Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. apríl 2019 20:00 Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. Hópurinn Orkan okkar hefur hrint af auglýsingaherferð gegn þriðja orkupakkanum. Fyrstu auglýsingarnar eru þegar komnar í birtingu en þegar fjármunir berast verða fleiri auglýsingar víðar birtar. „Við eigum ekki mikla peninga. Þetta eru bara frjáls félagasamtök og við erum að safna styrkjum frá almenningi og þátttakendum í þessum samtökum til þess að geta kostað þessar birtingar," segir Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna hópsins. Frosti líkir fyrirkomulaginu við auglýsingagerferð Advice-hópsins sem barðist gegn Icesave en þar var hann sjálfur á meðal stofnanda. Auglýsingunum nú er ekki síst ætlað að beina fólki á undirskriftasöfnun á vefsíðunni. Hann segir að um sex þúsund undirskriftir hafi safnast á einni viku. Þær verða afhentar þingi og síðar forseta verði þriðji orkupakkinn samþykktur.Frosti Sigurjónsson er einn talsmanna Orkunnar okkar.Viljiði þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál? „Já, ég myndi segja það í svona stóru máli. Þjóðin hefur ekki fengið að ræða sig til að fjalla um það nægilega vel," segir Frosti. Auglýsingar eru þegar komnar í birtingu á skiltum við Hlíðarenda og Fífuna í Kópavogi. Þegar fjármunir safnast verður farið í víðtækari birtingar í fjölmiðlum. „Ef það verður einhver afgangur rennur það til líknarmála. Þetta er bara eitt mál. Þetta eru ekki stjórnmálasamtök. Við erum bara að vekja athygli á einu máli," segir Frosti. Samtökin Nej til EU fóru í sambærilega baráttu í Noregi í fyrra áður en þriðji orkupakkinn var samþykktur þar í landi. Frosti segir að hópurinn muni ekki taka við styrkjum frá þeim. „Við viljum ekki fá fjármagn erlendis frá. Við Íslendingar erum að taka þetta mál upp." Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. Hópurinn Orkan okkar hefur hrint af auglýsingaherferð gegn þriðja orkupakkanum. Fyrstu auglýsingarnar eru þegar komnar í birtingu en þegar fjármunir berast verða fleiri auglýsingar víðar birtar. „Við eigum ekki mikla peninga. Þetta eru bara frjáls félagasamtök og við erum að safna styrkjum frá almenningi og þátttakendum í þessum samtökum til þess að geta kostað þessar birtingar," segir Frosti Sigurjónsson, einn talsmanna hópsins. Frosti líkir fyrirkomulaginu við auglýsingagerferð Advice-hópsins sem barðist gegn Icesave en þar var hann sjálfur á meðal stofnanda. Auglýsingunum nú er ekki síst ætlað að beina fólki á undirskriftasöfnun á vefsíðunni. Hann segir að um sex þúsund undirskriftir hafi safnast á einni viku. Þær verða afhentar þingi og síðar forseta verði þriðji orkupakkinn samþykktur.Frosti Sigurjónsson er einn talsmanna Orkunnar okkar.Viljiði þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál? „Já, ég myndi segja það í svona stóru máli. Þjóðin hefur ekki fengið að ræða sig til að fjalla um það nægilega vel," segir Frosti. Auglýsingar eru þegar komnar í birtingu á skiltum við Hlíðarenda og Fífuna í Kópavogi. Þegar fjármunir safnast verður farið í víðtækari birtingar í fjölmiðlum. „Ef það verður einhver afgangur rennur það til líknarmála. Þetta er bara eitt mál. Þetta eru ekki stjórnmálasamtök. Við erum bara að vekja athygli á einu máli," segir Frosti. Samtökin Nej til EU fóru í sambærilega baráttu í Noregi í fyrra áður en þriðji orkupakkinn var samþykktur þar í landi. Frosti segir að hópurinn muni ekki taka við styrkjum frá þeim. „Við viljum ekki fá fjármagn erlendis frá. Við Íslendingar erum að taka þetta mál upp."
Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira