Cyclothonið mun áfram lifa þrátt fyrir fall WOW Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2019 13:20 Frá ræsingunni í WOW Cyclothon við Hörpu í Reykjavík árið 2014. Fréttablaðið/Daníel Hjólreiðakeppnin, sem gengið hefur undir nafninu WOW Cyclothon, mun áfram lifa þrátt fyrir gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Þetta staðfestir Björk Kristjánsdóttir, keppnisstjóri WOW Cyclothon, í samtali við Vísi. Björk segir að keppnin muni fara fram í ár enda sé hún ekki háð því að WOW sé með starfsemi. Það sé WOW Sport sem hafi staðið fyrir keppninni frá árinu 2012 og sé um sjálfseignarstofnun að ræða. Fyrirhugað er að Cyclothonið fari fram dagana 25. til 29. júní í sumar. „Keppnin verður haldin. Við munum standa vörð um þennan frábæra viðburð og höldum ótrauð áfram,“ segir Björk.Fleiri styrktaraðilar WOW air hefur verið helsti styrktaraðili keppninnar frá upphafi og er því líklegt að nafn keppninnar komi til með að breytast. Björk segir að fleiri styrktaraðilar komi nú þegar að keppninni. Magnús Ragnarsson, annar upphafsmanna WOW Cyclothon, segir að viðræður um nýjan aðalstyrktaraðila standi nú yfir og að vonir standi til að sá verði kynntur á svokölluðum Ofurhjóladegi sem fram fer í Kringlunni á sunnudaginn næsta.Frá keppninni 2016Fréttablaðið/StefánHún segir að þátttakan hafi verið góð og rekstur félagsins góður. „Við höldum bara okkar striki. Það stendur til að tilkynna um styrktarmálefni í næstu viku, en við höfum á hverju ári styrkt eitthvað ákveðið málefni. Síðustu tvö árin höfum við styrkt Slysavarnafélagið Landsbjörg, en það verður nýtt í ár.“ Björk segir að margir hafi spurt um framtíð keppninnar í morgun eftir að tíðindin af gjaldþroti WOW air bárust. „Eðlilega eru margir að velta þessu fyrir sér,“ segir Björk.Svipuð skráning og síðustu ár Björk segir að skráningin í keppnina í ár hafi verið svipuð á þessum tíma og á síðustu árum. „Það er yfirleitt þannig að útlendingarnir skrá sig snemma og Íslendingar seint.“ Á heimasíðu WOW Cyclothon segir að keppnin sé hugarfóstur þeirra Skúla Mogensen og Magnúsar Ragnarsonar og hafi hugmyndin kviknað í spjalli þeirra árið 2011. Heilsa WOW Air Wow Cyclothon Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Hjólreiðakeppnin, sem gengið hefur undir nafninu WOW Cyclothon, mun áfram lifa þrátt fyrir gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Þetta staðfestir Björk Kristjánsdóttir, keppnisstjóri WOW Cyclothon, í samtali við Vísi. Björk segir að keppnin muni fara fram í ár enda sé hún ekki háð því að WOW sé með starfsemi. Það sé WOW Sport sem hafi staðið fyrir keppninni frá árinu 2012 og sé um sjálfseignarstofnun að ræða. Fyrirhugað er að Cyclothonið fari fram dagana 25. til 29. júní í sumar. „Keppnin verður haldin. Við munum standa vörð um þennan frábæra viðburð og höldum ótrauð áfram,“ segir Björk.Fleiri styrktaraðilar WOW air hefur verið helsti styrktaraðili keppninnar frá upphafi og er því líklegt að nafn keppninnar komi til með að breytast. Björk segir að fleiri styrktaraðilar komi nú þegar að keppninni. Magnús Ragnarsson, annar upphafsmanna WOW Cyclothon, segir að viðræður um nýjan aðalstyrktaraðila standi nú yfir og að vonir standi til að sá verði kynntur á svokölluðum Ofurhjóladegi sem fram fer í Kringlunni á sunnudaginn næsta.Frá keppninni 2016Fréttablaðið/StefánHún segir að þátttakan hafi verið góð og rekstur félagsins góður. „Við höldum bara okkar striki. Það stendur til að tilkynna um styrktarmálefni í næstu viku, en við höfum á hverju ári styrkt eitthvað ákveðið málefni. Síðustu tvö árin höfum við styrkt Slysavarnafélagið Landsbjörg, en það verður nýtt í ár.“ Björk segir að margir hafi spurt um framtíð keppninnar í morgun eftir að tíðindin af gjaldþroti WOW air bárust. „Eðlilega eru margir að velta þessu fyrir sér,“ segir Björk.Svipuð skráning og síðustu ár Björk segir að skráningin í keppnina í ár hafi verið svipuð á þessum tíma og á síðustu árum. „Það er yfirleitt þannig að útlendingarnir skrá sig snemma og Íslendingar seint.“ Á heimasíðu WOW Cyclothon segir að keppnin sé hugarfóstur þeirra Skúla Mogensen og Magnúsar Ragnarsonar og hafi hugmyndin kviknað í spjalli þeirra árið 2011.
Heilsa WOW Air Wow Cyclothon Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira