Fjölmargar fylkingar Líbíu búa sig undir stríð Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2019 12:41 Meðlimur vígahóps sem styður starfsstjórnina í Trípólí. AP/Mohamed Ben Khalifa Líbía er hársbreidd frá því að verða fyrir annarri borgarastyrjöld. Hinar fjölmörgu fylkingar landsins undirbúa sig nú fyrir möguleg átök en margar þessara fylkinga eru lítið meira en hópar þungvopnaðra glæpamanna, samkvæmt AP fréttaveitunni.Frá því Moammar Gadhafi, var velt úr sessi árið 2011 og uppreisnarmenn komu höndum yfir gríðarlegt vopnabúr hans hefur gífurlegt magn vopna flætt inn í landið, þrátt fyrir sölubann Sameinuðu þjóðanna. Arabaríki hafa sent hópum sem þau styðja vopn og það hafa Vesturveldin gert sömuleiðis, með því markmiði að fá fylkingar til að herja á hryðjuverkahópa og draga úr flæði farand- og flóttafólks til Evrópu. Vopnaðar sveitir hliðhollar hershöfðingjanum Khalifa Haftar hófu sókn gegn Trípólí, höfuðborg landsins, fyrr í mánuðinum. Þar eru nú samankomnir meðlimir fjölda fylkinga, sem hafa barist sín á milli í gegnum tíðina, og verjast þeir saman gegn sveitum Haftar. Samkvæmt AP segja andstæðingar Haftar að hann vilji verða einræðisherra Líbíu og er einn helsti herforingi eftirlýstur af Alþjóðlega sakamáladómstólnum vegna stríðsglæpa. Haftar var á árum áður hershöfðingi fyrir Muammar Gaddafi, einræðisherra, og hjálpaði honum að ná völdum árið 1969. Hann lenti þó í ónáð og þurfti að flýja til Bandaríkjanna. Haftar sneri aftur árið 2011 og tók þátt í baráttunni gegn Gaddafi. Hann stjórnar stórum hluta landsins í austri og hefur yfirráð yfir mikilli olíuvinnslu Líbíu. Flokkur hans kallast Libyan National Army (LNA) og samanstendur að mestu úr fyrrverandi hermönum Gadhafi og íhaldssömum íslamistum sem kallast Salafists. Þeir búa yfir herþotum, herþyrlum og drónum sem þeir fengu frá Egyptalandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir stuðningi við starfsstjórn sem sett var á laggirnar í Trípólí árið 2016. Starfsstjórn þessi treystir á náðir vígahópa sem sérfræðingar lýsa sem glæpahópum sem séu að ræna Líbíu innan frá. Minnst hundrað og fimmtíu manns hafa fallið í átökunum, enn sem komið er. Líbía Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Líbía er hársbreidd frá því að verða fyrir annarri borgarastyrjöld. Hinar fjölmörgu fylkingar landsins undirbúa sig nú fyrir möguleg átök en margar þessara fylkinga eru lítið meira en hópar þungvopnaðra glæpamanna, samkvæmt AP fréttaveitunni.Frá því Moammar Gadhafi, var velt úr sessi árið 2011 og uppreisnarmenn komu höndum yfir gríðarlegt vopnabúr hans hefur gífurlegt magn vopna flætt inn í landið, þrátt fyrir sölubann Sameinuðu þjóðanna. Arabaríki hafa sent hópum sem þau styðja vopn og það hafa Vesturveldin gert sömuleiðis, með því markmiði að fá fylkingar til að herja á hryðjuverkahópa og draga úr flæði farand- og flóttafólks til Evrópu. Vopnaðar sveitir hliðhollar hershöfðingjanum Khalifa Haftar hófu sókn gegn Trípólí, höfuðborg landsins, fyrr í mánuðinum. Þar eru nú samankomnir meðlimir fjölda fylkinga, sem hafa barist sín á milli í gegnum tíðina, og verjast þeir saman gegn sveitum Haftar. Samkvæmt AP segja andstæðingar Haftar að hann vilji verða einræðisherra Líbíu og er einn helsti herforingi eftirlýstur af Alþjóðlega sakamáladómstólnum vegna stríðsglæpa. Haftar var á árum áður hershöfðingi fyrir Muammar Gaddafi, einræðisherra, og hjálpaði honum að ná völdum árið 1969. Hann lenti þó í ónáð og þurfti að flýja til Bandaríkjanna. Haftar sneri aftur árið 2011 og tók þátt í baráttunni gegn Gaddafi. Hann stjórnar stórum hluta landsins í austri og hefur yfirráð yfir mikilli olíuvinnslu Líbíu. Flokkur hans kallast Libyan National Army (LNA) og samanstendur að mestu úr fyrrverandi hermönum Gadhafi og íhaldssömum íslamistum sem kallast Salafists. Þeir búa yfir herþotum, herþyrlum og drónum sem þeir fengu frá Egyptalandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir stuðningi við starfsstjórn sem sett var á laggirnar í Trípólí árið 2016. Starfsstjórn þessi treystir á náðir vígahópa sem sérfræðingar lýsa sem glæpahópum sem séu að ræna Líbíu innan frá. Minnst hundrað og fimmtíu manns hafa fallið í átökunum, enn sem komið er.
Líbía Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira