Marta telur rétt að ríkið ráði staðsetningu flugvallarins Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2019 15:00 Marta sjálf býr í Skerjafirðinum, steinsnar frá flugvellinum. Hún segir ekkert ónæði fylgja honum sem orð er á gerandi og slysahætta sé ekki meiri en sú sem allri umferð fylgir. „Mín afstaða hefur alltaf verið kýrskýr í þeim efnum,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í samtali við Vísi. Hún er að tala um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Í gær bar það til tíðinda í borgarstjórn að Sjálfstæðismenn kusu þar í kross í atkvæðagreiðslu um umsögn borgarlögmanns um þingsályktunartillögu sem snýst um hugsanlega þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni. Meðan Hildur Björnsdóttir, sem og meirihlutinn, greiddi atkvæði með umsögninni, þar sem eindregið er lagst gegn því af að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengur þá gegn skipulagsvaldi borgarinnar, sat Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna hjá en Marta greiddi hins vegar atkvæði gegn umsögninni. Hún segir þetta ekkert tiltökumál, að fulltrúar hafi kosið í kross. Sjálfstæðisflokkurinn sé lýðræðislegur flokkur.Sjálfsákvörðunarréttur borgarinnar ekki virtur Þetta hefur vakið athygli. Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson, sem á árum áður var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokkurinn, segir þetta sögulegt. „Frá því ég man eftir hafa borgarfulltrúar staðið vörð um sjálfsákvörðunarrétt Rvk. Í borgarráði í gær bar hins vegar svo við að fulltrúi XD greiddi atkvæði gegn honum,“ skrifar Gísli Marteinn sem hrósar Hildi sérstaklega fyrir sína afstöðu.Hildur kaus með því að borgin setti sig á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöllinn, Eyþór sat hjá en Marta kaus á móti. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er þannig þríklofinn í málinu, ef svo má að orði komast. Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir eru tveir af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í borgarráði.Vísir/VilhelmMarta, sem er eindreginn stuðningsmaður þess að flugvöllurinn fari hvergi og alls ekki meðan ekki liggur fyrir hvert hann á að fara, segist að öllu leyti vera fylgjandi sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga í skipulagsmálum. „En þegar við erum að tala um flugvöll og flugvelli finnst mér koma til skoðunar að ríkið komi þar að málum. Rétt eins og í KEF; ríkið hefur skipulagsvald þar. Mér finnst ekki óeðlilegt að ríkið hafi skipulagsvald yfir flugvöllum hvar sem er. Aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við, þar hefur ríkið skipulagsvald yfir bæði höfnum og flugvöllum. Ekkert óeðlilegt að ríkið hafi skipulagsvaldið yfir flugvöllum landsins.“Segir borgarstjórn fasta í skotgröfum Marta segir margar rangfærslur uppi í þessari umræðu sem lengi hefur geysað um flugvöllinn. Hún segir þetta ekki einkamál borgarbúa. Í Reykjavík sé stjórnsýsla og hátæknisjúkrahús. Marta nefnir til sögunnar nýlega umræðu sem fram fór á þinginu sem hún hefur til marks um að þar vilji fólk láta flugvöllinn njóta vafans.Frá því ég man eftir hafa borgarfulltrúar staðið saman vörð um sjálfsákvörðunarrétt Rvk. Í borgarráði í gær bar hinsvegar svo við að fulltrúi XD greiddi atkvæði gegn honum, annar fulltrúi XD sat hjá en @hildurbjoss stóð vörð um hann - einsog XD hefur alltaf gert. Bravó Hildur! pic.twitter.com/Lf6STQIz0o— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) April 5, 2019 „Þar eru sjónarmið uppi og fólk vill taka umræðuna upp úr skotgröfunum. Umræða þvert á flokka, skynsamleg og lausnamiðuð. En, þetta er á þinginu en í borgarstjórn eru menn í skotgröfunum. Meirihlutinn er ekki reiðubúinn að hefja sig yfir það og leita lausna sem allir geta sætt sig við.“ Marta sjálf býr í Skerjafirðinum. Steinsnar frá flugvellinum. Hún segir lítið ónæði fylgja honum og slysahætta sé ekki meiri en fylgir allri umferð, hvort um sé að ræða flug eða akstur. Meirihluti íbúa í Skerjafirði er fylgjandi því að flugvöllurinn fari hvergi og þar ráða ýmis sjónarmið, meðal annars þau að umferðaræðar borgarinnar muni aldrei anna umferð sem hlýtur að fylgja byggð sem telur jafn marga og búa í Akureyri. Þetta kom fram, að sögn Mörtu, á íbúafundi sem fram fór í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga. Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
