Hrósar ungu fólki fyrir að skrópa í skólanum Heimsljós kynnir 8. apríl 2019 16:45 Fimmtánda mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Einnig á Íslandi. Vilhelm Það er ekki á hverjum degi sem einn af æðstu mönnum heims hrósar ungmennum fyrir að skrópa í skólann, en það gerði António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna nýverið. Í blaðagrein sem hann skrifaði lauk hann lofsorði á nemendur sem skrópuðu í skólann til þess að ganga fylktu liði til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. „Þessir skólabörn hafa skilið það sem hefur farið framhjá eldra fólki: að við erum í kapphlaupi við tímann og erum að tapa. Tíminn til að grípa til aðgerða er að renna út. Við höfum ekki þann munað að geta beðið. Frestanir eru næstum jafnhættulegar og afneitun.” Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) fjallar um málið: Loftslagsaðgerðir ungmenna eiga rætur að rekja til Svíþjóðar en þar fór hin 16 ára gamla Greta Thunberg í verkfall á föstudegi og settist á tröppur við sænska þingið með skilti sem á stóð „verkfall fyrir loftslagið.” Fyrsta föstudaginn var hún ein en smátt og smátt fjölgaði þeim sem slógust í hópinn og nú hafa þúsundir ungmenna um allan heim tekið þátt í loftslags-verkföllum. Í desember síðastliðnum var Thunberg boðið á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice. Þar sakaði hún leiðtoga heimsins um að haga sér eins og ábyrgðarlausir krakkar. Nýlega var hún tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels. Rúmlega ein milljón hefur slegist í hópinn frá því Thunberg settist á tröppurnar. 15. mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Hvort heldur sem er í Nýja Sjálandi eða Suður-Kóreu, Indlandi eða Íslandi. Agla Elín Davíðsdóttir, þrettán ára er ein af þeim sem hafa mætt reglulega á Austurvöll á föstudögum til að krefjast aðgerða. „Viðbrögð hafa verið mjög góð, flestir foreldra vina minna styðja okkur og meira að segja kennarar líka, þótt við séum að skrópa í skólanum.” Agla Elín segir að þetta átaka hafi orðið til þess að minnsta kosti í hennar bekk og skóla að krakkar hafi farið að tala um loftslagsmál. „Þetta skiptir mig og vini mína miklu máli. Fólk heldur að börn hafi ekki endilega áhuga á þessu og sé ekki upplýst um þetta, en það er ekki rétt. Það er fullt af börnum vilja breytingar og eru að berjast fyrir þessu. Helsta krafa unga fólksins er að stjórnmálamenn grípi til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins um að hiti á jörðinni hækki ekki um meir en eina og hálfa gráðu miðað við fyrir iðnbyltingu. Fréttin birtist fyrst í Norrænu fréttabréfi UNRICÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent
Það er ekki á hverjum degi sem einn af æðstu mönnum heims hrósar ungmennum fyrir að skrópa í skólann, en það gerði António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna nýverið. Í blaðagrein sem hann skrifaði lauk hann lofsorði á nemendur sem skrópuðu í skólann til þess að ganga fylktu liði til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. „Þessir skólabörn hafa skilið það sem hefur farið framhjá eldra fólki: að við erum í kapphlaupi við tímann og erum að tapa. Tíminn til að grípa til aðgerða er að renna út. Við höfum ekki þann munað að geta beðið. Frestanir eru næstum jafnhættulegar og afneitun.” Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) fjallar um málið: Loftslagsaðgerðir ungmenna eiga rætur að rekja til Svíþjóðar en þar fór hin 16 ára gamla Greta Thunberg í verkfall á föstudegi og settist á tröppur við sænska þingið með skilti sem á stóð „verkfall fyrir loftslagið.” Fyrsta föstudaginn var hún ein en smátt og smátt fjölgaði þeim sem slógust í hópinn og nú hafa þúsundir ungmenna um allan heim tekið þátt í loftslags-verkföllum. Í desember síðastliðnum var Thunberg boðið á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice. Þar sakaði hún leiðtoga heimsins um að haga sér eins og ábyrgðarlausir krakkar. Nýlega var hún tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels. Rúmlega ein milljón hefur slegist í hópinn frá því Thunberg settist á tröppurnar. 15. mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Hvort heldur sem er í Nýja Sjálandi eða Suður-Kóreu, Indlandi eða Íslandi. Agla Elín Davíðsdóttir, þrettán ára er ein af þeim sem hafa mætt reglulega á Austurvöll á föstudögum til að krefjast aðgerða. „Viðbrögð hafa verið mjög góð, flestir foreldra vina minna styðja okkur og meira að segja kennarar líka, þótt við séum að skrópa í skólanum.” Agla Elín segir að þetta átaka hafi orðið til þess að minnsta kosti í hennar bekk og skóla að krakkar hafi farið að tala um loftslagsmál. „Þetta skiptir mig og vini mína miklu máli. Fólk heldur að börn hafi ekki endilega áhuga á þessu og sé ekki upplýst um þetta, en það er ekki rétt. Það er fullt af börnum vilja breytingar og eru að berjast fyrir þessu. Helsta krafa unga fólksins er að stjórnmálamenn grípi til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins um að hiti á jörðinni hækki ekki um meir en eina og hálfa gráðu miðað við fyrir iðnbyltingu. Fréttin birtist fyrst í Norrænu fréttabréfi UNRICÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent