Tugmilljóna bótadómur bifhjólamanns sendur aftur í hérað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2019 09:20 Landsréttur. Vísir/Hanna Landsréttur hefur vísað 67 milljóna króna bótamáli bifhjólamanns aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninum milljónirnar í bætur vegna umferðarslyss sem hann varð fyrir árið 2013. Maðurinn varð fyrir slysi þann 11. ágúst það ár en þá ók maðurinn bifhjóli sínu aftan á pallbifreið. Krafist hann 67 milljóna bóta frá Verði, tryggingarfélagi mannsins en krafist var fullra og óskertra bóta úr slysatryggingu mannsins. Þegar málið var tekið fyrir í héraði óskuðu bifhjólamaðurinn og tryggingarfélagið sameiginlega eftir mati á líkamstjóni hans. Læknir og lögmaður framkvæmdu matið og mátu sem svo að varanleg örorka mannsins væri 85 prósent og varanlegur miski 68 stig. Tryggingarfélagið vildi hins vegar helminga bætur mannsins þar sem það taldi að rekja mætti slysið til stórkostlegs gáleysis bifhjólamannsins. Deila mannsins og Tryggingarfélagsins í héraði snerist að miklu leyti um á hvaða hraða maðurinn hafi verið þegar slysið varð. Taldi Tryggingarfélagið manninn hafi ekið bifhjólinu á 115 km/klst er slysið var. Þessu mótmælti maðurinn en hámarkshraði á vegarkaflanum þar sem slysið var er 70 km/klst. Mátti ekki kalla til tvo sérfróða meðdómendur með sömu sérkunnáttu Þegar dæmt var í málinu í héraðsdómi voru kallaðir til tveir sérfróðir meðdómendur, byggingarverkfræðingur og prófessor í eðlisfræði. Var það niðurstaða þeirra að ekki lægu fyrir nægjanlega áreiðanleg gögn til þess að leggja mat á ökuhraða bifhjólsins er slysið varð, því þyrfti tryggingarfélagið að bera hallann af því að hafa ekki náð að að sýna fram á hið meinta stórkostlega gáleysi mannsins. Voru manninum því dæmdar fullar bætur, 67 milljónir. Tryggingarfélagið áfrýjaði málinu til Landsréttar sem kvað upp úrskurð sinn í gær. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að samkvæmt lagabreytingum sem tóku gildi árið 2018, áður en hinir sérfróðu meðdómsmenn tóku sæti í dómi við meðferð málsins héraði, væri skipan þeirra ólögleg. Í lögunum segir að að dómari geti, ef deilt er um staðreyndir, kvatt til einn meðdómsmann sem hafi sérkunnáttu. Heimilt sé að kalla til tvo meðdómsmenn ef dómari telji þurfa sérkunnáttu á fleiri en einu sviði. Í úrskurði Landsréttar segir að sérkunnátta byggingarverkfræðingsins og eðlisfræðingsins lúti að sama matsatriði, hraða bifhjólsns, og því hafi skipan þeirra beggja andstæð lögum. Ómerkti Landsréttur því dóminn og sendi hann aftur til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Úrskurð Landsréttar má lesa hér. Dómsmál Tryggingar Samgönguslys Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Landsréttur hefur vísað 67 milljóna króna bótamáli bifhjólamanns aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninum milljónirnar í bætur vegna umferðarslyss sem hann varð fyrir árið 2013. Maðurinn varð fyrir slysi þann 11. ágúst það ár en þá ók maðurinn bifhjóli sínu aftan á pallbifreið. Krafist hann 67 milljóna bóta frá Verði, tryggingarfélagi mannsins en krafist var fullra og óskertra bóta úr slysatryggingu mannsins. Þegar málið var tekið fyrir í héraði óskuðu bifhjólamaðurinn og tryggingarfélagið sameiginlega eftir mati á líkamstjóni hans. Læknir og lögmaður framkvæmdu matið og mátu sem svo að varanleg örorka mannsins væri 85 prósent og varanlegur miski 68 stig. Tryggingarfélagið vildi hins vegar helminga bætur mannsins þar sem það taldi að rekja mætti slysið til stórkostlegs gáleysis bifhjólamannsins. Deila mannsins og Tryggingarfélagsins í héraði snerist að miklu leyti um á hvaða hraða maðurinn hafi verið þegar slysið varð. Taldi Tryggingarfélagið manninn hafi ekið bifhjólinu á 115 km/klst er slysið var. Þessu mótmælti maðurinn en hámarkshraði á vegarkaflanum þar sem slysið var er 70 km/klst. Mátti ekki kalla til tvo sérfróða meðdómendur með sömu sérkunnáttu Þegar dæmt var í málinu í héraðsdómi voru kallaðir til tveir sérfróðir meðdómendur, byggingarverkfræðingur og prófessor í eðlisfræði. Var það niðurstaða þeirra að ekki lægu fyrir nægjanlega áreiðanleg gögn til þess að leggja mat á ökuhraða bifhjólsins er slysið varð, því þyrfti tryggingarfélagið að bera hallann af því að hafa ekki náð að að sýna fram á hið meinta stórkostlega gáleysi mannsins. Voru manninum því dæmdar fullar bætur, 67 milljónir. Tryggingarfélagið áfrýjaði málinu til Landsréttar sem kvað upp úrskurð sinn í gær. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að samkvæmt lagabreytingum sem tóku gildi árið 2018, áður en hinir sérfróðu meðdómsmenn tóku sæti í dómi við meðferð málsins héraði, væri skipan þeirra ólögleg. Í lögunum segir að að dómari geti, ef deilt er um staðreyndir, kvatt til einn meðdómsmann sem hafi sérkunnáttu. Heimilt sé að kalla til tvo meðdómsmenn ef dómari telji þurfa sérkunnáttu á fleiri en einu sviði. Í úrskurði Landsréttar segir að sérkunnátta byggingarverkfræðingsins og eðlisfræðingsins lúti að sama matsatriði, hraða bifhjólsns, og því hafi skipan þeirra beggja andstæð lögum. Ómerkti Landsréttur því dóminn og sendi hann aftur til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Úrskurð Landsréttar má lesa hér.
Dómsmál Tryggingar Samgönguslys Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira