Ópal segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða um listeríusmit lá fyrir Sighvatur Jónsson skrifar 25. apríl 2019 19:00 Matvælaframleiðandinn Ópal sjávarfang segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða úr ræktun sýna vegna listeríusmits hafi legið fyrir, andstætt því sem gögn Matvælastofnunar sýna. Matvælastofnun gerði einnig alvarlega athugasemd við að eingöngu graflax hafi verið innkallaður þegar bakterían hafði líka fundist í reyktum laxi og bleikju. Listeríusýking hjá Ópal sjávarfangi hefur verið til umfjöllunar eftir að embætti Landlæknis greindi frá því að 48 ára kona með undirliggjandi ónæmisbælingu lést eftir að hún borðaði sýktan lax frá fyrirtækinu.Í skýrslu Matvælastofnunar kemur fram að tveir dagar hafi liðið frá því að listeríusýking var staðfest þar til Ópal sjávarfang hafi innkallað vörur.Vísir/TótlaOf fáar sýnatökur Fréttastofa hefur fimm skoðunarskýrslur Matvælastofnunar vegna málsins undir höndum. Þar kemur fram að listería hafi greinst í gröfnum laxi, reyktum laxi og bleikju. Einnig hafi bakterían fundist víða í vinnslu fyrirtækisins. Matvælastofnun gerði athugasemdir við að sýni væru tekin úr afurðum vegna greiningar listeríu tvisvar sinnum á ári. Samkvæmt leiðbeiningum stofnunarinnar á að taka sýni úr gröfnum og reyktum laxi sex sinnum á ári. Alvarleg athugasemd var gerð við að Ópal sjávarfang hafi innkallað vörur sínar tveimur dögum eftir að Matvælastofnun staðfesti listeríusmit hjá fyrirtækinu.Í yfirlýsingu frá Ópal sjávarfangi segir að unnið hafi verið með Matvælastofnun í samræmi við verklag hennar.Vísir/TótlaUnnið með Matvælastofnun Fyrirtækið hefur brugðist við þessum fréttum með yfirlýsingu þar sem kemur fram að um leið og niðurstöður úr ræktun sýna hafi legið fyrir hafi graflax verið innkallaður. Varðandi gagnrýni Matvælastofnunar um að graflax hafi eingöngu verið innkallaður þegar fyrir lá að reyktur lax og bleikja hafi líka verið sýkt af listeríu segir í yfirlýsingunni að innköllun á öllum vörum hafi verið langt umfram það sem ætlast hafi verið til á þeim tímapunkti. Sú ákvörðun hafi verið stór fyrir ekki stærra fyrirtæki. Stjórnendur hafi viljað taka af allan vafa strax frá upphafi og tryggja hag almennings. Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Matvælaframleiðandinn Ópal sjávarfang segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða úr ræktun sýna vegna listeríusmits hafi legið fyrir, andstætt því sem gögn Matvælastofnunar sýna. Matvælastofnun gerði einnig alvarlega athugasemd við að eingöngu graflax hafi verið innkallaður þegar bakterían hafði líka fundist í reyktum laxi og bleikju. Listeríusýking hjá Ópal sjávarfangi hefur verið til umfjöllunar eftir að embætti Landlæknis greindi frá því að 48 ára kona með undirliggjandi ónæmisbælingu lést eftir að hún borðaði sýktan lax frá fyrirtækinu.Í skýrslu Matvælastofnunar kemur fram að tveir dagar hafi liðið frá því að listeríusýking var staðfest þar til Ópal sjávarfang hafi innkallað vörur.Vísir/TótlaOf fáar sýnatökur Fréttastofa hefur fimm skoðunarskýrslur Matvælastofnunar vegna málsins undir höndum. Þar kemur fram að listería hafi greinst í gröfnum laxi, reyktum laxi og bleikju. Einnig hafi bakterían fundist víða í vinnslu fyrirtækisins. Matvælastofnun gerði athugasemdir við að sýni væru tekin úr afurðum vegna greiningar listeríu tvisvar sinnum á ári. Samkvæmt leiðbeiningum stofnunarinnar á að taka sýni úr gröfnum og reyktum laxi sex sinnum á ári. Alvarleg athugasemd var gerð við að Ópal sjávarfang hafi innkallað vörur sínar tveimur dögum eftir að Matvælastofnun staðfesti listeríusmit hjá fyrirtækinu.Í yfirlýsingu frá Ópal sjávarfangi segir að unnið hafi verið með Matvælastofnun í samræmi við verklag hennar.Vísir/TótlaUnnið með Matvælastofnun Fyrirtækið hefur brugðist við þessum fréttum með yfirlýsingu þar sem kemur fram að um leið og niðurstöður úr ræktun sýna hafi legið fyrir hafi graflax verið innkallaður. Varðandi gagnrýni Matvælastofnunar um að graflax hafi eingöngu verið innkallaður þegar fyrir lá að reyktur lax og bleikja hafi líka verið sýkt af listeríu segir í yfirlýsingunni að innköllun á öllum vörum hafi verið langt umfram það sem ætlast hafi verið til á þeim tímapunkti. Sú ákvörðun hafi verið stór fyrir ekki stærra fyrirtæki. Stjórnendur hafi viljað taka af allan vafa strax frá upphafi og tryggja hag almennings.
Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira