TF-SIF líklega síðasta mannaða flugvél Landhelgisgæslunnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. apríl 2019 23:37 Hermes 900 dróni í eftirlitsflugi Landhelgisgæslan mun gera út stóran dróna frá Egilsstaðaflugvelli frá næstu mánaðarmótum. Um samstarfsverkefni Landhelginsgæslunnar, EMSA og Siglingastofnunnar Evrópu er að ræða og verður loftfarið hér á landi í þrjá mánuði. Þó dróninn sé mannlaus á flugi fylgir honum fjölmenn áhöfn og munu flugmenn fljúga honum frá jörðu niðri og er stjórnað í gegnum gervitungl. Á þessu þriggja mánaða tímabili verður dróninn prófaður við löggæslu, leit- og björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland.Vel búinn tækjum til eftirlits Dróninn er af gerðinni Hermes 900, vegur rúmt tonn og er með fimmtán metra vænghaf og þarf flugbraut til þess að taka á loft. Hann kemst á um hundrað og tuttugu kílómetra hraða, hefur afísingarbúnað en auk þess er hann búinn myndavélum, hitamyndavél, radar auk sérstaks búnaðar sem greinir neyðarboð og sendir þau áfram til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Loftfarið er með átta hundruð kílómetra drægni og getur því auðveldlega flogið að lögsögumörkum Íslands fyrir austan landið samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Meginhluti samstarfsverkefnisins er fjármagnaður af EMSA sem einnig er þjónustuaðili loftfarsins og er þetta í fyrsta sinn sem stofnunin útvegar dróna af þessari stærð til notkunar. Gert er ráð fyrir því að verkefninu ljúki í lok júlí í sumar en Landhelgisgæslan bindur miklar væntingar við að sjá hvernig tæki sem þetta nýtist við löggæslu, leit og björgun á hafinu umhverfis Ísland.Georg Kr. Lárusson er forstjóri Landhelgisgæslunnar.TF-Sif líklega síðasta mannaða flugvél gæslunnar Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar sagði, í þættinum Reykjavík síðdegis á föstudag, að áhöfnin sem fylgi drónanum komi að stjórnun hans, úrvinnslu gagna og svo framvegis. Þeirra hlutverk er einnig að kenna starfsmönnum Landhelgisgæslunnar á loftafarið og undirstöðuatriðin. Gerorg segir að líklega sé flugvélin sem Landhelgisgæslan á og rekur núna síðasta mannaða flugvél gæslunnar og í framtíðinni munu ómönnuð loftför taka við. Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Landhelgisgæslan mun gera út stóran dróna frá Egilsstaðaflugvelli frá næstu mánaðarmótum. Um samstarfsverkefni Landhelginsgæslunnar, EMSA og Siglingastofnunnar Evrópu er að ræða og verður loftfarið hér á landi í þrjá mánuði. Þó dróninn sé mannlaus á flugi fylgir honum fjölmenn áhöfn og munu flugmenn fljúga honum frá jörðu niðri og er stjórnað í gegnum gervitungl. Á þessu þriggja mánaða tímabili verður dróninn prófaður við löggæslu, leit- og björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland.Vel búinn tækjum til eftirlits Dróninn er af gerðinni Hermes 900, vegur rúmt tonn og er með fimmtán metra vænghaf og þarf flugbraut til þess að taka á loft. Hann kemst á um hundrað og tuttugu kílómetra hraða, hefur afísingarbúnað en auk þess er hann búinn myndavélum, hitamyndavél, radar auk sérstaks búnaðar sem greinir neyðarboð og sendir þau áfram til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Loftfarið er með átta hundruð kílómetra drægni og getur því auðveldlega flogið að lögsögumörkum Íslands fyrir austan landið samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Meginhluti samstarfsverkefnisins er fjármagnaður af EMSA sem einnig er þjónustuaðili loftfarsins og er þetta í fyrsta sinn sem stofnunin útvegar dróna af þessari stærð til notkunar. Gert er ráð fyrir því að verkefninu ljúki í lok júlí í sumar en Landhelgisgæslan bindur miklar væntingar við að sjá hvernig tæki sem þetta nýtist við löggæslu, leit og björgun á hafinu umhverfis Ísland.Georg Kr. Lárusson er forstjóri Landhelgisgæslunnar.TF-Sif líklega síðasta mannaða flugvél gæslunnar Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar sagði, í þættinum Reykjavík síðdegis á föstudag, að áhöfnin sem fylgi drónanum komi að stjórnun hans, úrvinnslu gagna og svo framvegis. Þeirra hlutverk er einnig að kenna starfsmönnum Landhelgisgæslunnar á loftafarið og undirstöðuatriðin. Gerorg segir að líklega sé flugvélin sem Landhelgisgæslan á og rekur núna síðasta mannaða flugvél gæslunnar og í framtíðinni munu ómönnuð loftför taka við.
Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira