Utanríkisráðherra sækir vorfundi Alþjóðabankans Heimsljós kynnir 12. apríl 2019 12:45 Alþjóðabankinn / Simone D. McCourtie Þessa vikuna standa yfir vorfundir Alþjóðabankans í Washington. Alþjóðabankinn er ein af fjórum áherslustofnunum í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og stærsta þróunarsamvinnustofnun heims. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra verður viðstaddur fundina í höfuðstöðvunum í Washington í dag og á morgun. Hann situr meðal annars fund Þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem skipuð er ráðherrum 25 landa og hittist tvisvar á ári. Utanríkisráðherra situr í nefndinni árið 2019 fyrir hönd kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og flytur ávarp þar sem áherslumálum kjördæmisins er komið á framfæri . Utanríkisráðherra tekur einnig þátt í margvíslegum viðburðum sem tengjast samstarfi Íslands og Alþjóðabankans. Þar má nefna þátttöku í stofnviðburði nýs mannréttindasjóðs Alþjóðabankans, Human Rights and Development Trust Fund. Ísland er einn stofnaðila þessa nýja sjóðs, sem hefur það hlutverk að auka veg mannréttinda í verkefnum Alþjóðabankans og þekkingu innan bankans á málaflokknum. Þá tekur utanríkisráðherra þátt í fundi smáríkja þar sem rætt verður um bláa hagkerfið svonefnda en Ísland er þátttakandi í nýstofnuðum ProBlue-sjóði Alþjóðabankans sem tekur á málefnum hafsins á heildrænan hátt. Ísland leggur sjóðnum til fjármagn í verkefni sem snúa að fiskimálum og plastmengun í hafi. Í sumar tekur Ísland sæti í stjórn Alþjóðabankans til næstu tveggja ára en Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin skiptast á að gegna stjórnarsetu í bankanum. Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra leiðir starfið fyrir Íslands hönd. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent
Þessa vikuna standa yfir vorfundir Alþjóðabankans í Washington. Alþjóðabankinn er ein af fjórum áherslustofnunum í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og stærsta þróunarsamvinnustofnun heims. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra verður viðstaddur fundina í höfuðstöðvunum í Washington í dag og á morgun. Hann situr meðal annars fund Þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem skipuð er ráðherrum 25 landa og hittist tvisvar á ári. Utanríkisráðherra situr í nefndinni árið 2019 fyrir hönd kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og flytur ávarp þar sem áherslumálum kjördæmisins er komið á framfæri . Utanríkisráðherra tekur einnig þátt í margvíslegum viðburðum sem tengjast samstarfi Íslands og Alþjóðabankans. Þar má nefna þátttöku í stofnviðburði nýs mannréttindasjóðs Alþjóðabankans, Human Rights and Development Trust Fund. Ísland er einn stofnaðila þessa nýja sjóðs, sem hefur það hlutverk að auka veg mannréttinda í verkefnum Alþjóðabankans og þekkingu innan bankans á málaflokknum. Þá tekur utanríkisráðherra þátt í fundi smáríkja þar sem rætt verður um bláa hagkerfið svonefnda en Ísland er þátttakandi í nýstofnuðum ProBlue-sjóði Alþjóðabankans sem tekur á málefnum hafsins á heildrænan hátt. Ísland leggur sjóðnum til fjármagn í verkefni sem snúa að fiskimálum og plastmengun í hafi. Í sumar tekur Ísland sæti í stjórn Alþjóðabankans til næstu tveggja ára en Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin skiptast á að gegna stjórnarsetu í bankanum. Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra leiðir starfið fyrir Íslands hönd. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent