Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. maí 2019 12:47 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. Úrskurður féll í gær í máli bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation, eða ALC, gegn Isavia. Félagið krafðist þess að fá afhenta vél sína sem var kyrrsett eftir gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt úrskurðinum var Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en þó ekki til að tryggja heildarskuld WOW air sem nemur um tveimur milljörðum króna og hafði safnast upp frá 2017. Isavia hefur samkvæmt úrskurðinum því einungis tryggingu í vélinni fyrir 87 milljónum króna, eða þeim hluta skuldarinnar er varðar ógreidd notendagjöld vegna flugvélar ALC. Isavia hefur verið gagnrýnt fyrir að hafa leyft WOW air að safna skuldum svo lengi á vellinum. Sigurður Ingi Jóhannesson samgönguráðherra segir Isavia hafa fært rök fyrir ákvarðanatöku sinni í málinu. „Þær ákvarðanir sem þeir hafa tekið byggjast alfarið á viðskiptalegum hagsmunum þeirra," segir Sigurður. Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars.Vísir/vilhelmBjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, bendir á að tjónið sé ekki tilkomið vegna ákvarðana Isavia. „Þetta er ekki tjón sem skapast í sjálfu sér vegna ákvarðana Isavia heldur er það vegna þess að viðskiptamenn félagsins lenda í vanskilum og verða á endanum gjaldþrota. Á hverju stigi máls sýnist mér að stjórn Isavia hafi tekið viðskiptalega ákvörðun um hvernig við því eigi að bregðast," segir Bjarni. „Það kann að vera að menn hafi gengið út frá því að þeir hefðu betri tryggingar heldur en raunin reynist. En það á ennþá eftir að koma betur í ljós. Það hlýtur þó að hafa áhrif á það með hvaða hætti menn í framtíðinni takast á við vanskil viðskipamanna sinna ef þær tryggingar, sem menn héldu sig geta gengið að, reynast ekki vera til staðar," segir Bjarni. Hann bendir á að Isavia sé opinbert hlutafélag og að þessar ákvarðanir hafi því legið hjá stjórn Isavia. Stjórnvöld hafi þó ekki viljað grípa til ítrustu úrræða á meðan raunhæfar áætlanir um fjármögnun voru uppi. „Það má segja að aðkoma stjórnvalda hafi meðal annars haft yfir sér það yfirbragð að það væru ekki stjórnvöld sem myndu hrinda af stað þeirri atburðarrás að félagið færi beint í gjaldþrot. Heldur væri sanngjarnt, á meðan til staðar væru raunhæfar hugmyndir um úrlausn þess vanda sem félagið var statt í, að þá yrði ekki gripið til ítrustu úrræða. Þetta heitir í stjórnkerfinu meðalhóf," segir Bjarni. Þá beri að skoða heildarmyndina. „Það er auðvitað slæmt ef á endanum innheimtast ekki allar kröfur. En það er í mörg horn að líta þegar spurt er hvaða afleiðingar það hafði að reksturinn lifði þó þetta lengi. Það hafa meðal annars af því hlotist gríðarlegar óbeinar tekjur fyrir starfsemina á flugvellinum," segir Bjarni. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. Úrskurður féll í gær í máli bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation, eða ALC, gegn Isavia. Félagið krafðist þess að fá afhenta vél sína sem var kyrrsett eftir gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt úrskurðinum var Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en þó ekki til að tryggja heildarskuld WOW air sem nemur um tveimur milljörðum króna og hafði safnast upp frá 2017. Isavia hefur samkvæmt úrskurðinum því einungis tryggingu í vélinni fyrir 87 milljónum króna, eða þeim hluta skuldarinnar er varðar ógreidd notendagjöld vegna flugvélar ALC. Isavia hefur verið gagnrýnt fyrir að hafa leyft WOW air að safna skuldum svo lengi á vellinum. Sigurður Ingi Jóhannesson samgönguráðherra segir Isavia hafa fært rök fyrir ákvarðanatöku sinni í málinu. „Þær ákvarðanir sem þeir hafa tekið byggjast alfarið á viðskiptalegum hagsmunum þeirra," segir Sigurður. Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars.Vísir/vilhelmBjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, bendir á að tjónið sé ekki tilkomið vegna ákvarðana Isavia. „Þetta er ekki tjón sem skapast í sjálfu sér vegna ákvarðana Isavia heldur er það vegna þess að viðskiptamenn félagsins lenda í vanskilum og verða á endanum gjaldþrota. Á hverju stigi máls sýnist mér að stjórn Isavia hafi tekið viðskiptalega ákvörðun um hvernig við því eigi að bregðast," segir Bjarni. „Það kann að vera að menn hafi gengið út frá því að þeir hefðu betri tryggingar heldur en raunin reynist. En það á ennþá eftir að koma betur í ljós. Það hlýtur þó að hafa áhrif á það með hvaða hætti menn í framtíðinni takast á við vanskil viðskipamanna sinna ef þær tryggingar, sem menn héldu sig geta gengið að, reynast ekki vera til staðar," segir Bjarni. Hann bendir á að Isavia sé opinbert hlutafélag og að þessar ákvarðanir hafi því legið hjá stjórn Isavia. Stjórnvöld hafi þó ekki viljað grípa til ítrustu úrræða á meðan raunhæfar áætlanir um fjármögnun voru uppi. „Það má segja að aðkoma stjórnvalda hafi meðal annars haft yfir sér það yfirbragð að það væru ekki stjórnvöld sem myndu hrinda af stað þeirri atburðarrás að félagið færi beint í gjaldþrot. Heldur væri sanngjarnt, á meðan til staðar væru raunhæfar hugmyndir um úrlausn þess vanda sem félagið var statt í, að þá yrði ekki gripið til ítrustu úrræða. Þetta heitir í stjórnkerfinu meðalhóf," segir Bjarni. Þá beri að skoða heildarmyndina. „Það er auðvitað slæmt ef á endanum innheimtast ekki allar kröfur. En það er í mörg horn að líta þegar spurt er hvaða afleiðingar það hafði að reksturinn lifði þó þetta lengi. Það hafa meðal annars af því hlotist gríðarlegar óbeinar tekjur fyrir starfsemina á flugvellinum," segir Bjarni.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent