Brandon með aðeins fimm prósent þriggja stiga nýtingu í tapleikjum Stjörnunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 16:30 Brandon Rozzell á ferðinni á móti ÍR Vísir/Vilhelm Augun verða örugglega á einum manni þegar Stjarnan og ÍR mætast í þriðja sinn í kvöld í undanúrslitaeinvígi sínu í Domino´s deild karla í körfubolta. Maðurinn sem Stjörnumenn þurfa að koma aftur í gang og ÍR-ingar leggja ofuráherslu að stoppa er bandaríski bakvörðurinn Brandon Rozzell.Þriðji leikur Stjörnunnar og ÍR fer fram í Mathús Garðabæjar höllinni í Garðabæ í kvöld og hefst klukkan 19.15. Domino´s Körfuboltakvöld verður á staðnum og hefst útsendingin klukkan 18.30. Aðra seríuna í röð er staðan 1-1 í einvígi Stjörnunnar í úrslitakeppninni en Stjörnumenn töpuðu aftur á dögunum eftir draugaleik frá Brandon Rozzell. Brandon Rozzell hefur verið frábær með Stjörnuliðinu eftir að hann kom um áramótin og var með 24,3 stig og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildarkeppninni. Rozzell hefur skorað 18,7 stig og gefið 3,3 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni en það er gríðarlega mikill munur á framlagi hans í sigurleikjunum fjórum og tapleikjunum tveimur. Brandon Rozzell skoraði aðeins 9 stig í tapinu í Seljaskóla á mánudagskvöldið eftir að hafa skoraði 28 stig í leik eitt sem Stjarnan vann með 33 stigum. Hann klikkaði á öllum sjö þriggja stiga skotum sínum í leik tvö eftir að hafa hitt úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í leik eitt. Í tveimur tapleikjum Stjörnunnar í úrslitakeppninni hefur Brandon Rozzell aðeins hitt úr 1 af 19 þriggja stiga skotum sínum sem gerir aðeins fimm prósent skotnýtingu. Brandon Rozzell er með 22,5 stig og 3,8 stoðsendingar í leik í fjórum sigurleikjum Stjörnunnar í úrslitakeppninni í ár en í tapleikjunum eru meðaltöl hans aðeins 11,0 stig og 2,5 stoðsendingar. Þriggja stiga skotnýtingin í sigurleikjunum er 50 prósent þar sem hann hefur skorað fjóra þrista að meðaltali. Það munar meiri en 30 prósent á skotnýtingu Brandon Rozzell í sigur- og tapleikjum. Hann hefur hitt úr 52,4 prósent skota sinna í sigrunum en aðeins 22,2 prósent skota hans í tapleikjum hafa endaði í körfunni. Framlag hans er síðan 22,0 í sigurleikjunum en 7,0 í tapleikjunum. Það er heldur ekki eins og að hann reyni að spila frekar uppi félaga sína þegar hann er ekki að hitta. Brandon Rozzell er með færri stoðsendingar og fleiri reynd skot í tapleikjunum tveimur heldur en sigurleikjunum. Rozzell er með 18,0 skot að meðaltali í tapleikjunum en 15,8 skot að meðaltali í sigurleikjunum.Brandon Rozzell í úrslitakeppninni 2019:Stig í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 22,5 Tapleikir Stjörnunnar: 11,0Stoðsendingar í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 3,8 Tapleikir Stjörnunnar: 2,5Framlag í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 22,0 Tapleikir Stjörnunnar: 7,0Þriggja stiga skotnýting Sigurleikir Stjörnunnar: 50% (16 af 32) Tapleikir Stjörnunnar: 5,2% (1 af 19)Þriggja stiga körfur í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 4,0 Tapleikir Stjörnunnar: 0,5Skot tekin í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 15,8 Tapleikir Stjörnunnar: 18,0Skotnýting Sigurleikir Stjörnunnar: 52,4% (33 af 63) Tapleikir Stjörnunnar: 22,2% (8 af 36) Dominos-deild karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Augun verða örugglega á einum manni þegar Stjarnan og ÍR mætast í þriðja sinn í kvöld í undanúrslitaeinvígi sínu í Domino´s deild karla í körfubolta. Maðurinn sem Stjörnumenn þurfa að koma aftur í gang og ÍR-ingar leggja ofuráherslu að stoppa er bandaríski bakvörðurinn Brandon Rozzell.Þriðji leikur Stjörnunnar og ÍR fer fram í Mathús Garðabæjar höllinni í Garðabæ í kvöld og hefst klukkan 19.15. Domino´s Körfuboltakvöld verður á staðnum og hefst útsendingin klukkan 18.30. Aðra seríuna í röð er staðan 1-1 í einvígi Stjörnunnar í úrslitakeppninni en Stjörnumenn töpuðu aftur á dögunum eftir draugaleik frá Brandon Rozzell. Brandon Rozzell hefur verið frábær með Stjörnuliðinu eftir að hann kom um áramótin og var með 24,3 stig og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildarkeppninni. Rozzell hefur skorað 18,7 stig og gefið 3,3 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni en það er gríðarlega mikill munur á framlagi hans í sigurleikjunum fjórum og tapleikjunum tveimur. Brandon Rozzell skoraði aðeins 9 stig í tapinu í Seljaskóla á mánudagskvöldið eftir að hafa skoraði 28 stig í leik eitt sem Stjarnan vann með 33 stigum. Hann klikkaði á öllum sjö þriggja stiga skotum sínum í leik tvö eftir að hafa hitt úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í leik eitt. Í tveimur tapleikjum Stjörnunnar í úrslitakeppninni hefur Brandon Rozzell aðeins hitt úr 1 af 19 þriggja stiga skotum sínum sem gerir aðeins fimm prósent skotnýtingu. Brandon Rozzell er með 22,5 stig og 3,8 stoðsendingar í leik í fjórum sigurleikjum Stjörnunnar í úrslitakeppninni í ár en í tapleikjunum eru meðaltöl hans aðeins 11,0 stig og 2,5 stoðsendingar. Þriggja stiga skotnýtingin í sigurleikjunum er 50 prósent þar sem hann hefur skorað fjóra þrista að meðaltali. Það munar meiri en 30 prósent á skotnýtingu Brandon Rozzell í sigur- og tapleikjum. Hann hefur hitt úr 52,4 prósent skota sinna í sigrunum en aðeins 22,2 prósent skota hans í tapleikjum hafa endaði í körfunni. Framlag hans er síðan 22,0 í sigurleikjunum en 7,0 í tapleikjunum. Það er heldur ekki eins og að hann reyni að spila frekar uppi félaga sína þegar hann er ekki að hitta. Brandon Rozzell er með færri stoðsendingar og fleiri reynd skot í tapleikjunum tveimur heldur en sigurleikjunum. Rozzell er með 18,0 skot að meðaltali í tapleikjunum en 15,8 skot að meðaltali í sigurleikjunum.Brandon Rozzell í úrslitakeppninni 2019:Stig í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 22,5 Tapleikir Stjörnunnar: 11,0Stoðsendingar í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 3,8 Tapleikir Stjörnunnar: 2,5Framlag í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 22,0 Tapleikir Stjörnunnar: 7,0Þriggja stiga skotnýting Sigurleikir Stjörnunnar: 50% (16 af 32) Tapleikir Stjörnunnar: 5,2% (1 af 19)Þriggja stiga körfur í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 4,0 Tapleikir Stjörnunnar: 0,5Skot tekin í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 15,8 Tapleikir Stjörnunnar: 18,0Skotnýting Sigurleikir Stjörnunnar: 52,4% (33 af 63) Tapleikir Stjörnunnar: 22,2% (8 af 36)
Dominos-deild karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira