddsetningin var litrík og rafmögnuð. Heildarbyggingin var samt ekki nægilega vel heppnuð. Aðalkaflarnir voru fjórir og þeir voru allir ágætlega skrifaðir. Inn á milli voru aftur á móti þrjú millispil, hugsuð sem mótvægi við hraðann og ofsann í meginþáttunum. Millispilin voru dapurlegir einleiksþættir, þ.e. eitt hljóðfæri var í aðalhlutverki, en undirleikurinn aðeins ofurveikur þytur. Laglínurnar voru fráhrindandi og samspil þeirra við niðinn í restinni af hljómsveitinni var ekki áhrifaríkt. Niðurinn gerði ekkert fyrir laglínuna. Útkoman var því ekki eins og flott og hún hefði getað verið. Almennt talað var leikur hljómsveitarinnar góður á tónleikunum. Eitt millispilið í síðasta verkinu hálfpartinn misheppnaðist reyndar, en það var ekki hreint. Í það heila var spilamennskan þó snörp og nákvæm, heildarhljómurinn samtaka og í góðu jafnvægi. Verst að það dugði sjaldnast til. Jónas Sen Niðurstaða: Áhugaverð en ekki gallalaus dagskrá. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Verk eftir Karólínu Eiríksdóttur, Þorstein Hauksson, Önnu Þorvaldsdóttur og John A. Speight. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék. Anna-Maria Helsing stjórnaði. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 14. mars Frægasta tokkata tónbókmenntanna er án efa Tokkata og fúga í d-moll eftir Bach. Hún lék stórt hlutverk í Fantasíu Walts Disney, þessari gömlu. Í Fantasíu sá maður fiðluboga svífa uppi í skýjuðum himni í hljómfalli við tokkötu Bachs. Upplifunin á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið var ekki eins ævintýraleg, en dagskráin byrjaði einmitt á tokkötu, að þessu sinni eftir Karólínu Eiríksdóttur. Engir fiðlubogar svifu í loftinu, en tónlistin var þrátt fyrir það afar skemmtileg. Kraftmiklir slagverkskaflar kölluðust á við langa hljóma, sem í fyrstu voru fábrotnir og naktir, en tóku mjög fljótt á sig þykkari áferð. Í heild var tónlistin einbeitt og full af ákafa, nánast þráhyggjukennd. Leikur hjómsveitarinnar var glæsilegur undir stjórn Önnu-Mariu Helsing. Slagverkið var nákvæmt og kröftugt, þykku hljómarnir mótaðir af nostursemi. Næsta verk á efnisskránni orkaði meira tvímælis. Þetta var sinfónía nr. 2 eftir Þorstein Hauksson. Hún var í átta köflum sem allir munu hafa verið innblásnir af japönskum hækum. Í takt við það var yfirbragð tónlistarinnar austurlenskt á einhvern óljósan máta. Harpa, selesta og skylt slagverk var áberandi, sem skapaði framandi andrúmsloft. Megináherslan var á mýkt og fíngerð blæbrigði; hið smáa var í forgrunni, en lítið um stóra drætti. Útkoman var ávallt áhugaverð, en samt nokkuð sundurlaus. Það vantaði heildarmynd, þráð sem tengdi stuttu kaflana. Tónlistin var meira eins og safn af smáverkum fremur en sinfónía – og svo var hún allt í einu búin. Endirinn var óneitanlega snubbóttur. Eftir hlé var komið að Illumine eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Þar tókust á tvær andstæður, annars vegar kyrrir, tærir hljómar; hins vegar falskir tónar. Í tónleikaskránni stóð að verkið byggist á hugmyndinni um togstreitu ljóss og myrkur, og það var auðheyrt á tónleikunum. Úrvinnslan var þó alltaf mjög einföld, það gerðist ekki mikið, þetta var stemningsverk frekar en frásögn. Ekki var laust við að maður hugsaði: Og hvað svo? Lokatónsmíðin var sinfónía nr. 5 eftir John A. Speight. Ólík þeirri á undan var tónmálið viðburðaríkt, sífellt var eitthvað að gerast, framvindan var hröð og þrungin ákefð. Tónskáldið skrifaði af mikilli kunnáttu fyrir hljómsveitina, raddsetningin var litrík og rafmögnuð. Heildarbyggingin var samt ekki nægilega vel heppnuð. Aðalkaflarnir voru fjórir og þeir voru allir ágætlega skrifaðir. Inn á milli voru aftur á móti þrjú millispil, hugsuð sem mótvægi við hraðann og ofsann í meginþáttunum. Millispilin voru dapurlegir einleiksþættir, þ.e. eitt hljóðfæri var í aðalhlutverki, en undirleikurinn aðeins ofurveikur þytur. Laglínurnar voru fráhrindandi og samspil þeirra við niðinn í restinni af hljómsveitinni var ekki áhrifaríkt. Niðurinn gerði ekkert fyrir laglínuna. Útkoman var því ekki eins og flott og hún hefði getað verið. Almennt talað var leikur hljómsveitarinnar góður á tónleikunum. Eitt millispilið í síðasta verkinu hálfpartinn misheppnaðist reyndar, en það var ekki hreint. Í það heila var spilamennskan þó snörp og nákvæm, heildarhljómurinn samtaka og í góðu jafnvægi. Verst að það dugði sjaldnast til. Jónas Sen Niðurstaða: Áhugaverð en ekki gallalaus dagskrá.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið