Brexit-bræði bitnar á stóru flokkunum Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2019 07:32 Kjósendur virðast hafa beint reiði sinni að Íhaldsflokki May (t.v.) og Verkamannaflokki Jeremy Corbyn (t.h.). Vísir/EPA Bæði Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn töpuðu sætum en minni flokkar unnu á í sveitarstjórnarkosningunum á Englandi og Norður-Írlandi sem fóru fram í gær. Stjórnmálaskýrendur túlka úrslitin sem svo að kjósendur hafi refsað flokkunum tveimur fyrir hvernig þeir hafa haldið á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Kosið var til sveitarstjórnar á 248 stöðum á Englandi auk sex borgarstjóraembætta og til allra ellefu sveitarstjórna á Norður-Írlandi. Þrátt fyrir að talningu væri lokið í innan við helmingi sveitarstjórna á Englandi í morgun hafa fulltrúar bæði Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins viðurkennt að kosningarnar hafi verið blóðtaka fyrir þá, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Miðað við þær tölur sem liggja fyrir hefur Íhaldsflokkur Theresu May forsætisráðherra tapað um 430 sætum í sveitarstjórnum. Mögulegt er tapið nemi að minnsta kosti 800 sætum þegar öll atkvæði hafa verið talin. Flokkurinn hefur tapað meirihluta í sautján sveitarstjórnum og Verkamannaflokkurinn þremur. Frjálslyndir demókratar unnu verulega á og hafa bætt við sig 300 sætum. Þeir hafa náð meirihluta í átta sveitarstjórnum fram að þessu. Auk þeirra bættu Græningjar og minni sjálfstæðir flokkar við sig sætum. Breski sjálfstæðisflokkurinn Ukip hefur tapað 54 sætum. Upphaflega ætluðu Bretar að ganga úr Evrópusambandinu 29. mars. Því var frestað þar sem breska þingið felldi útgöngusamningi May forsætisráðherra ítrekað. Útgöngunni hefur nú verið frestað til 31. október. Brexit England Norður-Írland Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Bæði Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn töpuðu sætum en minni flokkar unnu á í sveitarstjórnarkosningunum á Englandi og Norður-Írlandi sem fóru fram í gær. Stjórnmálaskýrendur túlka úrslitin sem svo að kjósendur hafi refsað flokkunum tveimur fyrir hvernig þeir hafa haldið á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Kosið var til sveitarstjórnar á 248 stöðum á Englandi auk sex borgarstjóraembætta og til allra ellefu sveitarstjórna á Norður-Írlandi. Þrátt fyrir að talningu væri lokið í innan við helmingi sveitarstjórna á Englandi í morgun hafa fulltrúar bæði Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins viðurkennt að kosningarnar hafi verið blóðtaka fyrir þá, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Miðað við þær tölur sem liggja fyrir hefur Íhaldsflokkur Theresu May forsætisráðherra tapað um 430 sætum í sveitarstjórnum. Mögulegt er tapið nemi að minnsta kosti 800 sætum þegar öll atkvæði hafa verið talin. Flokkurinn hefur tapað meirihluta í sautján sveitarstjórnum og Verkamannaflokkurinn þremur. Frjálslyndir demókratar unnu verulega á og hafa bætt við sig 300 sætum. Þeir hafa náð meirihluta í átta sveitarstjórnum fram að þessu. Auk þeirra bættu Græningjar og minni sjálfstæðir flokkar við sig sætum. Breski sjálfstæðisflokkurinn Ukip hefur tapað 54 sætum. Upphaflega ætluðu Bretar að ganga úr Evrópusambandinu 29. mars. Því var frestað þar sem breska þingið felldi útgöngusamningi May forsætisráðherra ítrekað. Útgöngunni hefur nú verið frestað til 31. október.
Brexit England Norður-Írland Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira