„Taki poka sinn og hypji sig strax í burtu“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2019 13:54 Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Boðað hefur verið til mótmæla þar sem krafist er að Sigríður Andersen sýni ábyrgð og segi af sér sem dómsmálaráðherra. Ætla mótmælendur að koma saman á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið klukkan hálf fimm í dag. Mannréttindadómstóll dæmdi í dag að skipan dómara í Landsrétti bryti gegn sjöttu grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Telur Mannréttindadómstólinn Sigríði hafa augljóslega hunsað reglur sem giltu um skipan dómara. Er Alþingi einnig talið hafa brugðist í því hvernig það samþykkti skipan dómara. Þeir sem standa að baki þessum mótmælum eru Gulstakkar, ungir jafnaðarmenn, ungir Píratar og samtökin Jæja. Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er einn þeirra sem kemur að skipulagningu þessara mótmæla. „Það sem við förum fram á er að hún sýni ábyrgð, taki poka sinn og hypji sig strax í burtu,“ segir Daníel í samtali við Vísi. Þetta verða ekki einu mótmælin á Austurvelli í dag því hálftíma eftir að mótmælin gegn Sigríði hefjast, munu mótmælendur taka sér stöðu fyrir framan Alþingi þar sem meðferð flóttamanna í hælisferli á Íslandi verður mótmælt. Er þess krafist að ekki verði farið í fleiri brottvísanir á hælisleitendum, þeir fái allir efnismeðferð og ekki verði horft til Dyflinnarreglugerðarinnar. Þá er þess krafist að hælisleitendum verði tryggður réttur til að vinna, þeir fái jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og að einangruðum flóttamannabúðum á Ásbrú verði lokað. Meðferð hælisleitenda var einnig mótmælt á Austurvelli í gær þar sem til átak kom á milli lögreglu og mótmælenda. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33 Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Boðað hefur verið til mótmæla þar sem krafist er að Sigríður Andersen sýni ábyrgð og segi af sér sem dómsmálaráðherra. Ætla mótmælendur að koma saman á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið klukkan hálf fimm í dag. Mannréttindadómstóll dæmdi í dag að skipan dómara í Landsrétti bryti gegn sjöttu grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Telur Mannréttindadómstólinn Sigríði hafa augljóslega hunsað reglur sem giltu um skipan dómara. Er Alþingi einnig talið hafa brugðist í því hvernig það samþykkti skipan dómara. Þeir sem standa að baki þessum mótmælum eru Gulstakkar, ungir jafnaðarmenn, ungir Píratar og samtökin Jæja. Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er einn þeirra sem kemur að skipulagningu þessara mótmæla. „Það sem við förum fram á er að hún sýni ábyrgð, taki poka sinn og hypji sig strax í burtu,“ segir Daníel í samtali við Vísi. Þetta verða ekki einu mótmælin á Austurvelli í dag því hálftíma eftir að mótmælin gegn Sigríði hefjast, munu mótmælendur taka sér stöðu fyrir framan Alþingi þar sem meðferð flóttamanna í hælisferli á Íslandi verður mótmælt. Er þess krafist að ekki verði farið í fleiri brottvísanir á hælisleitendum, þeir fái allir efnismeðferð og ekki verði horft til Dyflinnarreglugerðarinnar. Þá er þess krafist að hælisleitendum verði tryggður réttur til að vinna, þeir fái jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og að einangruðum flóttamannabúðum á Ásbrú verði lokað. Meðferð hælisleitenda var einnig mótmælt á Austurvelli í gær þar sem til átak kom á milli lögreglu og mótmælenda.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33 Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28
Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23
Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04