Forystufólk flokksins líklegt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. mars 2019 06:15 Líklegast þykir að dómsmálin fari til forystu flokksins. Fréttablaðið/anton brink Af þeim sem líklegastir þykja til að fylla skarð Sigríðar Andersen í dómsmálaráðuneytinu þykir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir líklegust. Verði sú raunin gæti Bjarni Benediktsson þurft að setja annan ráðherra í hennar stað í ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og kemur Haraldur Benediktsson þar sterklega til greina. Sú hugmynd hefur hins vegar einnig verið rædd að Þórdís víki ekki úr því ráðherraembætti sem hún gegnir heldur muni aðrir sitjandi ráðherrar létta undir með henni og taka jafnvel að sér einhverja þeirra málaflokka sem hún fer með en um nokkra stóra málaflokka er að ræða, til að mynda orkumálin, þar sem þriðji orkupakkinn er fyrirferðarmestur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur líka verið sterklega orðuð við dómsmálin, en þrátt fyrir ungan aldur þykir hún hafa staðið sig vel; bæði í formennsku þingnefnda og í forystuhlutverki sínu í Sjálfstæðisflokknum. Þá gæti Bjarni einnig ákveðið að taka dómsmálin sjálfur tímabundið á meðan mál eru að skýrast varðandi nýfallinn dóm Mannréttindadómstólsins. Hann er hins vegar sjálfur með þung mál á sinni könnu; ekki síst meðan kjaraviðræður eru ekki til lykta leiddar. Val Bjarna stendur því milli þess að gera fyrst bráðabirgðabreytingu á ráðherraliði sínu og bíða með varanlegri breytingu eða taka nýjan mann inn í ríkisstjórn. Margir eru um hituna í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og ljóst að Bjarni getur ekki gert öllum til geðs. Þótt Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi lagt áherslu á jöfn kynjahlutföll í ríkisstjórninni, herma heimildir blaðsins að Bjarna hafi ekki verið settir neinir úrslitakostir í þeim efnum. Þótt Sigríður Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, hafi komist þannig að orði á blaðamannafundi í gær að hún hygðist stíga tímabundið til hliðar til að skapa vinnufrið um eftirmál dóms Mannréttindadómstólsins, er alls óvíst að hún eigi afturkvæmt í ríkisstjórn. Heimildir Fréttablaðsins herma að henni hafi verið nauðugur þessi eini kostur vegna þrýstings frá ráðherrum og þingmönnum Vinstri grænna. Hafi hún átt þann kost að stíga til hliðar eða hætta á að fá á sig vantraust frá Alþingi. Sjálfstæðismönnum hafi verið gert ljóst að engu yrði að treysta um atkvæði þingflokks VG í atkvæðagreiðslu um vantraust. Töluverð andstaða mun einnig vera við endurkomu Sigríðar í ríkisstjórn fyrr en í fyrsta lagi að gengnum nýjum dómi frá Strassborg. Bið eftir honum getur tekið marga mánuði eða ár. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sveinn Andri: Skilaboð um að stjórnmálamenn skipti sér sem minnst af skipun dómara Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segist hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. 13. mars 2019 21:00 Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Sjá meira
Af þeim sem líklegastir þykja til að fylla skarð Sigríðar Andersen í dómsmálaráðuneytinu þykir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir líklegust. Verði sú raunin gæti Bjarni Benediktsson þurft að setja annan ráðherra í hennar stað í ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og kemur Haraldur Benediktsson þar sterklega til greina. Sú hugmynd hefur hins vegar einnig verið rædd að Þórdís víki ekki úr því ráðherraembætti sem hún gegnir heldur muni aðrir sitjandi ráðherrar létta undir með henni og taka jafnvel að sér einhverja þeirra málaflokka sem hún fer með en um nokkra stóra málaflokka er að ræða, til að mynda orkumálin, þar sem þriðji orkupakkinn er fyrirferðarmestur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur líka verið sterklega orðuð við dómsmálin, en þrátt fyrir ungan aldur þykir hún hafa staðið sig vel; bæði í formennsku þingnefnda og í forystuhlutverki sínu í Sjálfstæðisflokknum. Þá gæti Bjarni einnig ákveðið að taka dómsmálin sjálfur tímabundið á meðan mál eru að skýrast varðandi nýfallinn dóm Mannréttindadómstólsins. Hann er hins vegar sjálfur með þung mál á sinni könnu; ekki síst meðan kjaraviðræður eru ekki til lykta leiddar. Val Bjarna stendur því milli þess að gera fyrst bráðabirgðabreytingu á ráðherraliði sínu og bíða með varanlegri breytingu eða taka nýjan mann inn í ríkisstjórn. Margir eru um hituna í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og ljóst að Bjarni getur ekki gert öllum til geðs. Þótt Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi lagt áherslu á jöfn kynjahlutföll í ríkisstjórninni, herma heimildir blaðsins að Bjarna hafi ekki verið settir neinir úrslitakostir í þeim efnum. Þótt Sigríður Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, hafi komist þannig að orði á blaðamannafundi í gær að hún hygðist stíga tímabundið til hliðar til að skapa vinnufrið um eftirmál dóms Mannréttindadómstólsins, er alls óvíst að hún eigi afturkvæmt í ríkisstjórn. Heimildir Fréttablaðsins herma að henni hafi verið nauðugur þessi eini kostur vegna þrýstings frá ráðherrum og þingmönnum Vinstri grænna. Hafi hún átt þann kost að stíga til hliðar eða hætta á að fá á sig vantraust frá Alþingi. Sjálfstæðismönnum hafi verið gert ljóst að engu yrði að treysta um atkvæði þingflokks VG í atkvæðagreiðslu um vantraust. Töluverð andstaða mun einnig vera við endurkomu Sigríðar í ríkisstjórn fyrr en í fyrsta lagi að gengnum nýjum dómi frá Strassborg. Bið eftir honum getur tekið marga mánuði eða ár.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sveinn Andri: Skilaboð um að stjórnmálamenn skipti sér sem minnst af skipun dómara Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segist hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. 13. mars 2019 21:00 Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Sjá meira
Sveinn Andri: Skilaboð um að stjórnmálamenn skipti sér sem minnst af skipun dómara Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segist hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. 13. mars 2019 21:00
Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29
Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55