Matarsóun er þriðji stærsti losunarvaldurinn á kolefni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. apríl 2019 12:52 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur áhyggjur af því að matarsóun í heiminum sé þriðji stærsti losunarvaldurinn í heiminum yfir kolefni og leggur áherslu á að stjórnvöld axli þá ábyrgð að dragi vagninn með markmiðum í loftlagsmálum. Katrín og nokkrir aðrir þingmenn Vinstri grænna mættu nýlega á Hótel Selfoss þar sem boðið var til opins fundar um þau mál, sem bera hæst á stjórnmálasviðinu um þessar mundir. Forsætisráðherra var tíðrætt um loftlagsáætlun stjórnvalda og þar með aukna kolefnisbindingu. „Í loftslagsáætluninni setjum við okkur tvö markmið. Annars vegar að standast Parísarsamkomulagið um samdrátt í losun fyrir árið 2030 og hins vegar að verða kolefnishlutlaus ekki seinna en árið 2040“, segir Katrín.En hvað þýðir að vera kolefnishlutlaus? „Það þýðir til dæmis að þurfi maður að losa gróðurhúsalofttegundir með því að fljúga þá getur maður kolefnisjafnað með því ræsa fram votlendi, ráðast í aukna landgræðslu, ráðast í skógrækt eða hugsanlega að að beita öðrum aðferðum eins og verið er að reyna upp á Hellisheiði með góðum árangri, sem er að dæla kolefninu niður í berg þannig að það fer úr andrúmsloftinu inn í bergið“. Katrín nefndi á fundinum þrjá stærstu losunarvalda á kolefni í heiminum. „Ef við horfum á losunarvalda í heiminum þá eru það Kína í fyrsta sæti, Bandaríkin í öðru og matarsóun í þriðja sæti yfir losun kolefnis. Það er ekkert skrýtið því ef við tökum bara matarsóun okkar Íslendinga þá er hún sambærileg við það að ef við færum út í búð og keyptum þrjá poka af mat. Áður en við opnum bílinn okkar og keyrum heim þá hendum við einum pokanum og skiljum hann eftir, því það er það sem við gerum við þessi gríðarlegu verðmætum, sem eru matvæli“, segir forsætisráðherra.Almar Sigurðsson, fundarstjóri og þingmennirnir þrír sem mættu með Katrínu á fundinn.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Loftslagsmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur áhyggjur af því að matarsóun í heiminum sé þriðji stærsti losunarvaldurinn í heiminum yfir kolefni og leggur áherslu á að stjórnvöld axli þá ábyrgð að dragi vagninn með markmiðum í loftlagsmálum. Katrín og nokkrir aðrir þingmenn Vinstri grænna mættu nýlega á Hótel Selfoss þar sem boðið var til opins fundar um þau mál, sem bera hæst á stjórnmálasviðinu um þessar mundir. Forsætisráðherra var tíðrætt um loftlagsáætlun stjórnvalda og þar með aukna kolefnisbindingu. „Í loftslagsáætluninni setjum við okkur tvö markmið. Annars vegar að standast Parísarsamkomulagið um samdrátt í losun fyrir árið 2030 og hins vegar að verða kolefnishlutlaus ekki seinna en árið 2040“, segir Katrín.En hvað þýðir að vera kolefnishlutlaus? „Það þýðir til dæmis að þurfi maður að losa gróðurhúsalofttegundir með því að fljúga þá getur maður kolefnisjafnað með því ræsa fram votlendi, ráðast í aukna landgræðslu, ráðast í skógrækt eða hugsanlega að að beita öðrum aðferðum eins og verið er að reyna upp á Hellisheiði með góðum árangri, sem er að dæla kolefninu niður í berg þannig að það fer úr andrúmsloftinu inn í bergið“. Katrín nefndi á fundinum þrjá stærstu losunarvalda á kolefni í heiminum. „Ef við horfum á losunarvalda í heiminum þá eru það Kína í fyrsta sæti, Bandaríkin í öðru og matarsóun í þriðja sæti yfir losun kolefnis. Það er ekkert skrýtið því ef við tökum bara matarsóun okkar Íslendinga þá er hún sambærileg við það að ef við færum út í búð og keyptum þrjá poka af mat. Áður en við opnum bílinn okkar og keyrum heim þá hendum við einum pokanum og skiljum hann eftir, því það er það sem við gerum við þessi gríðarlegu verðmætum, sem eru matvæli“, segir forsætisráðherra.Almar Sigurðsson, fundarstjóri og þingmennirnir þrír sem mættu með Katrínu á fundinn.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Loftslagsmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira