Fundaði með fulltrúum Landsréttar og dómstólasýslunnar síðdegis í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. mars 2019 21:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra fundaði í dag með fulltrúum Landsréttar, dómstólasýslunnar og sérfræðingum dómsmálaráðuneytisins um næstu skref vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll á þriðjudaginn. Líkt og kunnugt er var ákveðið að fresta öllum dómsmálum í Landsrétti út þessa viku en í tilkynningu sem Landsréttur sendi frá sér í morgun kemur fram að frá og með mánudegi í næstu viku muni aðeins ellefu dómarar sinna dómstörfum. Dómararnir fjórir, sem voru ekki meðal þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við réttinn, munu þannig að svo stöddu ekki taka þátt í dómstörfum. Þá hefur dómstólasýslan farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að ráðuneytið hlutist til um lagabreytingu sem myndi heimila fjölgun dómara við Landsrétt. Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands segir ljóst að enn sé uppi ákveðin óvissa um framhaldið. „Ég teldi skynsamlegt eins og staðan er núna að reyna að fá það á hreint hvort dómstóllinn tekur málið fyrir í yfirdeild og það er niðurstaða sem gæti legið fyrir kannski eftir nokkra mánuði,“ segir Björg. Hægt væri að brúa bilið fram að þeim tíma með því að það fjórir nýjir verði settir dómarar við réttinn í millitíðinni. „Mér finnst kannski óþarfi að grípa til varanlegra lausna núna þegar það er ekki endilega vitað hver verður niðurstaða yfirdeildar.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Kalla eftir fjölgun dómara við Landsrétt Dómstólasýslan hefur farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að ráðuneytið hlutist til um lagabreytingu sem myndi heimila fjölgun dómara við Landsrétt. 15. mars 2019 18:43 Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Sigríður afhenti Þórdísi lyklana að ráðuneytinu Treystir Þórdísi vel til að skapa frið um dómsmálaráðuneytið. 15. mars 2019 13:12 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra fundaði í dag með fulltrúum Landsréttar, dómstólasýslunnar og sérfræðingum dómsmálaráðuneytisins um næstu skref vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem féll á þriðjudaginn. Líkt og kunnugt er var ákveðið að fresta öllum dómsmálum í Landsrétti út þessa viku en í tilkynningu sem Landsréttur sendi frá sér í morgun kemur fram að frá og með mánudegi í næstu viku muni aðeins ellefu dómarar sinna dómstörfum. Dómararnir fjórir, sem voru ekki meðal þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við réttinn, munu þannig að svo stöddu ekki taka þátt í dómstörfum. Þá hefur dómstólasýslan farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að ráðuneytið hlutist til um lagabreytingu sem myndi heimila fjölgun dómara við Landsrétt. Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands segir ljóst að enn sé uppi ákveðin óvissa um framhaldið. „Ég teldi skynsamlegt eins og staðan er núna að reyna að fá það á hreint hvort dómstóllinn tekur málið fyrir í yfirdeild og það er niðurstaða sem gæti legið fyrir kannski eftir nokkra mánuði,“ segir Björg. Hægt væri að brúa bilið fram að þeim tíma með því að það fjórir nýjir verði settir dómarar við réttinn í millitíðinni. „Mér finnst kannski óþarfi að grípa til varanlegra lausna núna þegar það er ekki endilega vitað hver verður niðurstaða yfirdeildar.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Kalla eftir fjölgun dómara við Landsrétt Dómstólasýslan hefur farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að ráðuneytið hlutist til um lagabreytingu sem myndi heimila fjölgun dómara við Landsrétt. 15. mars 2019 18:43 Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Sigríður afhenti Þórdísi lyklana að ráðuneytinu Treystir Þórdísi vel til að skapa frið um dómsmálaráðuneytið. 15. mars 2019 13:12 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Kalla eftir fjölgun dómara við Landsrétt Dómstólasýslan hefur farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að ráðuneytið hlutist til um lagabreytingu sem myndi heimila fjölgun dómara við Landsrétt. 15. mars 2019 18:43
Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30
Sigríður afhenti Þórdísi lyklana að ráðuneytinu Treystir Þórdísi vel til að skapa frið um dómsmálaráðuneytið. 15. mars 2019 13:12