Framkvæmdastjóri ESA segir boðskapinn ekki fela í sér andúð á innflytjendum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. apríl 2019 19:30 Öryggis- og herskóli boðaði til kynningarfundar hér á landi um námskeið í vopnaburði í dag. Ekkert varð þó af fundinum þar sem staðarhaldarar neituðu að hýsa fundinn. Framkvæmdastjóri skólans vísar því alfarið á bug að í boðskapnum felist andúð á innflytjendum. Til stóð að halda kynningarfund um námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum í dag. En það er öryggis- og herskólinn European Security Academy sem stendur fyrir námskeiðinu. Kynningarfundurinn átti að fara fram á Grand Hotel í dag. Ekkert varð af fundinum þar sem Grand Hotel ákvað að þar skyldi hann ekki fara fram. Þetta staðfesti hótelstjóri Grand Hotels við fréttastofu í morgun en hún vildi ekki fara nánar út í ástæður ákvörðunarinnar. Þegar í ljós kom kynningarfundinum hefði verið úthýst af hótelinu höfðu forsvarsmenn ESA samband við veitingastaðinn Sólon í Bankastræti, en staðurinn varð ekki við ósk þeirra. Hefur því fundinum verið frestað þar til rými finnst.Til stóð að námskeiðið færi fram á Grand Hótel í dag.vísir/egillSamtök hernaðarandstæðinga sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir fordæma fundinn. Formaður samtakanna segir þátttakendur námskeiðisins hafa lýst því yfir að þeir séu að verja sig gegn útlendingum og flóttamönnum. „Okkur finnst almennt séð vafasamt að einkaaðilar standi fyrir því senda Íslendinga í einhverja vopnaþjálfun í herskóla í Austur Evrópu í svona herlausu og friðsömu landi,“ sagði Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Bartosz Bryl Framkvæmdastjóri ESA er hissa á gagnrýni sem skólinn hefur fengið hérlendis. Hann segir slíka gagnrýni ekki á lofti í öðrum löndum. „Sem framkvæmdastjóri félagsins er ég sármóðgaður eftir lestur blaðagreinar sem birtist um málið,“ sagði Bartosz Bryl, framkvæmdastjóri ESA. Í umfjöllun Stundarinnar um málið kom fram að einhverjir vilji nýta sér fundinn til að verjast straumi innflytjenda sem hingað koma. Bart segir það alls ekki tilgang skólans. „Nei, það er alls ekki rétt. ESA hefur ekkert með slíkt að gera,“ sagði Bartosz. Bartosz Bryl er framkvæmdastjóri ESAAðsend mynd frá Bartosz BrylJónas Hafsteinsson hjá leyfadeild lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu segir umræddan fund ámælisverðan og í einhverjum tilfellum ólögmætan, ef um er að ræða hatursorðræðu og meðferð skotvopna. Verði fundurinn haldinn á næstu dögum kemur til greina að lögregla stöðvi fundinn. Innflytjendamál Reykjavík Tengdar fréttir Segir óvandaðar umfjallanir hafa haft áhrif á viðhorf fólks Halldór Fannar Kristjánsson segir misskilnings gæta um eðli kynningarfundar á námi European Security Academy, sem fara átti fram á Grand Hótel í dag. 6. apríl 2019 14:19 Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Til stóð að European Security Academy héldi námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum á hótelinu í dag. 6. apríl 2019 10:54 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Öryggis- og herskóli boðaði til kynningarfundar hér á landi um námskeið í vopnaburði í dag. Ekkert varð þó af fundinum þar sem staðarhaldarar neituðu að hýsa fundinn. Framkvæmdastjóri skólans vísar því alfarið á bug að í boðskapnum felist andúð á innflytjendum. Til stóð að halda kynningarfund um námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum í dag. En það er öryggis- og herskólinn European Security Academy sem stendur fyrir námskeiðinu. Kynningarfundurinn átti að fara fram á Grand Hotel í dag. Ekkert varð af fundinum þar sem Grand Hotel ákvað að þar skyldi hann ekki fara fram. Þetta staðfesti hótelstjóri Grand Hotels við fréttastofu í morgun en hún vildi ekki fara nánar út í ástæður ákvörðunarinnar. Þegar í ljós kom kynningarfundinum hefði verið úthýst af hótelinu höfðu forsvarsmenn ESA samband við veitingastaðinn Sólon í Bankastræti, en staðurinn varð ekki við ósk þeirra. Hefur því fundinum verið frestað þar til rými finnst.Til stóð að námskeiðið færi fram á Grand Hótel í dag.vísir/egillSamtök hernaðarandstæðinga sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir fordæma fundinn. Formaður samtakanna segir þátttakendur námskeiðisins hafa lýst því yfir að þeir séu að verja sig gegn útlendingum og flóttamönnum. „Okkur finnst almennt séð vafasamt að einkaaðilar standi fyrir því senda Íslendinga í einhverja vopnaþjálfun í herskóla í Austur Evrópu í svona herlausu og friðsömu landi,“ sagði Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Bartosz Bryl Framkvæmdastjóri ESA er hissa á gagnrýni sem skólinn hefur fengið hérlendis. Hann segir slíka gagnrýni ekki á lofti í öðrum löndum. „Sem framkvæmdastjóri félagsins er ég sármóðgaður eftir lestur blaðagreinar sem birtist um málið,“ sagði Bartosz Bryl, framkvæmdastjóri ESA. Í umfjöllun Stundarinnar um málið kom fram að einhverjir vilji nýta sér fundinn til að verjast straumi innflytjenda sem hingað koma. Bart segir það alls ekki tilgang skólans. „Nei, það er alls ekki rétt. ESA hefur ekkert með slíkt að gera,“ sagði Bartosz. Bartosz Bryl er framkvæmdastjóri ESAAðsend mynd frá Bartosz BrylJónas Hafsteinsson hjá leyfadeild lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu segir umræddan fund ámælisverðan og í einhverjum tilfellum ólögmætan, ef um er að ræða hatursorðræðu og meðferð skotvopna. Verði fundurinn haldinn á næstu dögum kemur til greina að lögregla stöðvi fundinn.
Innflytjendamál Reykjavík Tengdar fréttir Segir óvandaðar umfjallanir hafa haft áhrif á viðhorf fólks Halldór Fannar Kristjánsson segir misskilnings gæta um eðli kynningarfundar á námi European Security Academy, sem fara átti fram á Grand Hótel í dag. 6. apríl 2019 14:19 Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Til stóð að European Security Academy héldi námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum á hótelinu í dag. 6. apríl 2019 10:54 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Segir óvandaðar umfjallanir hafa haft áhrif á viðhorf fólks Halldór Fannar Kristjánsson segir misskilnings gæta um eðli kynningarfundar á námi European Security Academy, sem fara átti fram á Grand Hótel í dag. 6. apríl 2019 14:19
Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Til stóð að European Security Academy héldi námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum á hótelinu í dag. 6. apríl 2019 10:54