Moody´s: Erfitt að fylla fullkomlega í skarð WOW air Birgir Olgeirsson skrifar 3. apríl 2019 20:28 Telur Moody´s að íslenska ríkið sé betur í stakk búið til að takast á við efnahagslegt áfall en það var í efnahagshruninu árið 2008 FBL/Ernir Matsfyrirtækið Moody’s birti í dag mat á mögulegum áhrifum af brotthvarfi WOW á íslenskt efnahagslíf. Að mati fyrirtækisins geta áhrifin verið neikvæð til skamms tíma og dregið úr hagvexti á yfirstandandi ári. Fyrirtækið telur líklegt að áhrif til lengri tíma verði takmörkuð þar sem önnur flugfélög muni að líkindum koma inn og fylla skarð WOW. Moody´s telur að fall WOW air geti valdið miklum samdrætti í útflutningi, fækkun ferðamanna og auknu atvinnuleysi sem mun hafa áhrif á einkaneyslu. Veiking krónunnar eykur einnig hættu á aukinni verðbólgu en krónan hefur veikst um 12 prósent gagnvart Bandaríkjadollara frá september síðastliðnum þegar fregnir af fjárhagserfiðleikum WOW air voru orðnar ansi háværar. Moody´s býst við því að þrýstingur á krónuna verði áframhaldandi vegna fækkunar ferðamanna. Moody´s tekur fram að WOW air hefði verið búið að draga talsvert úr umsvifum sínum áður en það varð gjaldþrota og því var samdráttur fyrirséður. Býst Moody´s við því að 27 flugfélög sem verða með áætlunarflug til Íslands muni fylla í skarðið sem WOW air skilur eftir sig. Það gæti þó orðið stórt skarð að fylla að mati Moody´s vegna þess hve stórt hlutfall ferðamanna WOW air flutti til landsins og hversu mikið það einblíndi á bandarískan markað. Telur Moody´s að íslenska ríkið sé betur í stakk búið til að takast á við efnahagslegt áfall en það var í efnahagshruninu árið 2008 og því sé hægt að koma í veg fyrir neikvæð áhrif til lengri tíma litið vegna falls WOW air. Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody’s birti í dag mat á mögulegum áhrifum af brotthvarfi WOW á íslenskt efnahagslíf. Að mati fyrirtækisins geta áhrifin verið neikvæð til skamms tíma og dregið úr hagvexti á yfirstandandi ári. Fyrirtækið telur líklegt að áhrif til lengri tíma verði takmörkuð þar sem önnur flugfélög muni að líkindum koma inn og fylla skarð WOW. Moody´s telur að fall WOW air geti valdið miklum samdrætti í útflutningi, fækkun ferðamanna og auknu atvinnuleysi sem mun hafa áhrif á einkaneyslu. Veiking krónunnar eykur einnig hættu á aukinni verðbólgu en krónan hefur veikst um 12 prósent gagnvart Bandaríkjadollara frá september síðastliðnum þegar fregnir af fjárhagserfiðleikum WOW air voru orðnar ansi háværar. Moody´s býst við því að þrýstingur á krónuna verði áframhaldandi vegna fækkunar ferðamanna. Moody´s tekur fram að WOW air hefði verið búið að draga talsvert úr umsvifum sínum áður en það varð gjaldþrota og því var samdráttur fyrirséður. Býst Moody´s við því að 27 flugfélög sem verða með áætlunarflug til Íslands muni fylla í skarðið sem WOW air skilur eftir sig. Það gæti þó orðið stórt skarð að fylla að mati Moody´s vegna þess hve stórt hlutfall ferðamanna WOW air flutti til landsins og hversu mikið það einblíndi á bandarískan markað. Telur Moody´s að íslenska ríkið sé betur í stakk búið til að takast á við efnahagslegt áfall en það var í efnahagshruninu árið 2008 og því sé hægt að koma í veg fyrir neikvæð áhrif til lengri tíma litið vegna falls WOW air.
Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira