Eigandi Stanley Ley, Stanley Ginsburg, staðfesti í samtali við CNN að ríkisstjórnin hafi átt í viðskiptum við fyrirtækið en sagði að fjöldi hárkollanna sem tilgreindur hafði verið væri rangur.
Þrátt fyrir það er almenningur í Simbabve ósáttur við þessi fjárútlát ríkisstjórnar Emmerson Mnangagwa. Fjölmiðlamaðurinn Hopewell Chin‘ono gagnrýndi ákvörðunina á Twitter og spurði hvernig ríkisstjórnin ætli að réttlæta að geta keypt svo dýrar hárkollur á meðan að ekki eru til fjármunir til kaupa á nauðsynjum fyrir ungabörn á sjúkrahúsum landsins.
I have argued here that this country sufferers from a catastrophic mismanagement of resources. How do you explain a government allocating US$155,000 for wigs to be bought in England when the same government is failing to buy bandages & betadine for infants in paediatric wards pic.twitter.com/StNch2FKTs
— Hopewell Chin'ono (@daddyhope) April 1, 2019
Fjölmörg fyrrum ríkja breska heimsveldisins notast enn við þá bresku hefð að dómarar og lögmenn notist við síðar hvítar hárkollur í dómssal. Þó hafa ýmsir dómstólar til að mynda í Suður-Afríku, Ástralíu og jafnvel í Bretlandi sagt skilið við hárkollurnar.
