Telur ljóst að öfgafemínismi skaði málstaðinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2019 10:30 Óhætt er að segja að Kolbrún og Hildur sjái hlutina ólíku ljósi þegar kemur að jafnréttisbaráttu. Vísir Kolbrún Bergþórsdóttir, umsjónarmaður Menningar í Fréttablaðinu, leiðarahöfundur og fyrrverandi ritstjóri DV, segir svokallaða dólgafemínista mega hafa það í huga að ofstækisfull barátta skaði málstað fremur en að vinna honum gagn. Tilefni Kolbrúnar virðast vera gagnrýni Hildar Lilliendahl vegna fjölda fulltrúa af karlkyni á sumarhátíð Alþingis í Kaupmannahöfn annars vegar og hins vegar leikur sem Hildur efndi til á Twitter þar sem fyrrverandi ráðherrum var stillt upp og spurt: „Ríða, drepa, giftast“.Kolbrún skrifar í leiðara sínum í dag að Hildur sé ein af þeim dólgafemínistum sem stendur vaktina af mikilli samviskusemi. Orði einhver hlutina ekki nákvæmlega eins og henni líki fái sá hinn sami yfirhalningu sem síðan sé yfirfærð á hóp karlmanna sem eru afgreiddir eins og þeir séu fremur viðbjóðsleg fyrirbæri, sannir skaðvaldar í þessum heimi.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.fréttablaðið/Sigtryggur„Það þótti því bera vel í veiði þegar fréttist af því að á sumarhátíð Alþingis í Kaupmannahöfn hefðu einungis verið karlmenn. Dólgafemínistarnir vita að karlmenn kunna að rotta sig saman og gera sér glögga grein fyrir því að þá er ekki von á góðu. Hildur stóð vaktina af stakri samviskusemi og greip feginshendi orð sem Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, lét falla í ræða á sumarhátíðinni. Hann sagði að málþóf ætti ekkert skylt við málfrelsi,“ segir Kolbrún. Á hátíð Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn var Helgi á meðal fjögurra ræðumanna, karlakór söng en engar konur komu fram.Ekkert tilefni sé til að ærast „Það er nokkuð til í því hjá honum. Hann bætti svo við að nauðgun ætti ekkert skylt við kynfrelsi. Nokkuð sem erfitt er að vera ósammála.“ Telur Kolbrún ekkert í orðum Helga þess eðlis að ástæða sé til að ærast yfir þeim. „Hildi tókst það samt, enda þaulvön að æsa sig af litlu tilefni og líður yfirleitt einkar vel í því hlutverki. Hún sagði Helga hafa líkt nauðgun við málþóf. Einhverjir urðu svo vitanlega til að taka undir með henni og hella sér yfir Helga. Helgi var þó alls ekki að líkja nauðgun við málþóf. Hann var að bera saman tvo hluti, málþóf og málfrelsi annars vegar og nauðgun og kynfrelsi hins vegar. Það er því ansi langsótt að segja að hann hafi verið að halda því fram að nauðgun ætti skylt við málþóf. Hildi tókst þó rækilega að snúa út úr orðum hans við ærandi fagnaðarhróp stuðningsfólks síns.“Ríða drepa giftast? pic.twitter.com/NeDhM7pgkI— Hildur ♀ (@hillldur) April 29, 2019 Steininn virðist hafa tekið úr, og orðið tilefni til skrifa Kolbrúnar, þegar Hildur birti þrjár myndir en á hverri mátti sjá þrjá fyrrverandi ráðherra. Deildi Hildur myndunum með orðunum „Ríða, drepa, giftast“. Í framhaldinu velja fylgjendur hennar, vilji þeir á annað borð taka þátt í leiknum, hverjum væri best að giftast, best að drepa og besta að ríða. Mætti kalla leikinn partýleik sem fólk fer í til að stytta sér til dæmis stundir á ferðalögum eða í gleðskap. „Konum er þarna gefið val um hvað þær vilja gera við þá. Enginn þarf að efast um að ef karmaður hefði birt myndir af þekktum konum með þessari sömu yfirskrift hefði hann kallað yfir sig almenna fordæmingu og verið stimplaður sem kvenhatari af verstu sort. En þegar kona opinberar fyrirlitningu sína á karlkyninu vekur það ekki mikla athygli, sumum þykir gjörð hennar jafnvel sniðug,“ segir Kolbrún í pistli sínum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, var spurður út í málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hildur starfar sem verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg og var Dagur spurður hvort færslur á samfélagsmiðlum á borð við þá sem hér er til umfjöllunar væri í lagi hjá starfsmönnum. Dagur vildi ekki tjá sig um málið en velti þó fyrir sér hvort ekki væri um misheppnaðan brandara að ræða. Málið var rætt stuttlega í viðtalinu við Dag hér að neðan. Alþingi Jafnréttismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Sjá meira
Kolbrún Bergþórsdóttir, umsjónarmaður Menningar í Fréttablaðinu, leiðarahöfundur og fyrrverandi ritstjóri DV, segir svokallaða dólgafemínista mega hafa það í huga að ofstækisfull barátta skaði málstað fremur en að vinna honum gagn. Tilefni Kolbrúnar virðast vera gagnrýni Hildar Lilliendahl vegna fjölda fulltrúa af karlkyni á sumarhátíð Alþingis í Kaupmannahöfn annars vegar og hins vegar leikur sem Hildur efndi til á Twitter þar sem fyrrverandi ráðherrum var stillt upp og spurt: „Ríða, drepa, giftast“.Kolbrún skrifar í leiðara sínum í dag að Hildur sé ein af þeim dólgafemínistum sem stendur vaktina af mikilli samviskusemi. Orði einhver hlutina ekki nákvæmlega eins og henni líki fái sá hinn sami yfirhalningu sem síðan sé yfirfærð á hóp karlmanna sem eru afgreiddir eins og þeir séu fremur viðbjóðsleg fyrirbæri, sannir skaðvaldar í þessum heimi.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.fréttablaðið/Sigtryggur„Það þótti því bera vel í veiði þegar fréttist af því að á sumarhátíð Alþingis í Kaupmannahöfn hefðu einungis verið karlmenn. Dólgafemínistarnir vita að karlmenn kunna að rotta sig saman og gera sér glögga grein fyrir því að þá er ekki von á góðu. Hildur stóð vaktina af stakri samviskusemi og greip feginshendi orð sem Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, lét falla í ræða á sumarhátíðinni. Hann sagði að málþóf ætti ekkert skylt við málfrelsi,“ segir Kolbrún. Á hátíð Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn var Helgi á meðal fjögurra ræðumanna, karlakór söng en engar konur komu fram.Ekkert tilefni sé til að ærast „Það er nokkuð til í því hjá honum. Hann bætti svo við að nauðgun ætti ekkert skylt við kynfrelsi. Nokkuð sem erfitt er að vera ósammála.“ Telur Kolbrún ekkert í orðum Helga þess eðlis að ástæða sé til að ærast yfir þeim. „Hildi tókst það samt, enda þaulvön að æsa sig af litlu tilefni og líður yfirleitt einkar vel í því hlutverki. Hún sagði Helga hafa líkt nauðgun við málþóf. Einhverjir urðu svo vitanlega til að taka undir með henni og hella sér yfir Helga. Helgi var þó alls ekki að líkja nauðgun við málþóf. Hann var að bera saman tvo hluti, málþóf og málfrelsi annars vegar og nauðgun og kynfrelsi hins vegar. Það er því ansi langsótt að segja að hann hafi verið að halda því fram að nauðgun ætti skylt við málþóf. Hildi tókst þó rækilega að snúa út úr orðum hans við ærandi fagnaðarhróp stuðningsfólks síns.“Ríða drepa giftast? pic.twitter.com/NeDhM7pgkI— Hildur ♀ (@hillldur) April 29, 2019 Steininn virðist hafa tekið úr, og orðið tilefni til skrifa Kolbrúnar, þegar Hildur birti þrjár myndir en á hverri mátti sjá þrjá fyrrverandi ráðherra. Deildi Hildur myndunum með orðunum „Ríða, drepa, giftast“. Í framhaldinu velja fylgjendur hennar, vilji þeir á annað borð taka þátt í leiknum, hverjum væri best að giftast, best að drepa og besta að ríða. Mætti kalla leikinn partýleik sem fólk fer í til að stytta sér til dæmis stundir á ferðalögum eða í gleðskap. „Konum er þarna gefið val um hvað þær vilja gera við þá. Enginn þarf að efast um að ef karmaður hefði birt myndir af þekktum konum með þessari sömu yfirskrift hefði hann kallað yfir sig almenna fordæmingu og verið stimplaður sem kvenhatari af verstu sort. En þegar kona opinberar fyrirlitningu sína á karlkyninu vekur það ekki mikla athygli, sumum þykir gjörð hennar jafnvel sniðug,“ segir Kolbrún í pistli sínum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, var spurður út í málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hildur starfar sem verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg og var Dagur spurður hvort færslur á samfélagsmiðlum á borð við þá sem hér er til umfjöllunar væri í lagi hjá starfsmönnum. Dagur vildi ekki tjá sig um málið en velti þó fyrir sér hvort ekki væri um misheppnaðan brandara að ræða. Málið var rætt stuttlega í viðtalinu við Dag hér að neðan.
Alþingi Jafnréttismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Sjá meira