Brjálað stuð!
GDRN, Amabadama, Emmsjé Gauti, Jói P og Króli og fleiri frábærir tónlistarmenn gerðu allt gjörsamlega vitlaust á staðnum og skemmtu gestum ofan af borðum og jafnvel upp á þakbitum staðarins við mikinn fögnuð viðstaddra.


Súperstjarnan Sigga Kling var að sjálfssögðu á staðnum og færði Sæta Svíninu sætt svín að gjöf og listamenn frá Sirkusi Íslands skemmtu af sinni alkunnu snilld. Húsið var stútfullt af gómsætum veitingum og fljótandi veigum á sérverði og er óhætt að segja að allir hafi svo sannarlega skemmt sér vel.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af stuðinu.
Þessi kynning er unnin í samstarfi við Sæta svínið.