Almennir borgarar munu stýra Súdan en ekki her Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. apríl 2019 07:00 Þessi mótmælandi krafðist þess í gær að almenningur fengi strax völdin. Nordicphotos/AFP Almennir borgarar munu skipa næstu ríkisstjórn Súdans en ekki hermenn. Þetta sagði Omar Zain al-Abidin hershöfðingi sem situr í herforingjastjórninni er tekið hefur við eftir að herinn gerði valdarán og steypti Omar al-Bashir af stóli í vikunni. Sá hafði setið í þrjátíu ár en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur honum vegna meintra stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu. Moammed Awad Ibn Auf, varnarmálaráðherra Súdans og fyrrverandi hershöfðingi, er yfir herforingjastjórninni. Hann sagði á fimmtudag að nú tæki við aðlögunartímabil sem gæti varað í tvö ár. Skemur ef hægt er að komast hjá ringulreið í landinu. Almenningur hafði lengi þrýst á afsögn al-Bashir og mótmælt honum mánuðum saman. Þótt honum hafi verið steypt af stóli standa mótmælin hins vegar enn yfir. Mótmælendur gáfu lítið fyrir orð al-Abidin um stjórn almennra borgara í gær, samkvæmt Reuters. Samtökin SPA, sem hafa talað fyrir mótmælendur, sögðu að herforingjastjórnin væri ófær um að koma á kerfisbreytingum í landinu. Ibn Auf steig óvænt til hliðar seint í gærkvöldi eftir mótmælin. „Þið munuð fá að leysa úr öllum efnahags- og stjórnkerfisvandamálunum. Við höfum enga hugmyndafræði heldur erum við nú við völd til að tryggja stöðugleika og öryggi og tryggja það sömuleiðis að súdanska þjóðin geti komið á breytingum,“ sagði al-Abidin. Birtist í Fréttablaðinu Súdan Tengdar fréttir Virtu fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi Mótmælendur í Súdan virtu í nótt fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi og hópuðust út á götur höfuðborgarinnar Kartúm þrátt fyrir útgöngubann. 12. apríl 2019 07:24 Valdatíð eins alræmdasta þjóðarleiðtoga heims virðist á enda runnin Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans eftir þrjá áratugi við á valdastóli. 11. apríl 2019 09:25 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Almennir borgarar munu skipa næstu ríkisstjórn Súdans en ekki hermenn. Þetta sagði Omar Zain al-Abidin hershöfðingi sem situr í herforingjastjórninni er tekið hefur við eftir að herinn gerði valdarán og steypti Omar al-Bashir af stóli í vikunni. Sá hafði setið í þrjátíu ár en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur honum vegna meintra stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu. Moammed Awad Ibn Auf, varnarmálaráðherra Súdans og fyrrverandi hershöfðingi, er yfir herforingjastjórninni. Hann sagði á fimmtudag að nú tæki við aðlögunartímabil sem gæti varað í tvö ár. Skemur ef hægt er að komast hjá ringulreið í landinu. Almenningur hafði lengi þrýst á afsögn al-Bashir og mótmælt honum mánuðum saman. Þótt honum hafi verið steypt af stóli standa mótmælin hins vegar enn yfir. Mótmælendur gáfu lítið fyrir orð al-Abidin um stjórn almennra borgara í gær, samkvæmt Reuters. Samtökin SPA, sem hafa talað fyrir mótmælendur, sögðu að herforingjastjórnin væri ófær um að koma á kerfisbreytingum í landinu. Ibn Auf steig óvænt til hliðar seint í gærkvöldi eftir mótmælin. „Þið munuð fá að leysa úr öllum efnahags- og stjórnkerfisvandamálunum. Við höfum enga hugmyndafræði heldur erum við nú við völd til að tryggja stöðugleika og öryggi og tryggja það sömuleiðis að súdanska þjóðin geti komið á breytingum,“ sagði al-Abidin.
Birtist í Fréttablaðinu Súdan Tengdar fréttir Virtu fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi Mótmælendur í Súdan virtu í nótt fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi og hópuðust út á götur höfuðborgarinnar Kartúm þrátt fyrir útgöngubann. 12. apríl 2019 07:24 Valdatíð eins alræmdasta þjóðarleiðtoga heims virðist á enda runnin Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans eftir þrjá áratugi við á valdastóli. 11. apríl 2019 09:25 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Virtu fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi Mótmælendur í Súdan virtu í nótt fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi og hópuðust út á götur höfuðborgarinnar Kartúm þrátt fyrir útgöngubann. 12. apríl 2019 07:24
Valdatíð eins alræmdasta þjóðarleiðtoga heims virðist á enda runnin Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans eftir þrjá áratugi við á valdastóli. 11. apríl 2019 09:25