„Mín afstaða hefur alltaf verið kýrskýr í þeim efnum,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í samtali við Vísi. Hún er að tala um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Í gær bar það til tíðinda í borgarstjórn að Sjálfstæðismenn kusu þar í kross í atkvæðagreiðslu um umsögn borgarlögmanns um þingsályktunartillögu sem snýst um hugsanlega þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni. Meðan Hildur Björnsdóttir, sem og meirihlutinn, greiddi atkvæði með umsögninni, þar sem eindregið er lagst gegn því af að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengur þá gegn skipulagsvaldi borgarinnar, sat Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna hjá en Marta greiddi hins vegar atkvæði gegn umsögninni. Hún segir þetta ekkert tiltökumál, að fulltrúar hafi kosið í kross. Sjálfstæðisflokkurinn sé lýðræðislegur flokkur.Sjálfsákvörðunarréttur borgarinnar ekki virtur Þetta hefur vakið athygli. Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson, sem á árum áður var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokkurinn, segir þetta sögulegt. „Frá því ég man eftir hafa borgarfulltrúar staðið vörð um sjálfsákvörðunarrétt Rvk. Í borgarráði í gær bar hins vegar svo við að fulltrúi XD greiddi atkvæði gegn honum,“ skrifar Gísli Marteinn sem hrósar Hildi sérstaklega fyrir sína afstöðu.Hildur kaus með því að borgin setti sig á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöllinn, Eyþór sat hjá en Marta kaus á móti. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er þannig þríklofinn í málinu, ef svo má að orði komast. Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir eru tveir af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í borgarráði.Vísir/VilhelmMarta, sem er eindreginn stuðningsmaður þess að flugvöllurinn fari hvergi og alls ekki meðan ekki liggur fyrir hvert hann á að fara, segist að öllu leyti vera fylgjandi sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga í skipulagsmálum. „En þegar við erum að tala um flugvöll og flugvelli finnst mér koma til skoðunar að ríkið komi þar að málum. Rétt eins og í KEF; ríkið hefur skipulagsvald þar. Mér finnst ekki óeðlilegt að ríkið hafi skipulagsvald yfir flugvöllum hvar sem er. Aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við, þar hefur ríkið skipulagsvald yfir bæði höfnum og flugvöllum. Ekkert óeðlilegt að ríkið hafi skipulagsvaldið yfir flugvöllum landsins.“Segir borgarstjórn fasta í skotgröfum Marta segir margar rangfærslur uppi í þessari umræðu sem lengi hefur geysað um flugvöllinn. Hún segir þetta ekki einkamál borgarbúa. Í Reykjavík sé stjórnsýsla og hátæknisjúkrahús. Marta nefnir til sögunnar nýlega umræðu sem fram fór á þinginu sem hún hefur til marks um að þar vilji fólk láta flugvöllinn njóta vafans.Frá því ég man eftir hafa borgarfulltrúar staðið saman vörð um sjálfsákvörðunarrétt Rvk. Í borgarráði í gær bar hinsvegar svo við að fulltrúi XD greiddi atkvæði gegn honum, annar fulltrúi XD sat hjá en @hildurbjoss stóð vörð um hann - einsog XD hefur alltaf gert. Bravó Hildur! pic.twitter.com/Lf6STQIz0o— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) April 5, 2019 „Þar eru sjónarmið uppi og fólk vill taka umræðuna upp úr skotgröfunum. Umræða þvert á flokka, skynsamleg og lausnamiðuð. En, þetta er á þinginu en í borgarstjórn eru menn í skotgröfunum. Meirihlutinn er ekki reiðubúinn að hefja sig yfir það og leita lausna sem allir geta sætt sig við.“ Marta sjálf býr í Skerjafirðinum. Steinsnar frá flugvellinum. Hún segir lítið ónæði fylgja honum og slysahætta sé ekki meiri en fylgir allri umferð, hvort um sé að ræða flug eða akstur. Meirihluti íbúa í Skerjafirði er fylgjandi því að flugvöllurinn fari hvergi og þar ráða ýmis sjónarmið, meðal annars þau að umferðaræðar borgarinnar muni aldrei anna umferð sem hlýtur að fylgja byggð sem telur jafn marga og búa í Akureyri. Þetta kom fram, að sögn Mörtu, á íbúafundi sem fram fór í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga.
Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira