Bjarni setur spurningamerki við valdsvið Mannréttindadómstólsins Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2019 19:33 Forsætisráðherra segir forgangsmál stjórnvalda að tryggja réttaröryggi eftir dóm Mannréttindadómstólsins og Landsréttur lagði niður störf í gær. Fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvort Mannréttindadómstólinn hafi farið yfir línuna. Nýr ráðherra tekur við dómsmálaráðuneytinu á ríkisráðsfundi sem fer fram á Bessastöðum á morgun. Þingflokkar stjórnarflokkanna réðu ráðum sínum í dag eftir óvissuna sem kom upp í framhaldi af dómi Mannréttindadómstólsins. Þá stigu leiðtogar stjórnarflokkanna af fundi til að ræða sín í milli eftir að fyrir lá að dómsmálaráðherra segði af sér. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi svo við fréttamenn að loknum fréttamannafundi dómsmálaráðherra og sagði mikilvægast að sköpuð yrði vissa um starfsemi Landsréttar. „Það liggur fyrir að úrskurður Mannréttindadómstólsins hefur miklar afleiðingar fyrir starf Landsréttar. Það sést best á því að dómarar þar hafa frestað öllum málum og sitja við til að skilgreina í raun hæfi sitt eins og þeim ber að gera samkvæmt íslenskum lögum,“ sagði Katrín. Mikilvægt sé að tryggja þetta á næstu dögum. Sjálf hafi hún kallað til sérfræðinga til að rýna fordæmalausan dóm Mannréttindadómstólsins „Þess vegna er eðlilegt að honum verði áfrýjað. Af því að þessi dómur hefur skírskotun til fleiri ríkja. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef er ekki ólíklegt að efri deild Mannréttindadómstólsins muni taka hann til skoðunar,“ segir Katrín. Forsætisráðherra sagðist styðja ákvörðun Sigríðar sem hún hefði rætt við í gær. Með ákvörðun sinni tryggði hún að hægt væri að vinna að málinu með eðlilegum hætti. Ekki liggi fyrir nú hvort atbeina Alþingis og dómstóla þurfi til að skýra stöðu Landsréttar en hún hafi boðið Alþingi að gefa því skýrslu um málið á næstu dögum.Settuð þið Sjálfstæðismönnum þann kost að það yrði eitthvað að gerast að öðrum kosti væri þetta stjórnarsamstarf í hættu?„Eins og ég sagði hér áðan. Ég átti samtal við ráðherrann í gær og lýsti áhyggjum mínum af stöðu mála. En ég styð hins vegar alveg hennar ákvörðun að stíga til hliðar þannig að þetta mál verði til lykta leitt í vinnufriði,“ sagði forsætisráðherra. Tveir kostir í stöðunni Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir þingflokk sjálfstæðismanna líta svo á að Sigríður eigi afturkvæmt í ráðherrastól eftir að mál Landsréttar hafi verið útkljáð og hann hafi rætt það við hina oddvita stjórnarflokkanna. Nýr dómsmálaráðherra taki við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Tveir kostir séu í stöðunni. „Það er að segja að við fáum annað hvort einhvern ráðherra í ríkisstjórninni til að gegna embættinu. Nú eða þá að það kæmi einhver úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins í stól dómsmálaráðherra,“ sagði Bjarni. Dómur Mannréttindadómstólsins komi mönnum í opna skjöldu en miikilvægt væri að tryggja réttaröryggi í kringum Landsrétt. Stjórnarflokkarnir hefðu mikla trú á stjórnarsamstarfinu. Hins vegar setur Bjarni spurningarmerki við dóm Mannréttindadómstólsins. „Við höfum við framselt túlkunarvald yfir íslenskum lögum til Evrópu? Ég hélt ekki. Eitt af stóru álitamálunum varðandi niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu snýr einmitt að því hvar hann dregur mörkin í afskiptum af niðurstöðum um lög og rétt í aðildarríkjum,“ sagði Bjarni. Ísland hafi skipað sér í flokk ríkja sem vilji verja gildi Evrópusáttmálans og eigi því aðild að dómstólnum. Niðurstöður hans hafi oft verið umdeildar og Bretar og Danir rætt aðild sína að honum. „Nú finnst mér vera komið upp mál þar sem við hljótum að spyrja okkur hvort að hér hafi verið stigið yfir línuna af dómstóli sem er ekki æðsti dómstóll á Íslandi,“ sagði fjármálaráðherra. Þess vegna þurfi að láta reyna á áfrýjun á grundvelli sjónarmiða í minnihlutaáliti dómsins „Um það að hér hafi menn gengið allt, allt of langt.“Þannig að það kemur til greina í þínum huga við þessar aðstæður að Ísland segi sig frá aðild að þessum dómstól?„Nei ég var ekki að boða neitt slíkt. Ég var bara að segja að starfsemi dómstólsins er ekki hafin yfir gagnrýni. Það felst ekki nein yfirlýsing um að grafa undan dómstól með því að áfrýja niðurstöðu hans,“ sagði Bjarni. