Íslenskar melónur ræktaðar í Garðyrkjuskólanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. mars 2019 19:21 Ræktun á melónum gæti verið spennandi kostur fyrir íslenska garðyrkjubændur en ræktun á melónum er nú hafi í tilraunaskyni í Garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi. Melónurnar þykja einstaklega góðar á bragðið. Í einum ræktunarklefa í tilraunagróðurhúsi Garðyrkjuskólans er verið að prófa sig áfram með ræktun á melónum. Árangurinn er góður, margar melónur á hverri plöntu en þær eru þó ekki nærri því eins stórar eins og við sjáum á erlendum melónum í verslunum. „Við erum náttúrulega að kenna nemendum okkar að rækta allskonar þannig að það kom upp sú hugmynd að við prófuðum okkur áfram með ræktun á melónum þannig að við gætum allavega sagt að við hefðum ræktað þær“, segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum. „Þær eru ræktaðar svolítið svipað og gúrkur enda eru þetta náskyldar plöntur. Þær eru settar í potta og svo klifra þær upp eftir þráðum alveg upp í topp og svo koma þessar gullfallegu melónur“, bætir Guðríður við. Melónurnar eru mjög fljótsprottnar en það eru ekki nema 10 vikur frá því að þær voru fræ. Guðríður gerir mikið af því að þefa af melónunum á plöntunum en með því er hún að athuga hvort þær séu nægilega þroskaðar en þá er sérstök lykt af þeim. Guðríður segir að bragðið af Garðyrkjuskóla melónunum sé einstakt. „Þetta er náttúrulega bara algjör lúxus, að geta farið og týnt melónu beint af plöntunni, skera hana niður og borða hana beint. Ef maður á að bera þetta saman við bíla þá er eins og að fá Rolls-Royce þegar manni hefur bara verið boðið Trabant fram að þessu“, segir Guðríður. Það eru ekki bara ræktaðar melónur í Garðyrkjuskólanum því það stendur mikið til á sumardaginn fyrsta, 25. apríl næstkomandi því þá verður haldið upp á 80 ára afmæli garðyrkjumenntunar á Íslandi. „Já, það verður opið hús hjá okkur á sumardaginn fyrsta eins og venjulega, við segjum nú stundum að þetta sé þjóðhátíðardagur garðyrkjunnar því það mæta allir“, segir Guðríður. Meðal heiðursgesta verður forseti Íslands og fjölskylda hans. Í dag eru um 60 nemendur í Garðyrkjuskólanum.Melónurnar sem ræktaðar eru í Garðyrkjuskólanum eru mjög fallegar og bragðgóðar.Magnús HlynurGuðríður í tilraunaklefanum þar sem melónurnar eru ræktaðar með góðum árangri í tilraunagróðurhúsinu.Magnús HlynurGuðríður vonast til að þeir gestir sem heimsæki Garðyrkjuskólanum á sumardaginn fyrsta geti jafnvel fengið að smakka á melónunum.Magnús Hlynur Garðyrkja Ölfus Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Ræktun á melónum gæti verið spennandi kostur fyrir íslenska garðyrkjubændur en ræktun á melónum er nú hafi í tilraunaskyni í Garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi. Melónurnar þykja einstaklega góðar á bragðið. Í einum ræktunarklefa í tilraunagróðurhúsi Garðyrkjuskólans er verið að prófa sig áfram með ræktun á melónum. Árangurinn er góður, margar melónur á hverri plöntu en þær eru þó ekki nærri því eins stórar eins og við sjáum á erlendum melónum í verslunum. „Við erum náttúrulega að kenna nemendum okkar að rækta allskonar þannig að það kom upp sú hugmynd að við prófuðum okkur áfram með ræktun á melónum þannig að við gætum allavega sagt að við hefðum ræktað þær“, segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum. „Þær eru ræktaðar svolítið svipað og gúrkur enda eru þetta náskyldar plöntur. Þær eru settar í potta og svo klifra þær upp eftir þráðum alveg upp í topp og svo koma þessar gullfallegu melónur“, bætir Guðríður við. Melónurnar eru mjög fljótsprottnar en það eru ekki nema 10 vikur frá því að þær voru fræ. Guðríður gerir mikið af því að þefa af melónunum á plöntunum en með því er hún að athuga hvort þær séu nægilega þroskaðar en þá er sérstök lykt af þeim. Guðríður segir að bragðið af Garðyrkjuskóla melónunum sé einstakt. „Þetta er náttúrulega bara algjör lúxus, að geta farið og týnt melónu beint af plöntunni, skera hana niður og borða hana beint. Ef maður á að bera þetta saman við bíla þá er eins og að fá Rolls-Royce þegar manni hefur bara verið boðið Trabant fram að þessu“, segir Guðríður. Það eru ekki bara ræktaðar melónur í Garðyrkjuskólanum því það stendur mikið til á sumardaginn fyrsta, 25. apríl næstkomandi því þá verður haldið upp á 80 ára afmæli garðyrkjumenntunar á Íslandi. „Já, það verður opið hús hjá okkur á sumardaginn fyrsta eins og venjulega, við segjum nú stundum að þetta sé þjóðhátíðardagur garðyrkjunnar því það mæta allir“, segir Guðríður. Meðal heiðursgesta verður forseti Íslands og fjölskylda hans. Í dag eru um 60 nemendur í Garðyrkjuskólanum.Melónurnar sem ræktaðar eru í Garðyrkjuskólanum eru mjög fallegar og bragðgóðar.Magnús HlynurGuðríður í tilraunaklefanum þar sem melónurnar eru ræktaðar með góðum árangri í tilraunagróðurhúsinu.Magnús HlynurGuðríður vonast til að þeir gestir sem heimsæki Garðyrkjuskólanum á sumardaginn fyrsta geti jafnvel fengið að smakka á melónunum.Magnús Hlynur
Garðyrkja Ölfus Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira