Alexander Petersson leikur ekki meira með Rhein-Neckar Löwen á tímabilinu vegna meiðsla.
Alexander meiddist í upphitun fyrir leik Löwen og Flensburg á sunnudaginn og eftir nánari skoðun er ljóst að hann missir af síðustu leikjum tímabilsins.
Alexander hefur skorað 90 mörk fyrir Löwen í þýsku úrvalsdeildinni. Liðið er í 4. sæti deildarinnar.
Alexander, sem verður 39 ára í byrjun júlí, skrifaði undir nýjan samning við Löwen í fyrra. Samningurinn gildir til sumarsins 2021.
Skyttan öfluga hefur verið í herbúðum Löwen frá 2012 og leikið í Þýskalandi síðan 2003.
