Viðar Örn Kjartansson var á skotskónum í sigri Hammarby á Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Imad Khalili kom heimamönnum í Hammarby á bragði strax á 18. mínútu leiksins. Á 31. mínút átti Jeppe Andersen skot frekar en sendingu, en það var þó líklega á leið framhjá markinu. Viðar Örn kom snertingu á boltann og stýrði honum í netið úr miðjum vítateignum.
Heimamenn leiddu því 2-0 er gengið var til búningsherbergja.
Á 63. mínútu skoraði Khalili sitt annað mark og þriðja mark Hammarby og heimamenn komnir í þægilega stöðu. Gestirnir náðu að minnka muninn á 82. mínútu en það dugði ekki til, 3-1 sigur Hammarby raunin.
Þetta var fyrsti sigur Hammarby í deildinni en aðeins fjórar umferðir eru búnar af mótinu.
