Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi hefur nú bæst í hóp þeirra sem hvetja bresk stjórnvöld til að láta ekki undan kröfum Bandaríkjamanna og framselja Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem handtekinn var í sendiráði Ekvador í London í gærmorgun eftir sjö ára dvöl þar.
Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan.