Guðlaugur svarar frétt Eyjunnar: „Dylgjur sem bera vitni um málefnafátækt“ Andri Eysteinsson skrifar 15. apríl 2019 20:32 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað fréttaflutningi Eyjunnar. Skjáskot/DV/Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða. Í frétt Eyjunnar var athygli vakin á því að Ágústa Johnson sé skráður forráðamaður fyrirtækisins Steinkápur ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðar hvar Búlandsvirkjun sé fyrirhuguð. Landeigendur muni geta hagnast um milljarða gangi áform eftir og enn meira verði Ísland tengt Evrópu með sæstrend. Eyjan fjallar um að Guðlaugur Þór hafi látið þess ógetið í hagsmunaskrá á vef Alþingis. Guðlaugur hefur nú svarað þessum fréttaflutningi með færslu á Facebook síðu sinni, þar segir hann fréttaflutninginn til marks um málefnafátækt þeirra sem hafa ákveðið að berjast gegn þriðja orkupakkanum með öðru en rökum.Dylgjurnar beri vitni um málefnafátækt Guðlaugur telur upp fimm atriði varðandi málið. Í fyrsta punkti sínum segir minnir utanríkisráðherra á að skráning á fjárhagslegum hagsmunum alþingisanna taki hvorki til eigna né skulda maka. Hagsmunaskrá Guðlaugs sé því í fullu samræmi við reglur. Um jörðina segir Guðlaugur að jörðin sé skógræktarjörð sem tengdaforeldrar hans, ræktað upp jörðina frá árinu 1982. Félag í eigu Ágústu hafi keypt jörðina árið 2015. Guðlaugur segir því næst að allt tal um að fjölskylda ráðherrans hagnist á Búlandsvirkjun sé fjarstæðukennt og einnig að samþykkt eða höfnun þriðja orkupakkans hafi engin áhrif á hagsmuni landeigenda á hugsanlegum virkjanasvæðum enda fjalli þriðji orkupakkinn hvorki um eignahald né nýtingu á auðlindum. Að lokum gagnrýnir Guðlaugur fréttaflutninginn „Dylgjur sem fram koma í ofangreindri umfjöllun Eyjunnar bera vitni um málefnafátækt þeirra sem hafa ákveðið að berjast gegn þriðja orkupakkanum með öðru en rökum. Vonandi verður hægt að ræða þetta mál með málefnalegri hætti í framtíðinni,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur skrifar einnig um Búlandsvirkjun sjálfa „Búlandsvirkjun er ekki í orkunýtingarflokki núgildandi rammaáætlunar. Hvorki ég né fjölskylda mín eigum nokkra aðild að áformum um þá virkjun. Ef svo ólíklega færi að hún yrði að veruleika yrðu áhrifin á Tungufljót og umhverfi þess afar neikvæð. Vonandi eru allar hugmyndir um þessa virkjun út af borðinu um alla framtíð. Um það erum við fjölskyldan öll sammála,“ skrifar Guðlaugur. Færslu Guðlaugs má lesa í heild sinni hér að neðan. Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða. Í frétt Eyjunnar var athygli vakin á því að Ágústa Johnson sé skráður forráðamaður fyrirtækisins Steinkápur ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðar hvar Búlandsvirkjun sé fyrirhuguð. Landeigendur muni geta hagnast um milljarða gangi áform eftir og enn meira verði Ísland tengt Evrópu með sæstrend. Eyjan fjallar um að Guðlaugur Þór hafi látið þess ógetið í hagsmunaskrá á vef Alþingis. Guðlaugur hefur nú svarað þessum fréttaflutningi með færslu á Facebook síðu sinni, þar segir hann fréttaflutninginn til marks um málefnafátækt þeirra sem hafa ákveðið að berjast gegn þriðja orkupakkanum með öðru en rökum.Dylgjurnar beri vitni um málefnafátækt Guðlaugur telur upp fimm atriði varðandi málið. Í fyrsta punkti sínum segir minnir utanríkisráðherra á að skráning á fjárhagslegum hagsmunum alþingisanna taki hvorki til eigna né skulda maka. Hagsmunaskrá Guðlaugs sé því í fullu samræmi við reglur. Um jörðina segir Guðlaugur að jörðin sé skógræktarjörð sem tengdaforeldrar hans, ræktað upp jörðina frá árinu 1982. Félag í eigu Ágústu hafi keypt jörðina árið 2015. Guðlaugur segir því næst að allt tal um að fjölskylda ráðherrans hagnist á Búlandsvirkjun sé fjarstæðukennt og einnig að samþykkt eða höfnun þriðja orkupakkans hafi engin áhrif á hagsmuni landeigenda á hugsanlegum virkjanasvæðum enda fjalli þriðji orkupakkinn hvorki um eignahald né nýtingu á auðlindum. Að lokum gagnrýnir Guðlaugur fréttaflutninginn „Dylgjur sem fram koma í ofangreindri umfjöllun Eyjunnar bera vitni um málefnafátækt þeirra sem hafa ákveðið að berjast gegn þriðja orkupakkanum með öðru en rökum. Vonandi verður hægt að ræða þetta mál með málefnalegri hætti í framtíðinni,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur skrifar einnig um Búlandsvirkjun sjálfa „Búlandsvirkjun er ekki í orkunýtingarflokki núgildandi rammaáætlunar. Hvorki ég né fjölskylda mín eigum nokkra aðild að áformum um þá virkjun. Ef svo ólíklega færi að hún yrði að veruleika yrðu áhrifin á Tungufljót og umhverfi þess afar neikvæð. Vonandi eru allar hugmyndir um þessa virkjun út af borðinu um alla framtíð. Um það erum við fjölskyldan öll sammála,“ skrifar Guðlaugur. Færslu Guðlaugs má lesa í heild sinni hér að neðan.
Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira