Ókunnugir staðháttum séu blekktir í Vaðlaheiðargöng Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. mars 2019 11:00 Adolf Ingi Erlingsson hefur starfað sem leiðsögumaður eftir að hann sagði skilið við fjölmiðlana. VÍSIR/ANTON BRINK Vegamerkingar í kringum Vaðlaheiðargöng eru til þess eins fallnar að blekkja erlenda ferðmenn og þau sem ekki eru kunnug staðháttum. Fyrir vikið séu þau neydd til að greiða gjald í göngin, í stað þess að aka gjaldfrjálsan tíu mínútna krók í gegnum Víkurskarð, að mati leiðsögumannsins Adolfs Inga Erlingssonar. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir í samskiptum við Vísi að stofnunin hafi ekki farið varhluta af þessari gagnrýni. Merkingarnar séu engu að síður í samræmi við reglur í þessum efnum. Adolf Ingi ræddi merkingarnar við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segist þurfa reglulega að eiga leið um Eyjafjörð við störf sín og að það hvarfli ekki að honum að aka um Vaðlaheiðargöng, nema hann sé tilneyddur.Sjá einnig: Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri„Mér dettur ekki í hug að nota göngin nema það sé eitthvað að veðri og færð,“ segir Adolf Ingi og bætir við: „Þetta er ekki það mikil stytting.“ Þegar færðin sé ágætin áætlar Adolf að hún sé um 10 mínútur, sé ekið um Víkurskarð. Hann telur að sama skapi að merkingarnar í kringum Vaðlaheiðargöng séu til þess eins fallnar að „blekkja fólk sem þekkir ekki til“ til að aka í gegnum göngin - með tilheyrandi gjaldgreiðslu.Vesturmunni Vaðlaheiðarganga.VÍSIR/TRYGGVI.Adolf segir aðkomuna að göngunum, úr báðum áttum, vera villandi. Skiltið austan við göngin segir að leiðin til Akureyrar sé í gegnum göngin en að á skiltinu sem beinir vegfarendum í átt að Víkurskarði standi aðeins „Víkurskarð.“ „Þetta segir erlendum ökumönnum, og þeim sem ekki þekkja þarna til, nákvæmlega ekki neitt,“ segir Adolfi Ingi sem vill að Víkurskarðsskiltið beini ökumönnum einnig til Akureyrar. Hann segir það sama vera upp á teningnum við vesturenda ganganna. Þar sé skilti sem „á stendur skýrt „Egilisstaðir, Mývatn og Húsavík“ og beinir þér í gegnum göngina,“ lýsir Adolf. Á skiltinu sem beinir ökumönnum að Víkurskarði standi hins vegar aðeins Grenivík og Svalbarðseyri. „Ég efast um að útlendingar séu almennt mjög vel upplýstir um það að leiðin um Svalbarðseyri og Grenivík leiði þig til Húsavíkur, Mývatns og Egilsstaða,“ segir Adolf Ingi. Þetta sé því til þess fallið að blekkja fólk til að fara í gegnum göngin. Þessu sé hins vegar ekki eins farið við Hvalfjarðargöng. Þar séu skilti sem beini fólki til Akureyrar, bæði í gegnum göngin og um Hvalfjörð, en með misjöfnum vegalengdum.„Mér finnst ekki hlutverk Vegagerðarinnar að plata grunlaust fólk til að fara í göngin. Mér finnst þetta lykta af því að Vegagerðin kói með framkvæmdaraðilum að ná sem flestum inn,“ segir Adolf Ingi.Í samræmi við kerfi Í samskiptum við Vísi segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, að stofnunin hafi fengið veður af sams konar gagnrýni - þ.e. að leiðin um Víkurskarð sé ekki betur kynnt. Merkingarnar við Vaðlaheiðargöng séu þó í samræmi við „ákveðið kerfi um nærstaði og fjarstaði,“ eins og Pétur orðar það - „þarna rétt eins og annars staðar.“ Reglan sé að skilti eigi að vísa stystu leið á ákveðinn áfangastað. Engu að síður séu undantekningar á því þar sem vísað er á tvær leiðir. „Við munum skoða það betur en merkingar voru hannaðar fyrir útboð þarna fyrir um áratug,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Spjall Adolfs Inga við stjórnendur Bítisins má heyra í spilaranum hér að ofan. Akureyri Bítið Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir 85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð. 9. febrúar 2019 20:15 Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. 21. mars 2019 06:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Vegamerkingar í kringum Vaðlaheiðargöng eru til þess eins fallnar að blekkja erlenda ferðmenn og þau sem ekki eru kunnug staðháttum. Fyrir vikið séu þau neydd til að greiða gjald í göngin, í stað þess að aka gjaldfrjálsan tíu mínútna krók í gegnum Víkurskarð, að mati leiðsögumannsins Adolfs Inga Erlingssonar. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir í samskiptum við Vísi að stofnunin hafi ekki farið varhluta af þessari gagnrýni. Merkingarnar séu engu að síður í samræmi við reglur í þessum efnum. Adolf Ingi ræddi merkingarnar við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segist þurfa reglulega að eiga leið um Eyjafjörð við störf sín og að það hvarfli ekki að honum að aka um Vaðlaheiðargöng, nema hann sé tilneyddur.Sjá einnig: Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri„Mér dettur ekki í hug að nota göngin nema það sé eitthvað að veðri og færð,“ segir Adolf Ingi og bætir við: „Þetta er ekki það mikil stytting.“ Þegar færðin sé ágætin áætlar Adolf að hún sé um 10 mínútur, sé ekið um Víkurskarð. Hann telur að sama skapi að merkingarnar í kringum Vaðlaheiðargöng séu til þess eins fallnar að „blekkja fólk sem þekkir ekki til“ til að aka í gegnum göngin - með tilheyrandi gjaldgreiðslu.Vesturmunni Vaðlaheiðarganga.VÍSIR/TRYGGVI.Adolf segir aðkomuna að göngunum, úr báðum áttum, vera villandi. Skiltið austan við göngin segir að leiðin til Akureyrar sé í gegnum göngin en að á skiltinu sem beinir vegfarendum í átt að Víkurskarði standi aðeins „Víkurskarð.“ „Þetta segir erlendum ökumönnum, og þeim sem ekki þekkja þarna til, nákvæmlega ekki neitt,“ segir Adolfi Ingi sem vill að Víkurskarðsskiltið beini ökumönnum einnig til Akureyrar. Hann segir það sama vera upp á teningnum við vesturenda ganganna. Þar sé skilti sem „á stendur skýrt „Egilisstaðir, Mývatn og Húsavík“ og beinir þér í gegnum göngina,“ lýsir Adolf. Á skiltinu sem beinir ökumönnum að Víkurskarði standi hins vegar aðeins Grenivík og Svalbarðseyri. „Ég efast um að útlendingar séu almennt mjög vel upplýstir um það að leiðin um Svalbarðseyri og Grenivík leiði þig til Húsavíkur, Mývatns og Egilsstaða,“ segir Adolf Ingi. Þetta sé því til þess fallið að blekkja fólk til að fara í gegnum göngin. Þessu sé hins vegar ekki eins farið við Hvalfjarðargöng. Þar séu skilti sem beini fólki til Akureyrar, bæði í gegnum göngin og um Hvalfjörð, en með misjöfnum vegalengdum.„Mér finnst ekki hlutverk Vegagerðarinnar að plata grunlaust fólk til að fara í göngin. Mér finnst þetta lykta af því að Vegagerðin kói með framkvæmdaraðilum að ná sem flestum inn,“ segir Adolf Ingi.Í samræmi við kerfi Í samskiptum við Vísi segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, að stofnunin hafi fengið veður af sams konar gagnrýni - þ.e. að leiðin um Víkurskarð sé ekki betur kynnt. Merkingarnar við Vaðlaheiðargöng séu þó í samræmi við „ákveðið kerfi um nærstaði og fjarstaði,“ eins og Pétur orðar það - „þarna rétt eins og annars staðar.“ Reglan sé að skilti eigi að vísa stystu leið á ákveðinn áfangastað. Engu að síður séu undantekningar á því þar sem vísað er á tvær leiðir. „Við munum skoða það betur en merkingar voru hannaðar fyrir útboð þarna fyrir um áratug,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Spjall Adolfs Inga við stjórnendur Bítisins má heyra í spilaranum hér að ofan.
Akureyri Bítið Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir 85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð. 9. febrúar 2019 20:15 Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. 21. mars 2019 06:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð. 9. febrúar 2019 20:15
Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. 21. mars 2019 06:15