Telur að Þórdís Kolbrún verði áfram dómsmálaráðherra Sighvatur Jónsson skrifar 14. mars 2019 20:00 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, telur að Þórdís Kolbrún sitji áfram sem dómsmálaráðherra, þó nú sé talað um tímabundna lausn mála. Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að ákveða taki við öðrum ráðherraembættum Þórdísar. „Þórdís Kolbrún er lögfræðimenntuð og hún hefur unnið í dómsmálaráðuneytinu áður þannig að mér finnst hún ágætis kostur til þess að taka við,“ segir Þórhildur. „Mér finnst hins vegar þessi tímabundna ráðstöfun, ég set spurningarmerki við hana, mér finnst það ekki geta gengið mikið lengur en í nokkrar vikur. Þetta eru tvö viðamikil og mikilvæg ráðuneyti. Þrátt fyrir að mér finnist Þórdís Kolbrún mjög öflugur stjórnmálamaður þá held ég að dómsmálaráðuneytið með öll þau krefjandi mál sem eru fram undan þarfnast þess að hugur hennar sé allur í því. Þannig að ég vona að Bjarni og samflokksmenn hans finni lausn á því hver á að taka við ferðamálaráðuneytinu sem fyrst.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist telja það of mikið fyrir einn ráðherra að vera með fjóra málaflokka. „Jú, ég hef sagt að þetta sé svona ríflegt skulum við segja. Enda hjó ég eftir því að fjármálaráðherra talaði um að þetta væri tímabundið sem er líka sérstakt,“ sagði Logi. „Ef maður vill horfa á þetta pólitískum vinkli þá veltir maður fyrir sér hvort það hafi verið einhver órói inn í þingflokksherberginu og þetta hafi verið lausn til að róa hlutina.“Ertu búinn að heyra aðrar sögur? „Nei, ég hef ekki heyrt neitt og ekki spurði hann mig.“ Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst“ Forsætisráðherra hefur fulla trú á að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýskipaður dómsmálaráðherra, muni standa sig vel í embættinu. 14. mars 2019 16:45 „Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Sigríður Andersen hefur fulla trú á að Þórdís nái að skapa ró um dómsmálaráðuneytið. 14. mars 2019 16:36 Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, telur að Þórdís Kolbrún sitji áfram sem dómsmálaráðherra, þó nú sé talað um tímabundna lausn mála. Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að ákveða taki við öðrum ráðherraembættum Þórdísar. „Þórdís Kolbrún er lögfræðimenntuð og hún hefur unnið í dómsmálaráðuneytinu áður þannig að mér finnst hún ágætis kostur til þess að taka við,“ segir Þórhildur. „Mér finnst hins vegar þessi tímabundna ráðstöfun, ég set spurningarmerki við hana, mér finnst það ekki geta gengið mikið lengur en í nokkrar vikur. Þetta eru tvö viðamikil og mikilvæg ráðuneyti. Þrátt fyrir að mér finnist Þórdís Kolbrún mjög öflugur stjórnmálamaður þá held ég að dómsmálaráðuneytið með öll þau krefjandi mál sem eru fram undan þarfnast þess að hugur hennar sé allur í því. Þannig að ég vona að Bjarni og samflokksmenn hans finni lausn á því hver á að taka við ferðamálaráðuneytinu sem fyrst.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist telja það of mikið fyrir einn ráðherra að vera með fjóra málaflokka. „Jú, ég hef sagt að þetta sé svona ríflegt skulum við segja. Enda hjó ég eftir því að fjármálaráðherra talaði um að þetta væri tímabundið sem er líka sérstakt,“ sagði Logi. „Ef maður vill horfa á þetta pólitískum vinkli þá veltir maður fyrir sér hvort það hafi verið einhver órói inn í þingflokksherberginu og þetta hafi verið lausn til að róa hlutina.“Ertu búinn að heyra aðrar sögur? „Nei, ég hef ekki heyrt neitt og ekki spurði hann mig.“
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst“ Forsætisráðherra hefur fulla trú á að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýskipaður dómsmálaráðherra, muni standa sig vel í embættinu. 14. mars 2019 16:45 „Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Sigríður Andersen hefur fulla trú á að Þórdís nái að skapa ró um dómsmálaráðuneytið. 14. mars 2019 16:36 Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
„Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst“ Forsætisráðherra hefur fulla trú á að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýskipaður dómsmálaráðherra, muni standa sig vel í embættinu. 14. mars 2019 16:45
„Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Sigríður Andersen hefur fulla trú á að Þórdís nái að skapa ró um dómsmálaráðuneytið. 14. mars 2019 16:36
Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30
Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07