Klár vilji ráðherrans að áfrýja Ólöf Skaftadóttir skrifar 15. mars 2019 06:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýr dómsmálaráðherra, ræðir við fjölmiðla á tröppunum á Bessastöðum fyrir ríkisráðsfund í gær. vísir/vilhelm Að mati Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, nýs dómsmálaráðherra, er mikilvægt að áfrýja dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE), en líkt og fram hefur komið beið íslenska ríkið lægri hlut í Landsréttarmálinu svokallaða fyrir MDE, þegar Sigríður Á. Andersen skipaði dómara við Landsrétt. Þórdís segir ákvörðun um áfrýjun undir sér komna. „Sú ákvörðun að áfrýja dómnum hefur auðvitað verið til skoðunar síðan dómurinn birtist á miðvikudag. En það er klár vilji minn að við áfrýjum. Þarna undir eru svo miklir hagsmunir að ég tel það nauðsynlegt," segir Þórdís, sem tekur formlega við lyklum að ráðuneyti dómsmála í dag, eftir afsögn Sigríðar. „Þetta er fordæmalaus niðurstaða," segir Þórdís. „Dómurinn er klofinn og að mínu viti kemur fram slík gagnrýni í minnihlutaálitinu að það er eðlilegt að láta á það reyna á æðra dómstigi MDE." Hún segir þó mikilvægt að stigið sé varlega til jarðar til að passa upp á gildi þrígreiningar ríkisvalds. „Málið varðar eina af grunnstoðum samfélagsins, réttarkerfið okkar. Það er lykilatriði að sé stigið varlega til jarðar þegar kemur að því að freista þess að löggjafar- og framkvæmdavaldið skýri stöðu mála hraðar. Huga þarf að því að ekki verði aukið við réttaróvissu og að leyst verði úr málum af yfirvegun," útskýrir Þórdís. Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins, en ákveðið var að fresta öllum dómsmálum út vikuna eftir að dómur barst. Heimildir blaðsins herma að rétturinn muni hefja störf að nýju en málum verði ekki útdeilt til þeirra fjögurra dómara sem niðurstaða MDE tekur til. Enn frekar herma heimildir blaðsins að Þórdís muni eingöngu sinna embætti dómsmálaráðherra þar til Landsréttarmálið er komið í farveg. Eftir þann tíma sé helst litið til tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins til þess að taka við ráðuneytinu, annars vegar ritara flokksins og formanns utanríkismálanefndar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, og hins vegar þingflokksformannsins Birgis Ármannssonar. Birgir og Áslaug eru menntaðir lögfræðingar og njóta bæði trausts innan flokksins. Áslaug hefur, þrátt fyrir ungan aldur, staðið sig vel í formennsku þingnefnda og í forystuhlutverki innan flokksins. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Að mati Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, nýs dómsmálaráðherra, er mikilvægt að áfrýja dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE), en líkt og fram hefur komið beið íslenska ríkið lægri hlut í Landsréttarmálinu svokallaða fyrir MDE, þegar Sigríður Á. Andersen skipaði dómara við Landsrétt. Þórdís segir ákvörðun um áfrýjun undir sér komna. „Sú ákvörðun að áfrýja dómnum hefur auðvitað verið til skoðunar síðan dómurinn birtist á miðvikudag. En það er klár vilji minn að við áfrýjum. Þarna undir eru svo miklir hagsmunir að ég tel það nauðsynlegt," segir Þórdís, sem tekur formlega við lyklum að ráðuneyti dómsmála í dag, eftir afsögn Sigríðar. „Þetta er fordæmalaus niðurstaða," segir Þórdís. „Dómurinn er klofinn og að mínu viti kemur fram slík gagnrýni í minnihlutaálitinu að það er eðlilegt að láta á það reyna á æðra dómstigi MDE." Hún segir þó mikilvægt að stigið sé varlega til jarðar til að passa upp á gildi þrígreiningar ríkisvalds. „Málið varðar eina af grunnstoðum samfélagsins, réttarkerfið okkar. Það er lykilatriði að sé stigið varlega til jarðar þegar kemur að því að freista þess að löggjafar- og framkvæmdavaldið skýri stöðu mála hraðar. Huga þarf að því að ekki verði aukið við réttaróvissu og að leyst verði úr málum af yfirvegun," útskýrir Þórdís. Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins, en ákveðið var að fresta öllum dómsmálum út vikuna eftir að dómur barst. Heimildir blaðsins herma að rétturinn muni hefja störf að nýju en málum verði ekki útdeilt til þeirra fjögurra dómara sem niðurstaða MDE tekur til. Enn frekar herma heimildir blaðsins að Þórdís muni eingöngu sinna embætti dómsmálaráðherra þar til Landsréttarmálið er komið í farveg. Eftir þann tíma sé helst litið til tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins til þess að taka við ráðuneytinu, annars vegar ritara flokksins og formanns utanríkismálanefndar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, og hins vegar þingflokksformannsins Birgis Ármannssonar. Birgir og Áslaug eru menntaðir lögfræðingar og njóta bæði trausts innan flokksins. Áslaug hefur, þrátt fyrir ungan aldur, staðið sig vel í formennsku þingnefnda og í forystuhlutverki innan flokksins.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira