Svíþjóðarmeistarar Kristianstad eru komnir í undanúrslit sænsku úrvalsdeildarinnar eftir þriggja marka útisigur á Redbergslids.
Sjö íslensk mörk voru skoruð í 25-22 sigrinum. Arnar Freyr Arnarsson gerði fjögur mörk, Teitur Örn Einarsson tvö og Ólafur Guðmundsson eitt.
Gestirnir í Kristianstad voru yfir allan leikinn og leiddu 7-12 í hálfleik.
Einvígið fór 3-1 fyrir Kristianstad sem vann fyrstu tvo leikina en Redbergslids náði í útisigur í síðasta leik 37-38.
