Edda: Að fórna eigin hamingju fyrir árangur leiðir oftast til verri árangurs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2019 15:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir og Kelly Catlin á verðlaunapalli með liðsfélögum sínum í bandaríska hjólalandsliðinu. Samsett/Fésbók&Getty Íslensk afrekskona vekur sérstaklega athygli á örlögum bandarísku hjólakonunnar Kelly Catlin sem lést síðastliðinn föstudag en heilahristingurinn sem sú bandaríska hlaut í desember í fyrra hafði gríðarleg áhrif á andlega heilsu Kelly. Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur gefið áhugasömum innsýn inn í heim íþróttakonu í fremstu röð og fer í pistlum sínum yfir andlega og líkamlega þáttinn í baráttu sinni fyrir sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Ein af stærstu ástæðunum fyrir því að Edda bendir á grein um Kelly Catlin er að Edda sjálf fékk heilahristing þegar hún féll í keppni á síðasta ári. Hún þekkir það því á eigin skinni hvað það er erfitt að koma til baka eftir heilahristing.Another tragedy: USA cycling medalist Kelly Catlin dies by suicide at 23. After a recent #concussion, she developed dark, racing thoughts, bad headaches, & thoughts of self-harm. TBI/suicide link needs more attention resources from the medical community. https://t.co/1V4i6bNrtB — Chris Nowinski, Ph.D. (@ChrisNowinski1) March 11, 2019„Eins og kemur fram í greininni átta margir sig ekki á því hversu íþyngjandi og dimm áhrif heilahristingar geta haft á heilann og þær hugsanir sem koma í framhaldi. Ég upplifði samskonar erfiðleika eftir minn heilahristing í júní í fyrra og þekki aðra sem hafa sömu sögu að segja,“ skrifaði Edda. Kelly Catlin var aðeins 23 ára gömul þegar hún tók sitt eigið líf. Á ferli sínum varð hún þrefaldur heimsmeistari og vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Edda segir að Kelly hafi einnig glímt við þunglyndi, ofþjálfun, mikla fullkomnunaráráttu og samkvæmt fjölskyldunni setti hún gríðarlega mikla pressu á sig til þess að standa sig 110% í öllum þeim fjölmörgu verkefnum sem hún tók sér fyrir hendi. „Þessi lýsing á við um ótrúlega margt íþróttafólk og leiðir oft til þess að við missum afreksfólk úr íþróttum. Þessar ranghugmyndir um fullkomnun, að segja aldrei nei við neinu, og að fórna eigin hamingju fyrir árangur leiðir oftast til verri árangurs og meiri andlegum vandamálum en ella,“ skrifar Edda.Remembering Kelly Catlin: Concussion questions follow death of beloved Olympic cyclist https://t.co/8E0QTIFp7M — The Washington Post (@washingtonpost) March 11, 2019Edda tók andlega hlutann hjá sér í gegn eftir síðasta sumar og hefur hlustað meira á líkama sinn í framhaldinu. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Knattspyrnusamband Íslands unnu á dögunum saman að fræðslumyndböndum tengdum höfuðhöggum og heilahristingi. Annars vegar er um að ræða grafísk myndbönd með mikilvægum upplýsingum, m.a. um fyrstu viðbrögð, og hins vegar viðtalsmyndbönd þar sem knattspyrnufólkið Heiðrún Sara Guðmundsdóttir og Elfar Árni Aðalsteinsson deila reynslusögum. Það er almennt séð mikil vitundarvakning hér á Íslandi sem og annars staðar yfir skelfilegum afleiðingum að gefa sér ekki tíma til að jafna sig að fullu eftir að hafa fengið heilahristing. Saga Kelly Catlin er í raun sorgarsaga um það versta sem getur gerst hjá íþróttamanni. „Þetta undirstrikar einnig að heilahristingar eru alvarleg íþróttameiðsli sem verður að vinna úr að fullu áður en þjálfun getur hafist aftur. Ef þú færð heilahristing, þó hann sé minniháttar, leitaðu aðstoðar hjá viðeigandi sérfræðingi. Þetta er lífsins alvara,“ skrifar Edda en það má finna nýjasta pistil hennar hér fyrir neðan. Ólympíuleikar Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Sjá meira
Íslensk afrekskona vekur sérstaklega athygli á örlögum bandarísku hjólakonunnar Kelly Catlin sem lést síðastliðinn föstudag en heilahristingurinn sem sú bandaríska hlaut í desember í fyrra hafði gríðarleg áhrif á andlega heilsu Kelly. Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur gefið áhugasömum innsýn inn í heim íþróttakonu í fremstu röð og fer í pistlum sínum yfir andlega og líkamlega þáttinn í baráttu sinni fyrir sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Ein af stærstu ástæðunum fyrir því að Edda bendir á grein um Kelly Catlin er að Edda sjálf fékk heilahristing þegar hún féll í keppni á síðasta ári. Hún þekkir það því á eigin skinni hvað það er erfitt að koma til baka eftir heilahristing.Another tragedy: USA cycling medalist Kelly Catlin dies by suicide at 23. After a recent #concussion, she developed dark, racing thoughts, bad headaches, & thoughts of self-harm. TBI/suicide link needs more attention resources from the medical community. https://t.co/1V4i6bNrtB — Chris Nowinski, Ph.D. (@ChrisNowinski1) March 11, 2019„Eins og kemur fram í greininni átta margir sig ekki á því hversu íþyngjandi og dimm áhrif heilahristingar geta haft á heilann og þær hugsanir sem koma í framhaldi. Ég upplifði samskonar erfiðleika eftir minn heilahristing í júní í fyrra og þekki aðra sem hafa sömu sögu að segja,“ skrifaði Edda. Kelly Catlin var aðeins 23 ára gömul þegar hún tók sitt eigið líf. Á ferli sínum varð hún þrefaldur heimsmeistari og vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Edda segir að Kelly hafi einnig glímt við þunglyndi, ofþjálfun, mikla fullkomnunaráráttu og samkvæmt fjölskyldunni setti hún gríðarlega mikla pressu á sig til þess að standa sig 110% í öllum þeim fjölmörgu verkefnum sem hún tók sér fyrir hendi. „Þessi lýsing á við um ótrúlega margt íþróttafólk og leiðir oft til þess að við missum afreksfólk úr íþróttum. Þessar ranghugmyndir um fullkomnun, að segja aldrei nei við neinu, og að fórna eigin hamingju fyrir árangur leiðir oftast til verri árangurs og meiri andlegum vandamálum en ella,“ skrifar Edda.Remembering Kelly Catlin: Concussion questions follow death of beloved Olympic cyclist https://t.co/8E0QTIFp7M — The Washington Post (@washingtonpost) March 11, 2019Edda tók andlega hlutann hjá sér í gegn eftir síðasta sumar og hefur hlustað meira á líkama sinn í framhaldinu. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Knattspyrnusamband Íslands unnu á dögunum saman að fræðslumyndböndum tengdum höfuðhöggum og heilahristingi. Annars vegar er um að ræða grafísk myndbönd með mikilvægum upplýsingum, m.a. um fyrstu viðbrögð, og hins vegar viðtalsmyndbönd þar sem knattspyrnufólkið Heiðrún Sara Guðmundsdóttir og Elfar Árni Aðalsteinsson deila reynslusögum. Það er almennt séð mikil vitundarvakning hér á Íslandi sem og annars staðar yfir skelfilegum afleiðingum að gefa sér ekki tíma til að jafna sig að fullu eftir að hafa fengið heilahristing. Saga Kelly Catlin er í raun sorgarsaga um það versta sem getur gerst hjá íþróttamanni. „Þetta undirstrikar einnig að heilahristingar eru alvarleg íþróttameiðsli sem verður að vinna úr að fullu áður en þjálfun getur hafist aftur. Ef þú færð heilahristing, þó hann sé minniháttar, leitaðu aðstoðar hjá viðeigandi sérfræðingi. Þetta er lífsins alvara,“ skrifar Edda en það má finna nýjasta pistil hennar hér fyrir neðan.
Ólympíuleikar Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Sjá meira