Þegar búið var að sprengja sprengjuna voru kafarar sendir á vettvang til að fá fullvissu um að búnaðurinn væri öruggur.
Kafarar í borginni fundu sprengjuna við reglubundnar æfingar, en hún var um 250 kíló að þyngd.
Reglulega þurfa þýsk yfirvöld að rýma heilu hverfin til að sprengja sprengjur úr seinna stríði eða þá að gera þær óvirkar. Þannig var um 10 þúsund Berlínarbúum gert að yfirgefa heimili sín í öryggisskyni þegar sprengja í miðborg þýsku höfuðborgarinnar var gerð óvirk á síðasta ári.
250kg bomb from the second world war just blown up in Frankfurt... pic.twitter.com/hmOQl0RP2c
— Martin (@MartinMarinov1) April 14, 2019