„Stór sigur“ að Akureyri sé orðinn áfangastaður í bókunarvél erlends flugfélags Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2019 14:45 Skjáskot af heimasíðu hollenska flugfélagsins Transavia. Mynd/Skjáskot Það er mikill sigur fyrir þá sem unnið hafa að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið sem áfangastað fyrir flugfélög að Akureyri sé komið á blað sem áfangastaður í bókunarvél erlends flugfélags að mati verkefnastjóra Flugklasans Air 66N.Í dag var tilkynnt að hollenska flugfélagið Transavia hafi hafið beina sölu á flugferðum til og frá Rotterdam og Akureyrar, en ferðir flugfélagsins eru tilkomnar vegna ferða á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel. Er þetta í fyrsta sinn sem hollenskt flugfélag selur sjálft sæti í ferðir til Akureyrar.„Akureyri er komið inn í bókunarvélina þar sem áfangastaður. Það er dálítið stór sigur fyrir okkur, að við séum kominn með okkar flugvöll inn hjá erlendu flugfélagi á heimasíðuna þar sem hver sem er getur bókað. Því ber auðvitað að fagna,“ sagði Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri hjá Flugklasanum 66N á Vorráðsstefnu Markaðsstofu Norðurlands sem haldin var á Húsavík í dag.Heimamenn hafa lengi unnið að því að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll og bent hefur verið á að með því megi koma á betri jafnvægi í komu ferðamanna hingað til lands, hægt verði að dreifa ferðamönnum betur um landið og þannig geti fleiri Íslendingar notið ágóðans af hinum mikla áhuga sem ferðamenn hafa sýnt Íslandi undanfarin ár. Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66NVísir/TryggviEinnig samgöngubót fyrir heimamenn Auk þess sem að vilji stendur til að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll er markmiðið einnig að einn daginn muni flugfélag hefja reglulegt áætlunarflug um Akureyrar til útlanda. Menn taka þó eitt skref í einu þessum efnum og sagði Hjalti Páll að sala Transavia á flugferðum til Akureyrar væri stórt skref í átt að lokamarkmiðinu. „Þetta er gríðarlega stórt skref. Við teljum að þetta muni fleyta okkur áfram til framtíðar. Við erum auðvitað í dag að tala við fleiri erlend flugfélög og fleiri erlendar ferðaskrifstofur en hvert svona skref skiptir miklu máli. Eftir því sem við fáum meiri athygli og umferð þeim mun meiri líkur eru að við fáum fleiri í kjölfarið“ sagði Hjalti Páll. Alls er um að ræða 16 flugferðir á vegum Transavia sem hefur flug þann 27. maí næstkomandi en reiknað er með að tekjur ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi muni aukast um 600 milljónir vegna ferða Voigt Travel og Transavia til Akureyrar. „Þetta er auðvitað líka ákveðin samgöngubót fyrir okkur,“ sagði Hjalti Páll og átti þar við íbúa svæðisins sem eiga nú kost á þess að komast til Holland og víðar án þess að þurfa að ferðast til Keflavíkur með tilheyrandi kostnaði. Akureyri Fréttir af flugi Holland Tengdar fréttir Hollendingar stökkva inn í gatið sem WOW skilur eftir sig Flugmiðinn mun kosta 5.300 krónur aðra leið. 1. apríl 2019 16:43 Hefja sölu á flugsætum frá Hollandi til Akureyrar Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam, í ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vetur. 7. maí 2019 10:03 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Það er mikill sigur fyrir þá sem unnið hafa að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið sem áfangastað fyrir flugfélög að Akureyri sé komið á blað sem áfangastaður í bókunarvél erlends flugfélags að mati verkefnastjóra Flugklasans Air 66N.Í dag var tilkynnt að hollenska flugfélagið Transavia hafi hafið beina sölu á flugferðum til og frá Rotterdam og Akureyrar, en ferðir flugfélagsins eru tilkomnar vegna ferða á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel. Er þetta í fyrsta sinn sem hollenskt flugfélag selur sjálft sæti í ferðir til Akureyrar.„Akureyri er komið inn í bókunarvélina þar sem áfangastaður. Það er dálítið stór sigur fyrir okkur, að við séum kominn með okkar flugvöll inn hjá erlendu flugfélagi á heimasíðuna þar sem hver sem er getur bókað. Því ber auðvitað að fagna,“ sagði Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri hjá Flugklasanum 66N á Vorráðsstefnu Markaðsstofu Norðurlands sem haldin var á Húsavík í dag.Heimamenn hafa lengi unnið að því að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll og bent hefur verið á að með því megi koma á betri jafnvægi í komu ferðamanna hingað til lands, hægt verði að dreifa ferðamönnum betur um landið og þannig geti fleiri Íslendingar notið ágóðans af hinum mikla áhuga sem ferðamenn hafa sýnt Íslandi undanfarin ár. Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66NVísir/TryggviEinnig samgöngubót fyrir heimamenn Auk þess sem að vilji stendur til að auka millilandaflug um Akureyrarflugvöll er markmiðið einnig að einn daginn muni flugfélag hefja reglulegt áætlunarflug um Akureyrar til útlanda. Menn taka þó eitt skref í einu þessum efnum og sagði Hjalti Páll að sala Transavia á flugferðum til Akureyrar væri stórt skref í átt að lokamarkmiðinu. „Þetta er gríðarlega stórt skref. Við teljum að þetta muni fleyta okkur áfram til framtíðar. Við erum auðvitað í dag að tala við fleiri erlend flugfélög og fleiri erlendar ferðaskrifstofur en hvert svona skref skiptir miklu máli. Eftir því sem við fáum meiri athygli og umferð þeim mun meiri líkur eru að við fáum fleiri í kjölfarið“ sagði Hjalti Páll. Alls er um að ræða 16 flugferðir á vegum Transavia sem hefur flug þann 27. maí næstkomandi en reiknað er með að tekjur ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi muni aukast um 600 milljónir vegna ferða Voigt Travel og Transavia til Akureyrar. „Þetta er auðvitað líka ákveðin samgöngubót fyrir okkur,“ sagði Hjalti Páll og átti þar við íbúa svæðisins sem eiga nú kost á þess að komast til Holland og víðar án þess að þurfa að ferðast til Keflavíkur með tilheyrandi kostnaði.
Akureyri Fréttir af flugi Holland Tengdar fréttir Hollendingar stökkva inn í gatið sem WOW skilur eftir sig Flugmiðinn mun kosta 5.300 krónur aðra leið. 1. apríl 2019 16:43 Hefja sölu á flugsætum frá Hollandi til Akureyrar Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam, í ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vetur. 7. maí 2019 10:03 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Hollendingar stökkva inn í gatið sem WOW skilur eftir sig Flugmiðinn mun kosta 5.300 krónur aðra leið. 1. apríl 2019 16:43
Hefja sölu á flugsætum frá Hollandi til Akureyrar Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam, í ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vetur. 7. maí 2019 10:03
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent