Pissað í sauðskinnsskó Davíð Þorláksson skrifar 8. maí 2019 07:00 Andstæðingar veru Íslands á EES hafa ákveðið að gera 3. orkupakkann að deilumáli í stað þess að segja berum orðum að þeir vilji ganga úr EES. Frá því að MMR hóf að mæla stuðning við inngöngu í Evrópusambandið mánaðarlega í maí 2011 hefur stuðningur við inngöngu verið á bilinu 20-37% á meðan andstaðan hefur verið 45-65%. Í síðasta mánuði var stuðningurinn 32% og andstaðan 50%. Þessi mikla andstaða, Brexit og uppgangur popúlista beggja vegna Atlantshafsins virðist hafa hleypt nýju blóði í andstæðinga EES. EES gefur okkur aðgang að innri markaði Evrópu sem auðveldar okkur að flytja vöru og þjónustu inn og út. Það er samband á milli vaxandi alþjóðaviðskipta og minnkandi fátæktar og aukinnar velmegunar. Alþjóðaviðskipti bæta lífskjör allra, sérstaklega íbúa í litlu og landfræðilega einangruðu landi. Ef við gengjum úr EES þá værum við berskjölduð gagnvart verndarhyggju. Bæði því að erlend ríki beiti okkur viðskiptaþvingunum og að íslenskir stjórnmálamenn beiti þvingunum sem bitnar á endanum á okkur. Það er t.d. EES að þakka að við erum ekki með gjaldeyrishöft, ekki með einokun á framleiðslu og sölu á rafmagni og að til stendur að afnema bann við innflutningi á fersku kjöti og fjöldatakmarkanir á leigubílum. Ég hef aldrei verið stuðningsmaður þess að Ísland gangi í ESB. Ef Ísland gengur úr EES þá finnst mér augljóst að Ísland verði að ganga í sambandið. Eflaust gildir það um fleiri. Ég held því að andstæðingar EES séu að pissa í skóinn sinn með þessari vegferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun
Andstæðingar veru Íslands á EES hafa ákveðið að gera 3. orkupakkann að deilumáli í stað þess að segja berum orðum að þeir vilji ganga úr EES. Frá því að MMR hóf að mæla stuðning við inngöngu í Evrópusambandið mánaðarlega í maí 2011 hefur stuðningur við inngöngu verið á bilinu 20-37% á meðan andstaðan hefur verið 45-65%. Í síðasta mánuði var stuðningurinn 32% og andstaðan 50%. Þessi mikla andstaða, Brexit og uppgangur popúlista beggja vegna Atlantshafsins virðist hafa hleypt nýju blóði í andstæðinga EES. EES gefur okkur aðgang að innri markaði Evrópu sem auðveldar okkur að flytja vöru og þjónustu inn og út. Það er samband á milli vaxandi alþjóðaviðskipta og minnkandi fátæktar og aukinnar velmegunar. Alþjóðaviðskipti bæta lífskjör allra, sérstaklega íbúa í litlu og landfræðilega einangruðu landi. Ef við gengjum úr EES þá værum við berskjölduð gagnvart verndarhyggju. Bæði því að erlend ríki beiti okkur viðskiptaþvingunum og að íslenskir stjórnmálamenn beiti þvingunum sem bitnar á endanum á okkur. Það er t.d. EES að þakka að við erum ekki með gjaldeyrishöft, ekki með einokun á framleiðslu og sölu á rafmagni og að til stendur að afnema bann við innflutningi á fersku kjöti og fjöldatakmarkanir á leigubílum. Ég hef aldrei verið stuðningsmaður þess að Ísland gangi í ESB. Ef Ísland gengur úr EES þá finnst mér augljóst að Ísland verði að ganga í sambandið. Eflaust gildir það um fleiri. Ég held því að andstæðingar EES séu að pissa í skóinn sinn með þessari vegferð.