Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Andri Eysteinsson skrifar 19. apríl 2019 09:06 Frá aðgerðum lögreglu á vettvangi í morgun. Charles McQuillan Norðurírskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. BBC greinir frá. Óeirðirnar blossuðu upp í Creggan-hverfi Londonderry, borgar sem er þekkt fyrir átökin sem þar áttu sér stað á seinni hluta síðustu aldar, eftir að lögregla hafi framkvæmt húsleitir hjá þekktum lýðveldissinnum. Leitirnar voru skipulagðar til þess að stöðva möguleg áform lýðveldissinna en haldið verður upp á sjálfstæði Írlands um þessa helgi. Mikil átök blossuðu upp og vörpuðu óeirðarseggirnir allt að fimmtíu bensínsprengjum að lögreglubílum, kveikt var í tveimur bílum. Þá var einnig skotið á lögreglu sem kallað hefur atvikið hryðjuverk. Aðstoðaryfirlögregluþjónninn Mark Hamilton sagði á blaðamannafundi að skotið hefði verið í átt að lögreglu um klukkan 23:00 í gærkvöld, eitt skotanna hafi hæft blaðamanninn McKee í höfuðið og var hún flutt á spítala en ekki tókst að bjarga lífi hennar. Hamilton sagði að rannsókn væri hafin á morðinu og taldi að samtökin Nýi írski lýðveldisherinn (New IRA) stæði að baki verknaðinum. Samtökin stóðu fyrr á árinu fyrir sprengjuárás fyrir utan dómssal í borginni. Norðurírsku blaðamannasamtökin minntust McKee í yfirlýsingu og sögðu hana hafa verið einn efnilegasta rannsóknarblaðamann Norður Írlands. A journalist has been killed covering riots in Derry. Her name was Lyra McKee. She was 29. She recently signed a two-book deal with Faber, who called her a "rising star of investigative journalism". This is her last tweet, sent from the scene of the unrest. pic.twitter.com/0gk1Fa7Du0— Naomi O'Leary (@NaomiOhReally) April 19, 2019 Bretland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Norðurírskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. BBC greinir frá. Óeirðirnar blossuðu upp í Creggan-hverfi Londonderry, borgar sem er þekkt fyrir átökin sem þar áttu sér stað á seinni hluta síðustu aldar, eftir að lögregla hafi framkvæmt húsleitir hjá þekktum lýðveldissinnum. Leitirnar voru skipulagðar til þess að stöðva möguleg áform lýðveldissinna en haldið verður upp á sjálfstæði Írlands um þessa helgi. Mikil átök blossuðu upp og vörpuðu óeirðarseggirnir allt að fimmtíu bensínsprengjum að lögreglubílum, kveikt var í tveimur bílum. Þá var einnig skotið á lögreglu sem kallað hefur atvikið hryðjuverk. Aðstoðaryfirlögregluþjónninn Mark Hamilton sagði á blaðamannafundi að skotið hefði verið í átt að lögreglu um klukkan 23:00 í gærkvöld, eitt skotanna hafi hæft blaðamanninn McKee í höfuðið og var hún flutt á spítala en ekki tókst að bjarga lífi hennar. Hamilton sagði að rannsókn væri hafin á morðinu og taldi að samtökin Nýi írski lýðveldisherinn (New IRA) stæði að baki verknaðinum. Samtökin stóðu fyrr á árinu fyrir sprengjuárás fyrir utan dómssal í borginni. Norðurírsku blaðamannasamtökin minntust McKee í yfirlýsingu og sögðu hana hafa verið einn efnilegasta rannsóknarblaðamann Norður Írlands. A journalist has been killed covering riots in Derry. Her name was Lyra McKee. She was 29. She recently signed a two-book deal with Faber, who called her a "rising star of investigative journalism". This is her last tweet, sent from the scene of the unrest. pic.twitter.com/0gk1Fa7Du0— Naomi O'Leary (@NaomiOhReally) April 19, 2019
Bretland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira