Í kvöld fara fram tveir leikir í CS:GO. Klukkan 19:30 mætast Dux Bellorum og Tropadeleet en klukkutíma síðar mun lið KR etja kappi við Hafið.
Sýnt verður frá leikjunum í beinni útsendingu á Twitch-síðu Rafíþróttasamtaka Íslands en útsendinguna má einnig sjá hér að neðan.
Fyrstu umferð mótsins lýkur síðan næstkomandi sunnudag þar sem öll liðin verða í eldlínunni og keppt verður í báðum leikjum. Dagskrá mótsins í heild sinni má sjá hér að neðan.