Jón Arnór: Erum besta varnarlið landsins og verðum meistarar á því Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. apríl 2019 12:00 Jón Arnór var léttur eftir sigurinn í gærkvöld s2 sport KR verður Íslandsmeistari í körfubota í vor því Vesturbæingar eru besta varnarlið landsins. Þetta sagði Jón Arnór Stefánsson eftir sigur KR á Þór Þorlákshöfn í gærkvöld. Jón Arnór skoraði 14 stig í 99-91 sigri KR á Þór í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaviðureign þeirra í Domino's deild karla. „Mér finnst ég vera helvíti góður eftir þetta. Ég var frekar súr í Keflavíkurseríunni en ég er að koma til baka núna,“ sagði Jón Arnór eftir leikinn en hann settist í settið hjá sérfræðingunum í Domino's Körfuboltakvöldi. Þórsarar lentu mest 18 stigum undir í öðrum leikhluta en þeir komu til baka og var leikurinn mjög spennandi í seinni hálfleik. „Við vitum hvað þeir geta. Þetta var orðið helvíti þægilegt þarna um tíma, ég bjóst við þeim agressívari en maður var alltaf tilbúinn fyrir það að þeir kæmu til baka.“ Michele di Nunno var frábær fyrir KR og setti 26 stig, þar af 18 úr þriggja stiga skotum. Di Nunno átti nokkuð erfitt uppdráttar með KR fyrst þegar hann kom til landsins en hefur farið á kostum undan farið.Jón Arnór Stefánsson kann að vinna körfuboltaleikivísir/bára„Það má ekki gleyma því að hann lendir í meiðslum og svo var hann ekkert búinn að spila áður en hann kemur til landsins. Ég var farinn að stórlega efast um daginn, ég ætla bara að vera alveg hreinskilinn með það,“ sagði Jón. „En hann er heldur betur búinn að sanna það fyrir sjálfum sér og okkur að hann er hörku leikmaður og hefur komið okkur langt í þessari keppni.“ „Hann getur dregið eitthvað úr hattinum og það er rosalega mikilvægt.“ KR er fimmfaldur Íslandsmeistari og bætist sjötti titillinn í röð í vor ef marka má orð Jóns. Vörn KR-inga hefði mátt vera betri í leiknum í gærkvöld en þeir munu bæta úr því í næsta leik. „Ég veit að við erum besta varnarliðið á landinu þegar við erum allir fókuseraðir og á tánum, það er engin spurning, og við munum vinna þennan titil á því.“ „Við erum að smella á hárréttum tíma og við erum með þessi vopn, ég á eftir að komast í betri gír, Julian var ekki góður í kvöld, þannig að við eigum mikið inni ennþá.“ „Þess vegna er gott að fá þessa spennuleiki, þetta er góð æfing fyrir okkur,“ sagði Jón en var svo fljótur að bæta við að hann hafi þó ekki verið að vanvirða Þór með þessum orðum. Allt viðtalið við Jón Arnór má sjá hér að neðan.Klippa: Jón Arnór: Vinnum titilinn á varnarleiknum Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umföllun og viðtöl: KR 99 - 91 Þór Þ. | Hefðin sigraði karakterinn KR sigraði Þór Þ. í mögnuðum körfuboltaleik í kvöld með 99 stigum gegn 91. Næsti leikur fer fram á þriðjudaginn. 5. apríl 2019 22:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni Sjá meira
KR verður Íslandsmeistari í körfubota í vor því Vesturbæingar eru besta varnarlið landsins. Þetta sagði Jón Arnór Stefánsson eftir sigur KR á Þór Þorlákshöfn í gærkvöld. Jón Arnór skoraði 14 stig í 99-91 sigri KR á Þór í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaviðureign þeirra í Domino's deild karla. „Mér finnst ég vera helvíti góður eftir þetta. Ég var frekar súr í Keflavíkurseríunni en ég er að koma til baka núna,“ sagði Jón Arnór eftir leikinn en hann settist í settið hjá sérfræðingunum í Domino's Körfuboltakvöldi. Þórsarar lentu mest 18 stigum undir í öðrum leikhluta en þeir komu til baka og var leikurinn mjög spennandi í seinni hálfleik. „Við vitum hvað þeir geta. Þetta var orðið helvíti þægilegt þarna um tíma, ég bjóst við þeim agressívari en maður var alltaf tilbúinn fyrir það að þeir kæmu til baka.“ Michele di Nunno var frábær fyrir KR og setti 26 stig, þar af 18 úr þriggja stiga skotum. Di Nunno átti nokkuð erfitt uppdráttar með KR fyrst þegar hann kom til landsins en hefur farið á kostum undan farið.Jón Arnór Stefánsson kann að vinna körfuboltaleikivísir/bára„Það má ekki gleyma því að hann lendir í meiðslum og svo var hann ekkert búinn að spila áður en hann kemur til landsins. Ég var farinn að stórlega efast um daginn, ég ætla bara að vera alveg hreinskilinn með það,“ sagði Jón. „En hann er heldur betur búinn að sanna það fyrir sjálfum sér og okkur að hann er hörku leikmaður og hefur komið okkur langt í þessari keppni.“ „Hann getur dregið eitthvað úr hattinum og það er rosalega mikilvægt.“ KR er fimmfaldur Íslandsmeistari og bætist sjötti titillinn í röð í vor ef marka má orð Jóns. Vörn KR-inga hefði mátt vera betri í leiknum í gærkvöld en þeir munu bæta úr því í næsta leik. „Ég veit að við erum besta varnarliðið á landinu þegar við erum allir fókuseraðir og á tánum, það er engin spurning, og við munum vinna þennan titil á því.“ „Við erum að smella á hárréttum tíma og við erum með þessi vopn, ég á eftir að komast í betri gír, Julian var ekki góður í kvöld, þannig að við eigum mikið inni ennþá.“ „Þess vegna er gott að fá þessa spennuleiki, þetta er góð æfing fyrir okkur,“ sagði Jón en var svo fljótur að bæta við að hann hafi þó ekki verið að vanvirða Þór með þessum orðum. Allt viðtalið við Jón Arnór má sjá hér að neðan.Klippa: Jón Arnór: Vinnum titilinn á varnarleiknum
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umföllun og viðtöl: KR 99 - 91 Þór Þ. | Hefðin sigraði karakterinn KR sigraði Þór Þ. í mögnuðum körfuboltaleik í kvöld með 99 stigum gegn 91. Næsti leikur fer fram á þriðjudaginn. 5. apríl 2019 22:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni Sjá meira
Umföllun og viðtöl: KR 99 - 91 Þór Þ. | Hefðin sigraði karakterinn KR sigraði Þór Þ. í mögnuðum körfuboltaleik í kvöld með 99 stigum gegn 91. Næsti leikur fer fram á þriðjudaginn. 5. apríl 2019 22:15