Þingmenn þrátta um innihald í opnum orkupakka Heimir Már Pétursson skrifar 9. apríl 2019 20:32 Útlit er fyrir að fyrstu umræður um mál sem tengjast þriðja orkupakkann standi að minnsta kosti alla þessa viku á Alþingi. Andstæðingar málsins eru sakaðir um að fara með rangt mál og sá tortryggni. Þingmenn eiga eftir að ræða tvö frumvörp og tvær þingsályktanir frá ríkisstjórninni vegna þriðja orkupakkans og hafa frá því um miðjan dag í gær ekki náð að klára fyrri umræðu í annarri þingsályktuninni. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins er einn andstæðinga málsins sem vara við framsali þjóðarinnar á sjálfsákvörðunarrétti og efast um að orkupakkinn standist stjórnarskrá. „Og það er alveg kristaltært ef fyrirtæki eins og til dæmis þýski raforkurisinn Eon hefur tæknilegan undirbúning að rafstreng frá Ísland þá dugir það ekkert fyrir okkur að mótmæla því,” sagði Birgir. Reyndar eru fyrirvarar í frumvörpunum um að sæstrengur verði aldrei lagður, hvorki af innlendum né erlendum aðilum, nema Alþingi taki um það ákvörðun með lögum og hefur Evrópusambandið tekið undir þann skilning í viðræðum við utanríkisráðherra. „Málið verður á valdsviði Evrópusambandsins og það er hugsanlegt að þetta stangist á við EES samninginn um magntakmarkanir á inn og útflutningi,” sagði Birgir. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði Birgi ekki hafa neitt fyrir sér í málflutningi sínum. „Þetta eru bara einhverjar áhyggjur. Ég get alveg eins haft áhyggjur af því að sólardögum fækkaði ef við innleiddum þennan orkupakka. Ég hef ekkert fyrir mér í því. Þarna er bara verið að sá endalaust tortryggni. Velta upp einhverjum hlutum. Það er ekkert í þessu sem sviftir okkur forræði yfir orkulindunum. Skyldar okkur ekkert til að fara inn í þennan orkumarkað. Fjöldi þingmanna hefur tekið til máls um orkupakkann sem flestir þingmenn allra flokka nema Miðflokksins og Flokks fólksins styðja. Með sama áframhaldi er afar ólíklegt að fyrstu umræðum um málin fjögur ljúki í þessari viku en þingfundur mun standa fram á kvöld. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál Þingmaður Pírata segir Þorstein Sæmundsson ljúga til að ala á ótta. 8. apríl 2019 15:38 Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00 Þorsteinn hellir sér yfir Miðflokksmenn Þingmaðurinn segir óþolandi að sitja undir ásökunum um að hann sitji á svikráðum við þjóð sína. 9. apríl 2019 15:53 Segir umræðuna of sjálfhverfa Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær. 9. apríl 2019 06:15 Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Útlit er fyrir að fyrstu umræður um mál sem tengjast þriðja orkupakkann standi að minnsta kosti alla þessa viku á Alþingi. Andstæðingar málsins eru sakaðir um að fara með rangt mál og sá tortryggni. Þingmenn eiga eftir að ræða tvö frumvörp og tvær þingsályktanir frá ríkisstjórninni vegna þriðja orkupakkans og hafa frá því um miðjan dag í gær ekki náð að klára fyrri umræðu í annarri þingsályktuninni. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins er einn andstæðinga málsins sem vara við framsali þjóðarinnar á sjálfsákvörðunarrétti og efast um að orkupakkinn standist stjórnarskrá. „Og það er alveg kristaltært ef fyrirtæki eins og til dæmis þýski raforkurisinn Eon hefur tæknilegan undirbúning að rafstreng frá Ísland þá dugir það ekkert fyrir okkur að mótmæla því,” sagði Birgir. Reyndar eru fyrirvarar í frumvörpunum um að sæstrengur verði aldrei lagður, hvorki af innlendum né erlendum aðilum, nema Alþingi taki um það ákvörðun með lögum og hefur Evrópusambandið tekið undir þann skilning í viðræðum við utanríkisráðherra. „Málið verður á valdsviði Evrópusambandsins og það er hugsanlegt að þetta stangist á við EES samninginn um magntakmarkanir á inn og útflutningi,” sagði Birgir. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði Birgi ekki hafa neitt fyrir sér í málflutningi sínum. „Þetta eru bara einhverjar áhyggjur. Ég get alveg eins haft áhyggjur af því að sólardögum fækkaði ef við innleiddum þennan orkupakka. Ég hef ekkert fyrir mér í því. Þarna er bara verið að sá endalaust tortryggni. Velta upp einhverjum hlutum. Það er ekkert í þessu sem sviftir okkur forræði yfir orkulindunum. Skyldar okkur ekkert til að fara inn í þennan orkumarkað. Fjöldi þingmanna hefur tekið til máls um orkupakkann sem flestir þingmenn allra flokka nema Miðflokksins og Flokks fólksins styðja. Með sama áframhaldi er afar ólíklegt að fyrstu umræðum um málin fjögur ljúki í þessari viku en þingfundur mun standa fram á kvöld.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál Þingmaður Pírata segir Þorstein Sæmundsson ljúga til að ala á ótta. 8. apríl 2019 15:38 Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00 Þorsteinn hellir sér yfir Miðflokksmenn Þingmaðurinn segir óþolandi að sitja undir ásökunum um að hann sitji á svikráðum við þjóð sína. 9. apríl 2019 15:53 Segir umræðuna of sjálfhverfa Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær. 9. apríl 2019 06:15 Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál Þingmaður Pírata segir Þorstein Sæmundsson ljúga til að ala á ótta. 8. apríl 2019 15:38
Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00
Þorsteinn hellir sér yfir Miðflokksmenn Þingmaðurinn segir óþolandi að sitja undir ásökunum um að hann sitji á svikráðum við þjóð sína. 9. apríl 2019 15:53
Segir umræðuna of sjálfhverfa Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær. 9. apríl 2019 06:15
Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19