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra er sáttur við niðurstöðu mála. „Það er alveg ljóst að við tókum þennan dóm alvarlega. Það er líka mikilvægt að ríkisstjórnin taki á þessu máli eins og öðrum af yfirvegun og með markvissum hætti. Þessi ákvörðun ráðherrans skapast auðvitað af því, eins og hún sagði sjálf að það væri erfitt fyrir hana að leiða þessi mál til lykta,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Forsætisráðherra segir forgangsmál stjórnvalda að tryggja réttaröryggi eftir dóm Mannréttindadómstólsins og Landsréttur lagði niður störf í gær. Fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvort Mannréttindadómstólinn hafi farið yfir línuna. Nýr ráðherra tekur við dómsmálaráðuneytinu á ríkisráðsfundi sem fer fram á Bessastöðum á morgun. Þingflokkar stjórnarflokkanna réðu ráðum sínum í dag eftir óvissuna sem kom upp í framhaldi af dómi Mannréttindadómstólsins. Þá stigu leiðtogar stjórnarflokkanna af fundi til að ræða sín í milli eftir að fyrir lá að dómsmálaráðherra segði af sér. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi svo við fréttamenn að loknum fréttamannafundi dómsmálaráðherra og sagði mikilvægast að sköpuð yrði vissa um starfsemi Landsréttar. „Það liggur fyrir að úrskurður Mannréttindadómstólsins hefur miklar afleiðingar fyrir starf Landsréttar. Það sést best á því að dómarar þar hafa frestað öllum málum og sitja við til að skilgreina í raun hæfi sitt eins og þeim ber að gera samkvæmt íslenskum lögum,“ sagði Katrín. Mikilvægt sé að tryggja þetta á næstu dögum. Sjálf hafi hún kallað til sérfræðinga til að rýna fordæmalausan dóm Mannréttindadómstólsins „Þess vegna er eðlilegt að honum verði áfrýjað. Af því að þessi dómur hefur skírskotun til fleiri ríkja. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef er ekki ólíklegt að efri deild Mannréttindadómstólsins muni taka hann til skoðunar,“ segir Katrín. Forsætisráðherra sagðist styðja ákvörðun Sigríðar sem hún hefði rætt við í gær. Með ákvörðun sinni tryggði hún að hægt væri að vinna að málinu með eðlilegum hætti. Ekki liggi fyrir nú hvort atbeina Alþingis og dómstóla þurfi til að skýra stöðu Landsréttar en hún hafi boðið Alþingi að gefa því skýrslu um málið á næstu dögum.Settuð þið Sjálfstæðismönnum þann kost að það yrði eitthvað að gerast að öðrum kosti væri þetta stjórnarsamstarf í hættu?„Eins og ég sagði hér áðan. Ég átti samtal við ráðherrann í gær og lýsti áhyggjum mínum af stöðu mála. En ég styð hins vegar alveg hennar ákvörðun að stíga til hliðar þannig að þetta mál verði til lykta leitt í vinnufriði,“ sagði forsætisráðherra. Tveir kostir í stöðunni Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir þingflokk sjálfstæðismanna líta svo á að Sigríður eigi afturkvæmt í ráðherrastól eftir að mál Landsréttar hafi verið útkljáð og hann hafi rætt það við hina oddvita stjórnarflokkanna. Nýr dómsmálaráðherra taki við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Tveir kostir séu í stöðunni. „Það er að segja að við fáum annað hvort einhvern ráðherra í ríkisstjórninni til að gegna embættinu. Nú eða þá að það kæmi einhver úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins í stól dómsmálaráðherra,“ sagði Bjarni. Dómur Mannréttindadómstólsins komi mönnum í opna skjöldu en miikilvægt væri að tryggja réttaröryggi í kringum Landsrétt. Stjórnarflokkarnir hefðu mikla trú á stjórnarsamstarfinu. Hins vegar setur Bjarni spurningarmerki við dóm Mannréttindadómstólsins. „Við höfum við framselt túlkunarvald yfir íslenskum lögum til Evrópu? Ég hélt ekki. Eitt af stóru álitamálunum varðandi niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu snýr einmitt að því hvar hann dregur mörkin í afskiptum af niðurstöðum um lög og rétt í aðildarríkjum,“ sagði Bjarni. Ísland hafi skipað sér í flokk ríkja sem vilji verja gildi Evrópusáttmálans og eigi því aðild að dómstólnum. Niðurstöður hans hafi oft verið umdeildar og Bretar og Danir rætt aðild sína að honum. „Nú finnst mér vera komið upp mál þar sem við hljótum að spyrja okkur hvort að hér hafi verið stigið yfir línuna af dómstóli sem er ekki æðsti dómstóll á Íslandi,“ sagði fjármálaráðherra. Þess vegna þurfi að láta reyna á áfrýjun á grundvelli sjónarmiða í minnihlutaáliti dómsins „Um það að hér hafi menn gengið allt, allt of langt.“Þannig að það kemur til greina í þínum huga við þessar aðstæður að Ísland segi sig frá aðild að þessum dómstól?„Nei ég var ekki að boða neitt slíkt. Ég var bara að segja að starfsemi dómstólsins er ekki hafin yfir gagnrýni. Það felst ekki nein yfirlýsing um að grafa undan dómstól með því að áfrýja niðurstöðu hans,“ sagði Bjarni. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra er sáttur við niðurstöðu mála. „Það er alveg ljóst að við tókum þennan dóm alvarlega. Það er líka mikilvægt að ríkisstjórnin taki á þessu máli eins og öðrum af yfirvegun og með markvissum hætti. Þessi ákvörðun ráðherrans skapast auðvitað af því, eins og hún sagði sjálf að það væri erfitt fyrir hana að leiða þessi mál til lykta,“ sagði formaður Framsóknarflokksins.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29
Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55
Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49