Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. apríl 2019 14:55 Ármann Kr. Ólafsson reyndi að halda fundinum á rólegum nótum. Facebook/Skjáskot Uppákoma varð á fundi Sjálfstæðisflokksins þar sem ræða átti þriðja orkupakkann. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sátu fyrir svörum á fundinum þegar hælisleitendur í hópi fundargesta hugðust spyrja ráðherrana um málefni sín. Vilhjálmur Þorsteinsson, hugbúnaðarhönnuður, birti myndband af uppákomunni á Facebook- síðu sinni en það má sjá hér neðst í fréttinni. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var fundarstjóri á fundinum. Bað hann mennina um að yfirgefa fundarsalinn og fara eftir settum reglum fundarins. Hann sagði að ekki þyrfti að hringja til lögreglu vegna málsins og vísaði til borgaralega klæddra manna sem hann sagði vera lögreglumenn. „Við notum þá bara í staðinn.“ Fréttastofa náði tali af Vilhjálmi nú síðdegis en hann sagði fundinn hafa farið rólega af stað. „Maður hafði nú búist við því að þetta gæti orðið einhvers konar átakafundur en það varð ekki, fram að þessu.“ Einn hælisleitendanna hafi síðan beðið um orðið með handauppréttingu. Þegar að honum kom bara hann upp spurningu á ensku, en Vilhjálmur segir fundarstjóra strax hafa gert athugasemd við það, auk þess sem fundarmenn hafi ókyrrst. Hann segir hælisleitandann hafa haldið áfram á ensku og að spurning hans hafi snúið að málefnum hælisleitendenda og beinst að Þórdísi, sem er starfandi dómsmálaráðherra. „Fundarstjóri tók aftur illa í það og fundarmenn líka og það mynduðust svolítil hróp úr þessu.“ Þá segist Vilhjálmur hafa tekið upp símann og tekið upp myndbandið sem sjá má að neðan. Garðabær Hælisleitendur Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Uppákoma varð á fundi Sjálfstæðisflokksins þar sem ræða átti þriðja orkupakkann. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sátu fyrir svörum á fundinum þegar hælisleitendur í hópi fundargesta hugðust spyrja ráðherrana um málefni sín. Vilhjálmur Þorsteinsson, hugbúnaðarhönnuður, birti myndband af uppákomunni á Facebook- síðu sinni en það má sjá hér neðst í fréttinni. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var fundarstjóri á fundinum. Bað hann mennina um að yfirgefa fundarsalinn og fara eftir settum reglum fundarins. Hann sagði að ekki þyrfti að hringja til lögreglu vegna málsins og vísaði til borgaralega klæddra manna sem hann sagði vera lögreglumenn. „Við notum þá bara í staðinn.“ Fréttastofa náði tali af Vilhjálmi nú síðdegis en hann sagði fundinn hafa farið rólega af stað. „Maður hafði nú búist við því að þetta gæti orðið einhvers konar átakafundur en það varð ekki, fram að þessu.“ Einn hælisleitendanna hafi síðan beðið um orðið með handauppréttingu. Þegar að honum kom bara hann upp spurningu á ensku, en Vilhjálmur segir fundarstjóra strax hafa gert athugasemd við það, auk þess sem fundarmenn hafi ókyrrst. Hann segir hælisleitandann hafa haldið áfram á ensku og að spurning hans hafi snúið að málefnum hælisleitendenda og beinst að Þórdísi, sem er starfandi dómsmálaráðherra. „Fundarstjóri tók aftur illa í það og fundarmenn líka og það mynduðust svolítil hróp úr þessu.“ Þá segist Vilhjálmur hafa tekið upp símann og tekið upp myndbandið sem sjá má að neðan.
Garðabær Hælisleitendur Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira