Leita manns í tengslum við árásina í Utrecht Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2019 13:41 Lögregla birti þessa mynd af manninum sem lýst er eftir. Mynd/Lögreglan í Utrecht Lögregla í Utrecht lýsir eftir manni á fertugsaldri í tengslum við mannskæða skotárás í hollensku borginni Utrecht í morgun. Að minnsta kosti einn lést í árásinni og sex eru særðir. Maðurinn, hinn 37 ára Gökmen Tanis, er fæddur í Tyrklandi. Í tilkynningu frá lögreglu er almenningur beðinn um að tilkynna strax um ferðir mannsins, sjáist til hans, en fólki er ráðið frá því að nálgast hann. Með tilkynningunni fylgir mynd af manninum sem virðist tekin úr öryggismyndavél í sporvagni.De politie vraagt u uit te kijken naar de 37-jarige Gökman Tanis (geboren in Turkije) in verband met het incident vanmorgen aan het #24oktoberplein in Utrecht. Benader hem niet zelf maar bel direct de opsporingstiplijn 0800-6070 pic.twitter.com/QZ88s3Wl0k— Politie Utrecht (@PolitieUtrecht) March 18, 2019 Árásarmaðurinn er enn á flótta undan lögreglu eftir að hann hóf skothríð um klukkan 9:45 að íslenskum tíma, eða 10:45 að hollenskum tíma, á brautarstöð við 24 Oktoberplein. Lögregla hefur ekki staðfest að maðurinn sem lýst er eftir sé grunaður um að hafa framið árásina.Sjá einnig: Óþægilegt að vita af vinkonu á vettvangi árásarinnar í Utrecht Mikill viðbúnaður er í Utrecht en lögregla útilokar ekki að um hryðjuverk sé að ræða. Þá hefur viðbúnaðarstig verið aukið í Hollandi, þar á meðal í skólum og á flugvöllum. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, hefur verið gagnrýndur fyrir að sýna stuðningsmönnum sínum á kosningafundum hluta af myndbandi sem ástralskur hryðjuverkamaður tók upp þegar hann skaut um fimmtíu manns til bana og særði tugi til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafði hvatt fólk til að deila ekki myndefninu sem fór engu að síður í mikla dreifingu á netinu.Breska ríkisútvarpið BBC segir að með því að sýna myndefnið frá morðingjanum hafi vakað fyrir Erdogan að hleypa stuðningsmönnum sínum kapp í kinn fyrir sveitarstjórnarkosningar síðar í þessum mánuði og fordæma andúð á múslimum í heiminum og viðbrögð vestrænna ríkja við henni. Holland Tengdar fréttir Óþægilegt að vita af vinkonu á vettvangi árásarinnar í Utrecht Íslenskur námsmaður í Utrecht segir borgina afar friðsæla og því hafi fréttir af árásinni komið á óvart. 18. mars 2019 12:18 Minnst einn sagður látinn í skotárás í Hollandi Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu og viðbúnaðarstig hefur verið aukið víða. 18. mars 2019 10:52 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Lögregla í Utrecht lýsir eftir manni á fertugsaldri í tengslum við mannskæða skotárás í hollensku borginni Utrecht í morgun. Að minnsta kosti einn lést í árásinni og sex eru særðir. Maðurinn, hinn 37 ára Gökmen Tanis, er fæddur í Tyrklandi. Í tilkynningu frá lögreglu er almenningur beðinn um að tilkynna strax um ferðir mannsins, sjáist til hans, en fólki er ráðið frá því að nálgast hann. Með tilkynningunni fylgir mynd af manninum sem virðist tekin úr öryggismyndavél í sporvagni.De politie vraagt u uit te kijken naar de 37-jarige Gökman Tanis (geboren in Turkije) in verband met het incident vanmorgen aan het #24oktoberplein in Utrecht. Benader hem niet zelf maar bel direct de opsporingstiplijn 0800-6070 pic.twitter.com/QZ88s3Wl0k— Politie Utrecht (@PolitieUtrecht) March 18, 2019 Árásarmaðurinn er enn á flótta undan lögreglu eftir að hann hóf skothríð um klukkan 9:45 að íslenskum tíma, eða 10:45 að hollenskum tíma, á brautarstöð við 24 Oktoberplein. Lögregla hefur ekki staðfest að maðurinn sem lýst er eftir sé grunaður um að hafa framið árásina.Sjá einnig: Óþægilegt að vita af vinkonu á vettvangi árásarinnar í Utrecht Mikill viðbúnaður er í Utrecht en lögregla útilokar ekki að um hryðjuverk sé að ræða. Þá hefur viðbúnaðarstig verið aukið í Hollandi, þar á meðal í skólum og á flugvöllum. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, hefur verið gagnrýndur fyrir að sýna stuðningsmönnum sínum á kosningafundum hluta af myndbandi sem ástralskur hryðjuverkamaður tók upp þegar hann skaut um fimmtíu manns til bana og særði tugi til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafði hvatt fólk til að deila ekki myndefninu sem fór engu að síður í mikla dreifingu á netinu.Breska ríkisútvarpið BBC segir að með því að sýna myndefnið frá morðingjanum hafi vakað fyrir Erdogan að hleypa stuðningsmönnum sínum kapp í kinn fyrir sveitarstjórnarkosningar síðar í þessum mánuði og fordæma andúð á múslimum í heiminum og viðbrögð vestrænna ríkja við henni.
Holland Tengdar fréttir Óþægilegt að vita af vinkonu á vettvangi árásarinnar í Utrecht Íslenskur námsmaður í Utrecht segir borgina afar friðsæla og því hafi fréttir af árásinni komið á óvart. 18. mars 2019 12:18 Minnst einn sagður látinn í skotárás í Hollandi Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu og viðbúnaðarstig hefur verið aukið víða. 18. mars 2019 10:52 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Óþægilegt að vita af vinkonu á vettvangi árásarinnar í Utrecht Íslenskur námsmaður í Utrecht segir borgina afar friðsæla og því hafi fréttir af árásinni komið á óvart. 18. mars 2019 12:18
Minnst einn sagður látinn í skotárás í Hollandi Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu og viðbúnaðarstig hefur verið aukið víða. 18. mars 2019 10:52